Engin lausn í banni á verðtryggingunni 11. september 2012 09:00 Verðtryggingar stoðar lítt Ásgeir Jónsson, lektor við HÍ, er einn af höfundum skýrslunnar sem um er rætt, en niðurstaða höfunda er að bann á verðtryggingu feli ekki í sér lausn gegn óstöðugleika í íslensku hagkerfi. Fréttablaðið/GVA Bann við verðtryggðum lánum eða úthýsing þeirra af íslenskum fjármálamarkaði mun ekki leysa neinn vanda. Í raun ætti frekar að fjölga valkostum lántakenda og tryggja þess í stað að þeir séu vel upplýstir um þá áhættu sem fylgir hverjum valkosti. Þetta segir í niðurstöðu sérfræðingaskýrslu sem gerð var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja og kynnt í gær. Í skýrslunni er vísað til árabilsins 2001 til 2008 þar sem íslenska krónan var á floti í frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. Þá var gengisþróun krónunnar einn helsti áhrifavaldur verðbólgu þar sem reglulegar kollsteypur á gengismarkaði ollu verðbólguskellum. Er þeirri spurningu meðal annars varpað fram hvort fljótandi gengi krónunnar sé yfirhöfuð mögulegt í ljósi umræddra sveiflna og óstöðugleika í hagkerfinu. Vandinn við verðtryggingu er fjórþættur að mati höfunda. Í fyrsta lagi skapi löng, fastvaxta verðtryggð húsnæðislán með jafngreiðslufyrirkomulagi, svokölluð Íslandslán, hvata fyrir of mikla skuldsetningu, auk þess sem meirihluti slíkra lána sé með ríkisábyrgð. Þá séu heimilin að taka á sig of mikla áhættu og loks þvælist verðtryggingin fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans. Í niðurstöðum skýrslunnar segir: „Þegar allt er dregið saman verður ekki séð að það leysi nokkurn vanda að banna verðtryggingu eða reyna að úthýsa henni af íslenskum fjármálamarkaði. […] Það er ekki líklegt að blátt bann við verðtryggingu hjálpi nokkrum, og allra síst framtíðarlántakendum. Grunnrót vandans – verðbólga og óstöðugleiki – yrði áfram til staðar en þeim leiðum sem hægt er að beita til þess að bregðast við honum hefði aðeins fækkað." Að mati höfunda skýrslunnar liggur lausnin frekar í því að minnka hvatann til skuldsetningar og auka endurgreiðsluhraða, aflétta ríkisábyrgð sem er á meirihluta fasteignalána, minnka þjóðhagslega áhættu með aukinni fjölbreytni á lánamarkaði og efla stjórntæki Seðlabankans til þess að stjórna eftirspurn í hagkerfinu. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Bann við verðtryggðum lánum eða úthýsing þeirra af íslenskum fjármálamarkaði mun ekki leysa neinn vanda. Í raun ætti frekar að fjölga valkostum lántakenda og tryggja þess í stað að þeir séu vel upplýstir um þá áhættu sem fylgir hverjum valkosti. Þetta segir í niðurstöðu sérfræðingaskýrslu sem gerð var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja og kynnt í gær. Í skýrslunni er vísað til árabilsins 2001 til 2008 þar sem íslenska krónan var á floti í frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. Þá var gengisþróun krónunnar einn helsti áhrifavaldur verðbólgu þar sem reglulegar kollsteypur á gengismarkaði ollu verðbólguskellum. Er þeirri spurningu meðal annars varpað fram hvort fljótandi gengi krónunnar sé yfirhöfuð mögulegt í ljósi umræddra sveiflna og óstöðugleika í hagkerfinu. Vandinn við verðtryggingu er fjórþættur að mati höfunda. Í fyrsta lagi skapi löng, fastvaxta verðtryggð húsnæðislán með jafngreiðslufyrirkomulagi, svokölluð Íslandslán, hvata fyrir of mikla skuldsetningu, auk þess sem meirihluti slíkra lána sé með ríkisábyrgð. Þá séu heimilin að taka á sig of mikla áhættu og loks þvælist verðtryggingin fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans. Í niðurstöðum skýrslunnar segir: „Þegar allt er dregið saman verður ekki séð að það leysi nokkurn vanda að banna verðtryggingu eða reyna að úthýsa henni af íslenskum fjármálamarkaði. […] Það er ekki líklegt að blátt bann við verðtryggingu hjálpi nokkrum, og allra síst framtíðarlántakendum. Grunnrót vandans – verðbólga og óstöðugleiki – yrði áfram til staðar en þeim leiðum sem hægt er að beita til þess að bregðast við honum hefði aðeins fækkað." Að mati höfunda skýrslunnar liggur lausnin frekar í því að minnka hvatann til skuldsetningar og auka endurgreiðsluhraða, aflétta ríkisábyrgð sem er á meirihluta fasteignalána, minnka þjóðhagslega áhættu með aukinni fjölbreytni á lánamarkaði og efla stjórntæki Seðlabankans til þess að stjórna eftirspurn í hagkerfinu. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira