Engin lausn í banni á verðtryggingunni 11. september 2012 09:00 Verðtryggingar stoðar lítt Ásgeir Jónsson, lektor við HÍ, er einn af höfundum skýrslunnar sem um er rætt, en niðurstaða höfunda er að bann á verðtryggingu feli ekki í sér lausn gegn óstöðugleika í íslensku hagkerfi. Fréttablaðið/GVA Bann við verðtryggðum lánum eða úthýsing þeirra af íslenskum fjármálamarkaði mun ekki leysa neinn vanda. Í raun ætti frekar að fjölga valkostum lántakenda og tryggja þess í stað að þeir séu vel upplýstir um þá áhættu sem fylgir hverjum valkosti. Þetta segir í niðurstöðu sérfræðingaskýrslu sem gerð var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja og kynnt í gær. Í skýrslunni er vísað til árabilsins 2001 til 2008 þar sem íslenska krónan var á floti í frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. Þá var gengisþróun krónunnar einn helsti áhrifavaldur verðbólgu þar sem reglulegar kollsteypur á gengismarkaði ollu verðbólguskellum. Er þeirri spurningu meðal annars varpað fram hvort fljótandi gengi krónunnar sé yfirhöfuð mögulegt í ljósi umræddra sveiflna og óstöðugleika í hagkerfinu. Vandinn við verðtryggingu er fjórþættur að mati höfunda. Í fyrsta lagi skapi löng, fastvaxta verðtryggð húsnæðislán með jafngreiðslufyrirkomulagi, svokölluð Íslandslán, hvata fyrir of mikla skuldsetningu, auk þess sem meirihluti slíkra lána sé með ríkisábyrgð. Þá séu heimilin að taka á sig of mikla áhættu og loks þvælist verðtryggingin fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans. Í niðurstöðum skýrslunnar segir: „Þegar allt er dregið saman verður ekki séð að það leysi nokkurn vanda að banna verðtryggingu eða reyna að úthýsa henni af íslenskum fjármálamarkaði. […] Það er ekki líklegt að blátt bann við verðtryggingu hjálpi nokkrum, og allra síst framtíðarlántakendum. Grunnrót vandans – verðbólga og óstöðugleiki – yrði áfram til staðar en þeim leiðum sem hægt er að beita til þess að bregðast við honum hefði aðeins fækkað." Að mati höfunda skýrslunnar liggur lausnin frekar í því að minnka hvatann til skuldsetningar og auka endurgreiðsluhraða, aflétta ríkisábyrgð sem er á meirihluta fasteignalána, minnka þjóðhagslega áhættu með aukinni fjölbreytni á lánamarkaði og efla stjórntæki Seðlabankans til þess að stjórna eftirspurn í hagkerfinu. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Bann við verðtryggðum lánum eða úthýsing þeirra af íslenskum fjármálamarkaði mun ekki leysa neinn vanda. Í raun ætti frekar að fjölga valkostum lántakenda og tryggja þess í stað að þeir séu vel upplýstir um þá áhættu sem fylgir hverjum valkosti. Þetta segir í niðurstöðu sérfræðingaskýrslu sem gerð var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja og kynnt í gær. Í skýrslunni er vísað til árabilsins 2001 til 2008 þar sem íslenska krónan var á floti í frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. Þá var gengisþróun krónunnar einn helsti áhrifavaldur verðbólgu þar sem reglulegar kollsteypur á gengismarkaði ollu verðbólguskellum. Er þeirri spurningu meðal annars varpað fram hvort fljótandi gengi krónunnar sé yfirhöfuð mögulegt í ljósi umræddra sveiflna og óstöðugleika í hagkerfinu. Vandinn við verðtryggingu er fjórþættur að mati höfunda. Í fyrsta lagi skapi löng, fastvaxta verðtryggð húsnæðislán með jafngreiðslufyrirkomulagi, svokölluð Íslandslán, hvata fyrir of mikla skuldsetningu, auk þess sem meirihluti slíkra lána sé með ríkisábyrgð. Þá séu heimilin að taka á sig of mikla áhættu og loks þvælist verðtryggingin fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans. Í niðurstöðum skýrslunnar segir: „Þegar allt er dregið saman verður ekki séð að það leysi nokkurn vanda að banna verðtryggingu eða reyna að úthýsa henni af íslenskum fjármálamarkaði. […] Það er ekki líklegt að blátt bann við verðtryggingu hjálpi nokkrum, og allra síst framtíðarlántakendum. Grunnrót vandans – verðbólga og óstöðugleiki – yrði áfram til staðar en þeim leiðum sem hægt er að beita til þess að bregðast við honum hefði aðeins fækkað." Að mati höfunda skýrslunnar liggur lausnin frekar í því að minnka hvatann til skuldsetningar og auka endurgreiðsluhraða, aflétta ríkisábyrgð sem er á meirihluta fasteignalána, minnka þjóðhagslega áhættu með aukinni fjölbreytni á lánamarkaði og efla stjórntæki Seðlabankans til þess að stjórna eftirspurn í hagkerfinu. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur