Lítið þarf til að sveifla gengi krónunnar upp og niður 11. september 2012 10:43 Mikil veiking á gengi krónunnar hefur komið mönnum á óvart einkum vegna þess að flæði ferðamannagjaldeyris til landsins hefur aldrei verið meira. En veikingin á sér eðlilegar skýringar. Sú helsta er að vegna hafta og strangra takmarkana á gjaldeyrisviðskiptum er markaðurinn svo grunnur að lítið þarf til að sveifla krónunni í sitthvora áttina. Enn eitt metið í fjölda ferðamanna var slegið í sumar og um leið styrktist gengi krónunnar myndarlega fram í miðjan ágústmánuð. Eftir það fór gengið að gefa verulega eftir þótt að ferðamannastraumurinn væri enn öflugur. Þannig má segja að fjöldi ferðamanna í september sé álíka og hann var í sumarmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þann 10. ágúst s.l. kostaði evran ríflega 146 krónur. Í dag kostar hún tæplega 157 krónur sem er veiking um 6% á einum mánuði. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að á móti ferðamannagjaldeyrinum komi síðan þær greiðslur í gjaldeyri úr landinu sem leyfilegar eru. Í ágúst hafi farið saman um 1,5 milljarðar kr. í vaxtagreiðslur til erlendra fjárfesta úr stórum ríkisbréfaflokki og uppgreiðsla Reykjanesbæjar á síðasta erlenda láninu sínu upp á um 800 milljónir kr. Jón Bjarki segir að eflaust megi nefna fleiri slíkar greiðslur. Þá megi nefna að þeir sem þurfa að greiða af erlendum lánum sínum geta fengið gjaldeyri til slíks með töluverðum fyrirvara. Jón Bjarki bendir á að þar sem árstíðabundin uppsveifla á gengi krónunnar að sumri sé orðin staðreynd nýti menn sem þurfi að greiða af erlendum lánum sér það til að kaupa gjaldeyri þegar gengið er hvað sterkast og noti svo til að greiða af lánunum síðar. Á móti kemur að þessi kaup ættu að jafna út niðursveiflu krónunnar á komandi vetri. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Mikil veiking á gengi krónunnar hefur komið mönnum á óvart einkum vegna þess að flæði ferðamannagjaldeyris til landsins hefur aldrei verið meira. En veikingin á sér eðlilegar skýringar. Sú helsta er að vegna hafta og strangra takmarkana á gjaldeyrisviðskiptum er markaðurinn svo grunnur að lítið þarf til að sveifla krónunni í sitthvora áttina. Enn eitt metið í fjölda ferðamanna var slegið í sumar og um leið styrktist gengi krónunnar myndarlega fram í miðjan ágústmánuð. Eftir það fór gengið að gefa verulega eftir þótt að ferðamannastraumurinn væri enn öflugur. Þannig má segja að fjöldi ferðamanna í september sé álíka og hann var í sumarmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þann 10. ágúst s.l. kostaði evran ríflega 146 krónur. Í dag kostar hún tæplega 157 krónur sem er veiking um 6% á einum mánuði. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að á móti ferðamannagjaldeyrinum komi síðan þær greiðslur í gjaldeyri úr landinu sem leyfilegar eru. Í ágúst hafi farið saman um 1,5 milljarðar kr. í vaxtagreiðslur til erlendra fjárfesta úr stórum ríkisbréfaflokki og uppgreiðsla Reykjanesbæjar á síðasta erlenda láninu sínu upp á um 800 milljónir kr. Jón Bjarki segir að eflaust megi nefna fleiri slíkar greiðslur. Þá megi nefna að þeir sem þurfa að greiða af erlendum lánum sínum geta fengið gjaldeyri til slíks með töluverðum fyrirvara. Jón Bjarki bendir á að þar sem árstíðabundin uppsveifla á gengi krónunnar að sumri sé orðin staðreynd nýti menn sem þurfi að greiða af erlendum lánum sér það til að kaupa gjaldeyri þegar gengið er hvað sterkast og noti svo til að greiða af lánunum síðar. Á móti kemur að þessi kaup ættu að jafna út niðursveiflu krónunnar á komandi vetri.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira