Lítið þarf til að sveifla gengi krónunnar upp og niður 11. september 2012 10:43 Mikil veiking á gengi krónunnar hefur komið mönnum á óvart einkum vegna þess að flæði ferðamannagjaldeyris til landsins hefur aldrei verið meira. En veikingin á sér eðlilegar skýringar. Sú helsta er að vegna hafta og strangra takmarkana á gjaldeyrisviðskiptum er markaðurinn svo grunnur að lítið þarf til að sveifla krónunni í sitthvora áttina. Enn eitt metið í fjölda ferðamanna var slegið í sumar og um leið styrktist gengi krónunnar myndarlega fram í miðjan ágústmánuð. Eftir það fór gengið að gefa verulega eftir þótt að ferðamannastraumurinn væri enn öflugur. Þannig má segja að fjöldi ferðamanna í september sé álíka og hann var í sumarmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þann 10. ágúst s.l. kostaði evran ríflega 146 krónur. Í dag kostar hún tæplega 157 krónur sem er veiking um 6% á einum mánuði. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að á móti ferðamannagjaldeyrinum komi síðan þær greiðslur í gjaldeyri úr landinu sem leyfilegar eru. Í ágúst hafi farið saman um 1,5 milljarðar kr. í vaxtagreiðslur til erlendra fjárfesta úr stórum ríkisbréfaflokki og uppgreiðsla Reykjanesbæjar á síðasta erlenda láninu sínu upp á um 800 milljónir kr. Jón Bjarki segir að eflaust megi nefna fleiri slíkar greiðslur. Þá megi nefna að þeir sem þurfa að greiða af erlendum lánum sínum geta fengið gjaldeyri til slíks með töluverðum fyrirvara. Jón Bjarki bendir á að þar sem árstíðabundin uppsveifla á gengi krónunnar að sumri sé orðin staðreynd nýti menn sem þurfi að greiða af erlendum lánum sér það til að kaupa gjaldeyri þegar gengið er hvað sterkast og noti svo til að greiða af lánunum síðar. Á móti kemur að þessi kaup ættu að jafna út niðursveiflu krónunnar á komandi vetri. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Mikil veiking á gengi krónunnar hefur komið mönnum á óvart einkum vegna þess að flæði ferðamannagjaldeyris til landsins hefur aldrei verið meira. En veikingin á sér eðlilegar skýringar. Sú helsta er að vegna hafta og strangra takmarkana á gjaldeyrisviðskiptum er markaðurinn svo grunnur að lítið þarf til að sveifla krónunni í sitthvora áttina. Enn eitt metið í fjölda ferðamanna var slegið í sumar og um leið styrktist gengi krónunnar myndarlega fram í miðjan ágústmánuð. Eftir það fór gengið að gefa verulega eftir þótt að ferðamannastraumurinn væri enn öflugur. Þannig má segja að fjöldi ferðamanna í september sé álíka og hann var í sumarmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þann 10. ágúst s.l. kostaði evran ríflega 146 krónur. Í dag kostar hún tæplega 157 krónur sem er veiking um 6% á einum mánuði. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að á móti ferðamannagjaldeyrinum komi síðan þær greiðslur í gjaldeyri úr landinu sem leyfilegar eru. Í ágúst hafi farið saman um 1,5 milljarðar kr. í vaxtagreiðslur til erlendra fjárfesta úr stórum ríkisbréfaflokki og uppgreiðsla Reykjanesbæjar á síðasta erlenda láninu sínu upp á um 800 milljónir kr. Jón Bjarki segir að eflaust megi nefna fleiri slíkar greiðslur. Þá megi nefna að þeir sem þurfa að greiða af erlendum lánum sínum geta fengið gjaldeyri til slíks með töluverðum fyrirvara. Jón Bjarki bendir á að þar sem árstíðabundin uppsveifla á gengi krónunnar að sumri sé orðin staðreynd nýti menn sem þurfi að greiða af erlendum lánum sér það til að kaupa gjaldeyri þegar gengið er hvað sterkast og noti svo til að greiða af lánunum síðar. Á móti kemur að þessi kaup ættu að jafna út niðursveiflu krónunnar á komandi vetri.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira