Þrír menn og króna Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar 25. maí 2012 06:00 Árið 2006 tókum við hjónin lán fyrir íbúð. Við áttum von á okkar fyrsta barni og fannst ábyrgðarlaust að vera ekki búin að festa rætur í fasteign áður en barnið kæmi. Við tókum lán upp á 18 milljónir sem stæði í dag í tæpum 27 milljónum eftir afborganir. Ákvörðun okkar um að taka lán færði nýja barninu ekki öryggi og festu, heldur gerði foreldrana að áhættufjárfestum. Íbúðina seldum við svo fyrir um ári fyrir 23 milljónir. Ef lánið hefði verið tekið í evruríki væru eftirstöðvarnar hins vegar um 15 milljónir og við værum 11 milljónum ríkari. Eftir þessa reynslu er gremjulegt að fylgjast með stjórnmálamönnum tala um krónuna eins og hún sé bara unglingur í uppreisn. Þar eru fyrirferðamestir formennirnir Steingrímur J., Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð, sem telja að vandi krónunnar sé sú uppeldisstefna sem hefur verið notuð hingað til, en ekki sú staðreynd að myntin okkar er sú eina í öndunarvél í allri Evrópu. Krónan í höndum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þó aldrei verið fyrirmyndarbarn og féll gagnvart dönsku vinkonu sinni um 99,5% frá því þær skildu. Steingrímur J. hefur haft þrjú ár til að reyna að hemja krónuna en ekki tekist en þrátt fyrir allt blasir sú staðreynd við að lífvænleiki krónunnar er ekkert betri í dag en hann var í upphafi kjörtímabilsins. Formennirnir þrír láta þó hvorki þessar né aðrar sögulegar staðreyndir trufla sannfæringu sína fyrir því að þrátt fyrir allt séu þeir og auðvitað bara þeir, hver um sig, sá pabbi sem getur skikkað krónubarnið til hlýðni. Með fullri virðingu fyrir drengslegu sjálfstrausti þá geta stjórnmálamenn ekki lengur eytt tíma í að blaðra um óraunhæfar lausnir. Við áhættufjárfestar heimilanna höfum einfaldlega ekki efni á því. Ein raunhæf leið til framtíðar, sem margar þjóðir hafa valið, er að taka upp evru með aðild að ESB. Í vikunni opnaði vefurinn lan.jaisland.is þar sem allir geta gert samanburð á húsnæðisláninu sínu á milli kjara á Íslandi og á evrusvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2006 tókum við hjónin lán fyrir íbúð. Við áttum von á okkar fyrsta barni og fannst ábyrgðarlaust að vera ekki búin að festa rætur í fasteign áður en barnið kæmi. Við tókum lán upp á 18 milljónir sem stæði í dag í tæpum 27 milljónum eftir afborganir. Ákvörðun okkar um að taka lán færði nýja barninu ekki öryggi og festu, heldur gerði foreldrana að áhættufjárfestum. Íbúðina seldum við svo fyrir um ári fyrir 23 milljónir. Ef lánið hefði verið tekið í evruríki væru eftirstöðvarnar hins vegar um 15 milljónir og við værum 11 milljónum ríkari. Eftir þessa reynslu er gremjulegt að fylgjast með stjórnmálamönnum tala um krónuna eins og hún sé bara unglingur í uppreisn. Þar eru fyrirferðamestir formennirnir Steingrímur J., Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð, sem telja að vandi krónunnar sé sú uppeldisstefna sem hefur verið notuð hingað til, en ekki sú staðreynd að myntin okkar er sú eina í öndunarvél í allri Evrópu. Krónan í höndum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þó aldrei verið fyrirmyndarbarn og féll gagnvart dönsku vinkonu sinni um 99,5% frá því þær skildu. Steingrímur J. hefur haft þrjú ár til að reyna að hemja krónuna en ekki tekist en þrátt fyrir allt blasir sú staðreynd við að lífvænleiki krónunnar er ekkert betri í dag en hann var í upphafi kjörtímabilsins. Formennirnir þrír láta þó hvorki þessar né aðrar sögulegar staðreyndir trufla sannfæringu sína fyrir því að þrátt fyrir allt séu þeir og auðvitað bara þeir, hver um sig, sá pabbi sem getur skikkað krónubarnið til hlýðni. Með fullri virðingu fyrir drengslegu sjálfstrausti þá geta stjórnmálamenn ekki lengur eytt tíma í að blaðra um óraunhæfar lausnir. Við áhættufjárfestar heimilanna höfum einfaldlega ekki efni á því. Ein raunhæf leið til framtíðar, sem margar þjóðir hafa valið, er að taka upp evru með aðild að ESB. Í vikunni opnaði vefurinn lan.jaisland.is þar sem allir geta gert samanburð á húsnæðisláninu sínu á milli kjara á Íslandi og á evrusvæðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar