Svar við bréfi Sighvats Jóhannes Gunnarsson skrifar 25. maí 2012 06:00 Í stuttri grein Sighvats Björgvinssonar í Fréttablaðinu 24. maí sl. þar sem hann þakkar fyrir svar mitt við grein hans í sama blaði mánudaginn 21. maí ber hann enn fram nokkrar spurningar sem sjálfsagt er að svara. 1. Hefur verið vel og nákvæmlega skilgreint hvaða þjónustu á að veita, hvað til hennar þarf af húsnæði, sérmenntuðu starfsliði, tækjum og búnaði? Hvað kostar að kaupa og hvað kostar að reka? Hvar er þessar upplýsingar að finna? Svar: Já, að sjálfsögðu hefur verið gengið út frá skilgreindri þjónustu sem miðast í stórum dráttum við þá stöðu sem Landspítali hefur nú þegar sem sérhæft sjúkrahús fyrir allt landið og nærþjónusta fyrir höfuðborgarsvæðið auk þess að vera háskólasjúkrahús landsins. Umfangsmikil þarfagreiningarvinna fór fram í upphafi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun legurúma frá því sem var þegar þessi vinna fór fram árið 2006 þrátt fyrir gríðarlega fjölgun í þeim aldurshópum sem mest þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda. Um allt þetta má lesa nánar í ítarlegum upplýsingum um verkefnið á vef þess, www.nyrlandspitali.is. 2. Landspítali er og hefur verið háskólasjúkrahús. Hártoganir um skilgreiningu á því breyta engu um bygginguna sem slíka. 3. Varðandi stefnumörkun um sjúkrahúsþjónustu á landsvísu verður að beina spurningum til yfirvalda heilbrigðismála en benda má á að þáttur minnstu landsbyggðarsjúkrahúsanna í bráðaþjónustu er ekki meiri en svo að hann er aðeins brot af því sem fylgir breyttri aldursdreifingu á næstu tveim áratugunum. 4. Að lokum verð ég að viðurkenna að ég hef ekki þekkingu til að tjá mig um hvort sjúkrahúsin sem Sighvatur telur upp henti vel sem hjúkrunarheimili aldraðra en mér sýnist flest hjúkrunarheimili stefna í þá átt að þar verði að mestu eða eingöngu boðið upp á einbýli og ýmsum sérþörfum sinnt sem ekki er gert ráð fyrir í þessum húsum. Enn og aftur vísast á velferðarráðuneytið. Sighvatur er velkominn hvenær sem er á fund okkar sem vinnum að undirbúningi nýs Landspítala og gjarnan að hann taki með sér þá sem áhuga hafa á að kynna sér málefnið nánar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir "Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins“ Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu. 25. maí 2012 06:00 Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00 Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00 Takk, Jóhannes Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 24. maí 2012 06:00 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í stuttri grein Sighvats Björgvinssonar í Fréttablaðinu 24. maí sl. þar sem hann þakkar fyrir svar mitt við grein hans í sama blaði mánudaginn 21. maí ber hann enn fram nokkrar spurningar sem sjálfsagt er að svara. 1. Hefur verið vel og nákvæmlega skilgreint hvaða þjónustu á að veita, hvað til hennar þarf af húsnæði, sérmenntuðu starfsliði, tækjum og búnaði? Hvað kostar að kaupa og hvað kostar að reka? Hvar er þessar upplýsingar að finna? Svar: Já, að sjálfsögðu hefur verið gengið út frá skilgreindri þjónustu sem miðast í stórum dráttum við þá stöðu sem Landspítali hefur nú þegar sem sérhæft sjúkrahús fyrir allt landið og nærþjónusta fyrir höfuðborgarsvæðið auk þess að vera háskólasjúkrahús landsins. Umfangsmikil þarfagreiningarvinna fór fram í upphafi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun legurúma frá því sem var þegar þessi vinna fór fram árið 2006 þrátt fyrir gríðarlega fjölgun í þeim aldurshópum sem mest þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda. Um allt þetta má lesa nánar í ítarlegum upplýsingum um verkefnið á vef þess, www.nyrlandspitali.is. 2. Landspítali er og hefur verið háskólasjúkrahús. Hártoganir um skilgreiningu á því breyta engu um bygginguna sem slíka. 3. Varðandi stefnumörkun um sjúkrahúsþjónustu á landsvísu verður að beina spurningum til yfirvalda heilbrigðismála en benda má á að þáttur minnstu landsbyggðarsjúkrahúsanna í bráðaþjónustu er ekki meiri en svo að hann er aðeins brot af því sem fylgir breyttri aldursdreifingu á næstu tveim áratugunum. 4. Að lokum verð ég að viðurkenna að ég hef ekki þekkingu til að tjá mig um hvort sjúkrahúsin sem Sighvatur telur upp henti vel sem hjúkrunarheimili aldraðra en mér sýnist flest hjúkrunarheimili stefna í þá átt að þar verði að mestu eða eingöngu boðið upp á einbýli og ýmsum sérþörfum sinnt sem ekki er gert ráð fyrir í þessum húsum. Enn og aftur vísast á velferðarráðuneytið. Sighvatur er velkominn hvenær sem er á fund okkar sem vinnum að undirbúningi nýs Landspítala og gjarnan að hann taki með sér þá sem áhuga hafa á að kynna sér málefnið nánar.
"Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins“ Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu. 25. maí 2012 06:00
Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00
Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00
Takk, Jóhannes Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 24. maí 2012 06:00
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun