Fiskveiðistjórnunin. Allan sannleikann, takk! Hörður Bergmann skrifar 25. maí 2012 06:00 Ógnandi mynd er nú þrengt inn í þjóðarsálina með auglýsingum og fyrirsögnum í fjölmiðlum um frumvörp um fiskveiðistjórnun og veiðigjald. Hamrað er á því að verið sé að gera árás á undirstöðuatvinnuveg og landsbyggðina; gera meirihluta útgerðarfyrirtækja gjaldþrota með hóflausum álögum og skattheimtu. Annað kemur í ljós ef að er gáð. Skoðum tvær gildar ástæður þess að fullyrðingar um útgerðarhrun og atvinnubrest vegna ákvæða í umræddum frumvörpum standast ekki; þau skapa ekki skuldavanda og gjaldþrotahættu. Sá vandi vofir nefnilega einkum yfir þeim fyrirtækjum í útgerð sem reistu sér svikamyllur í samstarfi við bankastjóra á tíma sem nefndur var góðæri. Þegar myllurnar hrundu kom í ljós um 550 milljarða skuld sem var að miklu leyti byggð á ofurveðsetningu aflaheimilda. Þessi ofurlán fóru ekki öll í fjárfestingu innan greinarinnar og bitna því enn á rekstrinum þrátt fyrir hrikalegt gengisfall sem útgerð og fiskvinnsla hagnast á en þrengir hag almennings. Samt hefur tekist að skipa öflugan grátkór til að syngja um það að ekki megi auka útgjöld og þyngja skuldabyrði, sem telja verður sjálfskaparvíti fremur en ógnun, í nýjum frumvörpum um fiskveiðistjórnun. Einnig er vert að hafa í huga hvað lagt er til grundvallar í frumvarpi um veiðigjald. Því er lýst svo á vefsíðum forsætisráðuneytisins: „Veiðigjöld verða tvískipt, annars vegar grunngjald sem allir greiða, 8 kr. fyrir þorskígildiskíló og hins vegar sérstakt veiðigjald, sem verður tengt áætlaðri rentu hvers árs og skilar þjóðinni réttmætri auðlindarentu. […] Grunngjaldið er hugsað til að standa undir stofnunum ríkisins við stjórn fiskveiða.“ Í þessu felst það að ekki er hætta á að fyrirtæki í eðlilegum rekstri fari á hausinn vegna veiðigjalds, það verður einungis hluti af svokallaðri auðlindarentu, hluti af því sem eftir verður þegar útgerðin hefur greitt allan rekstrarkostnað og tekið eðlilega arðsemi úr rekstrinum. Þá skulu fyrirtækin skipta því sem eftir stendur með almenningi. Sé enginn hagnaður greiðir útgerðin einungis grunngjaldið, eitthvað upp í rekstrarkostnað þjónustustofnana sinna. Eigandi auðlindarinnar fær engan hlut af auðlindarentu séu fyrirtækin með nýtingarréttin illa skuldsett eða rekin á hæpnum grunni af öðrum ástæðum. Frumvarpið virðist þannig tryggja útgerðum landsins gott skjól. Furða hvílíkt ramakvein hefur verið rekið upp af talsmönnum fyrirtækja sem njóta þeirra forréttinda í íslenska markaðsþjóðfélaginu að geta notað eftirsóttan, verðmætan veiðirétt svo til ókeypis í áratugi og sjá nú fram á að fá hann fyrir samningsbundna þóknun í 20+15 ár. Furðu margir taka undir, jafnvel sjómenn og sveitarstjórnarmenn. Það finnst mér torskilið, en ég skil vel þá sem gagnrýna þá grunnhugmynd ríkisstjórnarflokkanna að hyggjast lengja svo rækilega eins árs nýtingarrétt þeirra sem sitja að fádæma forréttindum í stað þess að innkalla réttinn í áföngum og bjóða hann svo upp á markaði. Búum við enn við svo rótgróið auðvald með slík tengsl inni á Alþingi að opið markaðsþjóðfélag telst óhugsandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ógnandi mynd er nú þrengt inn í þjóðarsálina með auglýsingum og fyrirsögnum í fjölmiðlum um frumvörp um fiskveiðistjórnun og veiðigjald. Hamrað er á því að verið sé að gera árás á undirstöðuatvinnuveg og landsbyggðina; gera meirihluta útgerðarfyrirtækja gjaldþrota með hóflausum álögum og skattheimtu. Annað kemur í ljós ef að er gáð. Skoðum tvær gildar ástæður þess að fullyrðingar um útgerðarhrun og atvinnubrest vegna ákvæða í umræddum frumvörpum standast ekki; þau skapa ekki skuldavanda og gjaldþrotahættu. Sá vandi vofir nefnilega einkum yfir þeim fyrirtækjum í útgerð sem reistu sér svikamyllur í samstarfi við bankastjóra á tíma sem nefndur var góðæri. Þegar myllurnar hrundu kom í ljós um 550 milljarða skuld sem var að miklu leyti byggð á ofurveðsetningu aflaheimilda. Þessi ofurlán fóru ekki öll í fjárfestingu innan greinarinnar og bitna því enn á rekstrinum þrátt fyrir hrikalegt gengisfall sem útgerð og fiskvinnsla hagnast á en þrengir hag almennings. Samt hefur tekist að skipa öflugan grátkór til að syngja um það að ekki megi auka útgjöld og þyngja skuldabyrði, sem telja verður sjálfskaparvíti fremur en ógnun, í nýjum frumvörpum um fiskveiðistjórnun. Einnig er vert að hafa í huga hvað lagt er til grundvallar í frumvarpi um veiðigjald. Því er lýst svo á vefsíðum forsætisráðuneytisins: „Veiðigjöld verða tvískipt, annars vegar grunngjald sem allir greiða, 8 kr. fyrir þorskígildiskíló og hins vegar sérstakt veiðigjald, sem verður tengt áætlaðri rentu hvers árs og skilar þjóðinni réttmætri auðlindarentu. […] Grunngjaldið er hugsað til að standa undir stofnunum ríkisins við stjórn fiskveiða.“ Í þessu felst það að ekki er hætta á að fyrirtæki í eðlilegum rekstri fari á hausinn vegna veiðigjalds, það verður einungis hluti af svokallaðri auðlindarentu, hluti af því sem eftir verður þegar útgerðin hefur greitt allan rekstrarkostnað og tekið eðlilega arðsemi úr rekstrinum. Þá skulu fyrirtækin skipta því sem eftir stendur með almenningi. Sé enginn hagnaður greiðir útgerðin einungis grunngjaldið, eitthvað upp í rekstrarkostnað þjónustustofnana sinna. Eigandi auðlindarinnar fær engan hlut af auðlindarentu séu fyrirtækin með nýtingarréttin illa skuldsett eða rekin á hæpnum grunni af öðrum ástæðum. Frumvarpið virðist þannig tryggja útgerðum landsins gott skjól. Furða hvílíkt ramakvein hefur verið rekið upp af talsmönnum fyrirtækja sem njóta þeirra forréttinda í íslenska markaðsþjóðfélaginu að geta notað eftirsóttan, verðmætan veiðirétt svo til ókeypis í áratugi og sjá nú fram á að fá hann fyrir samningsbundna þóknun í 20+15 ár. Furðu margir taka undir, jafnvel sjómenn og sveitarstjórnarmenn. Það finnst mér torskilið, en ég skil vel þá sem gagnrýna þá grunnhugmynd ríkisstjórnarflokkanna að hyggjast lengja svo rækilega eins árs nýtingarrétt þeirra sem sitja að fádæma forréttindum í stað þess að innkalla réttinn í áföngum og bjóða hann svo upp á markaði. Búum við enn við svo rótgróið auðvald með slík tengsl inni á Alþingi að opið markaðsþjóðfélag telst óhugsandi?
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun