Viltu nota milljarð? Sigurður Benediktsson skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Á síðustu árum hafa ekki verið nýttar um 1.200 milljónir króna til tannlækninga, fjármunir sem alþingismenn hafa ákveðið að skuli nýttir til að greiða niður tannlæknaþjónustu í landinu. Í stað þess hefur viðmiðunargjaldskrá ráðherra staðið óbreytt í nánast áratug og því ekki farið að vilja alþingismanna. Kemur í ljós þegar skoðaðar eru opinberar tölur að útgjöld ríkisins til tannlækninga hafa aðeins hækkað um 2% á 19 ára tímabili, frá árinu 1991 til ársins 2010. Á meðan hefur verðlag hækkað um 134%. Um þetta er ekki deilt. Nú stígur velferðarráðherra fram og ætlar að skera niður fjárveitingu í stað þess að hækka einfaldlega ráðherragjaldskrána og þannig nýta þessa fjármuni barnafjölskyldum til hagsbóta. Nei, það er víst ekki hægt vegna þess að samningar nást ekki við tannlækna og því komin allt í einu fullkomin afsökun fyrir því að hafa ekki nýtt lögbundið fé í mörg undanfarin ár. Tannlæknar eru ekki að fara fram á launahækkanir í þessu samhengi því gjaldskrá þeirra er frjáls og keppa þeir sín á milli í verði og þjónustu. Því er alveg fráleitt að koma stjórnvaldsákvörðun um skerðingu fjármuna yfir á tannlækna. Hvort heldur ráðherra ákveði að hækka endurgreiðsluskrána um 50%, 70% eða 100%, hefði það ekki áhrif á laun tannlæknisins. Það myndi einfaldlega auka niðurgreiðslu tannlæknareikninga t.d. barna sem þessu næmi. Tannlæknir hefur eina gildandi gjaldskrá fyrir alla sína viðskiptavini og á t.d. niðurgreiðsla ríkisins fyrir tryggða sjúklinga ekki að hafa áhrif á verðlagningu tannlæknis á tannlæknisverkum sem hann vinnur á ótryggðum viðskiptavini. Kannanir hafa raunar sýnt að hækkun raunútgjalda heimilanna var minnst í tannlæknisþjónustunni af allri heilbrigðisþjónustu á landinu sem heimilin sækja. Ef ráðherra vill semja um fasta verðskrá fyrir tannlæknisverk er nauðsynlegt að sú verðskrá endurspegli raunkostnað þjónustunnar og er 70% hækkun ráðherragjaldskrár, eins og ráðherra býður, alls ekki nægjanleg að mati tannlækna til að reka tannlæknastofu. Raunar hafa tannlæknar margsinnis boðið yfirvöldum að óháður aðili fari yfir kostnað við rekstur tannlæknastofu en því hefur alltaf verið hafnað af hálfu yfirvalda. Ef samkomulag næðist um fasta gjaldskrá yrði að vísitölutengja a.m.k. kostnaðarhluta rekstursins, en hann er um tveir þriðju hlutar innkomu tannlæknastofu. Þriðji hluti er launahluti tannlæknis. Ef kostnaðarhluti fylgir ekki verðlagi er ljóst að laun tannlæknisins myndu lækka sem því nemur og gæti tannlæknirinn því ekki fylgt launavísitölu á Íslandi. Það vill hins vegar þannig til að á Íslandi er töluvert um tannskemmdir, líklega vegna óheyrilegrar sykurneyslu og vegna þess að forvarnir eru ekki í fyrirrúmi. Því hafa verkefni verið mikil fyrir tannlækna undanfarin ár og þeir því unnið mjög langa vinnudaga og tekið stutt neysluhlé. Reyndar er það svo að tannlæknar mega ekki hafa samræmda gjaldskrá skv. samkeppnislögum og þyrfti að skera úr um það með ótvíræðum hætti hvort samræmd gjaldskrá væri brot á þessum lögum. Tannlæknar hafa reglulega bent á ósamræmi í heilbrigðisþjónustunni og hversu lævíslega heilbrigðisyfirvöld hafa dregið úr útgjöldum til tannlækninga miðað við aðra heilbrigðisþjónustu. Svo langt hefur þetta gengið undanfarin ár að málið þolir orðið enga skoðun og hefur tannlæknum fundist heilbrigðisyfirvöld og embættismenn einbeita sér að því að skjóta sendiboðann frekar en að ræða raunverulegar lausnir og sýna í verki vilja til að snúa við þessari óheillaþróun. En tannheilsa er hins vegar á ábyrgð einstaklingsins og bera foreldrar ábyrgð á tannheilsu barna sinna og neysluvenjum. Ekki er hægt að líta á það sem sjálfgefinn hlut að skattpeningum sé varið í sjúkdóma sem eru algerlega fyrirbyggjanlegir eins og tannskemmdir svo sannarlega eru. Því þurfa heilbrigðisyfirvöld að hafa þá framtíðarsýn að tryggja þegnum landsins góða tannheilsu, sem myndi spara gífurlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Tannlæknafélagið lauk á síðasta ári við stefnumótun um bætta tannheilsu barna og unglinga og hefur þessi vinna verið kynnt yfirvöldum. Þar eru góðar tillögur um hvernig hægt væri að bæta tannheilsu íslenskra barna ásamt forgangsröðun í áhættuhópa þannig að fjármunir nýtist sem best. Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu Tannlæknafélagsins, www.tannsi.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa ekki verið nýttar um 1.200 milljónir króna til tannlækninga, fjármunir sem alþingismenn hafa ákveðið að skuli nýttir til að greiða niður tannlæknaþjónustu í landinu. Í stað þess hefur viðmiðunargjaldskrá ráðherra staðið óbreytt í nánast áratug og því ekki farið að vilja alþingismanna. Kemur í ljós þegar skoðaðar eru opinberar tölur að útgjöld ríkisins til tannlækninga hafa aðeins hækkað um 2% á 19 ára tímabili, frá árinu 1991 til ársins 2010. Á meðan hefur verðlag hækkað um 134%. Um þetta er ekki deilt. Nú stígur velferðarráðherra fram og ætlar að skera niður fjárveitingu í stað þess að hækka einfaldlega ráðherragjaldskrána og þannig nýta þessa fjármuni barnafjölskyldum til hagsbóta. Nei, það er víst ekki hægt vegna þess að samningar nást ekki við tannlækna og því komin allt í einu fullkomin afsökun fyrir því að hafa ekki nýtt lögbundið fé í mörg undanfarin ár. Tannlæknar eru ekki að fara fram á launahækkanir í þessu samhengi því gjaldskrá þeirra er frjáls og keppa þeir sín á milli í verði og þjónustu. Því er alveg fráleitt að koma stjórnvaldsákvörðun um skerðingu fjármuna yfir á tannlækna. Hvort heldur ráðherra ákveði að hækka endurgreiðsluskrána um 50%, 70% eða 100%, hefði það ekki áhrif á laun tannlæknisins. Það myndi einfaldlega auka niðurgreiðslu tannlæknareikninga t.d. barna sem þessu næmi. Tannlæknir hefur eina gildandi gjaldskrá fyrir alla sína viðskiptavini og á t.d. niðurgreiðsla ríkisins fyrir tryggða sjúklinga ekki að hafa áhrif á verðlagningu tannlæknis á tannlæknisverkum sem hann vinnur á ótryggðum viðskiptavini. Kannanir hafa raunar sýnt að hækkun raunútgjalda heimilanna var minnst í tannlæknisþjónustunni af allri heilbrigðisþjónustu á landinu sem heimilin sækja. Ef ráðherra vill semja um fasta verðskrá fyrir tannlæknisverk er nauðsynlegt að sú verðskrá endurspegli raunkostnað þjónustunnar og er 70% hækkun ráðherragjaldskrár, eins og ráðherra býður, alls ekki nægjanleg að mati tannlækna til að reka tannlæknastofu. Raunar hafa tannlæknar margsinnis boðið yfirvöldum að óháður aðili fari yfir kostnað við rekstur tannlæknastofu en því hefur alltaf verið hafnað af hálfu yfirvalda. Ef samkomulag næðist um fasta gjaldskrá yrði að vísitölutengja a.m.k. kostnaðarhluta rekstursins, en hann er um tveir þriðju hlutar innkomu tannlæknastofu. Þriðji hluti er launahluti tannlæknis. Ef kostnaðarhluti fylgir ekki verðlagi er ljóst að laun tannlæknisins myndu lækka sem því nemur og gæti tannlæknirinn því ekki fylgt launavísitölu á Íslandi. Það vill hins vegar þannig til að á Íslandi er töluvert um tannskemmdir, líklega vegna óheyrilegrar sykurneyslu og vegna þess að forvarnir eru ekki í fyrirrúmi. Því hafa verkefni verið mikil fyrir tannlækna undanfarin ár og þeir því unnið mjög langa vinnudaga og tekið stutt neysluhlé. Reyndar er það svo að tannlæknar mega ekki hafa samræmda gjaldskrá skv. samkeppnislögum og þyrfti að skera úr um það með ótvíræðum hætti hvort samræmd gjaldskrá væri brot á þessum lögum. Tannlæknar hafa reglulega bent á ósamræmi í heilbrigðisþjónustunni og hversu lævíslega heilbrigðisyfirvöld hafa dregið úr útgjöldum til tannlækninga miðað við aðra heilbrigðisþjónustu. Svo langt hefur þetta gengið undanfarin ár að málið þolir orðið enga skoðun og hefur tannlæknum fundist heilbrigðisyfirvöld og embættismenn einbeita sér að því að skjóta sendiboðann frekar en að ræða raunverulegar lausnir og sýna í verki vilja til að snúa við þessari óheillaþróun. En tannheilsa er hins vegar á ábyrgð einstaklingsins og bera foreldrar ábyrgð á tannheilsu barna sinna og neysluvenjum. Ekki er hægt að líta á það sem sjálfgefinn hlut að skattpeningum sé varið í sjúkdóma sem eru algerlega fyrirbyggjanlegir eins og tannskemmdir svo sannarlega eru. Því þurfa heilbrigðisyfirvöld að hafa þá framtíðarsýn að tryggja þegnum landsins góða tannheilsu, sem myndi spara gífurlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Tannlæknafélagið lauk á síðasta ári við stefnumótun um bætta tannheilsu barna og unglinga og hefur þessi vinna verið kynnt yfirvöldum. Þar eru góðar tillögur um hvernig hægt væri að bæta tannheilsu íslenskra barna ásamt forgangsröðun í áhættuhópa þannig að fjármunir nýtist sem best. Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu Tannlæknafélagsins, www.tannsi.is
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun