Viltu nota milljarð? Sigurður Benediktsson skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Á síðustu árum hafa ekki verið nýttar um 1.200 milljónir króna til tannlækninga, fjármunir sem alþingismenn hafa ákveðið að skuli nýttir til að greiða niður tannlæknaþjónustu í landinu. Í stað þess hefur viðmiðunargjaldskrá ráðherra staðið óbreytt í nánast áratug og því ekki farið að vilja alþingismanna. Kemur í ljós þegar skoðaðar eru opinberar tölur að útgjöld ríkisins til tannlækninga hafa aðeins hækkað um 2% á 19 ára tímabili, frá árinu 1991 til ársins 2010. Á meðan hefur verðlag hækkað um 134%. Um þetta er ekki deilt. Nú stígur velferðarráðherra fram og ætlar að skera niður fjárveitingu í stað þess að hækka einfaldlega ráðherragjaldskrána og þannig nýta þessa fjármuni barnafjölskyldum til hagsbóta. Nei, það er víst ekki hægt vegna þess að samningar nást ekki við tannlækna og því komin allt í einu fullkomin afsökun fyrir því að hafa ekki nýtt lögbundið fé í mörg undanfarin ár. Tannlæknar eru ekki að fara fram á launahækkanir í þessu samhengi því gjaldskrá þeirra er frjáls og keppa þeir sín á milli í verði og þjónustu. Því er alveg fráleitt að koma stjórnvaldsákvörðun um skerðingu fjármuna yfir á tannlækna. Hvort heldur ráðherra ákveði að hækka endurgreiðsluskrána um 50%, 70% eða 100%, hefði það ekki áhrif á laun tannlæknisins. Það myndi einfaldlega auka niðurgreiðslu tannlæknareikninga t.d. barna sem þessu næmi. Tannlæknir hefur eina gildandi gjaldskrá fyrir alla sína viðskiptavini og á t.d. niðurgreiðsla ríkisins fyrir tryggða sjúklinga ekki að hafa áhrif á verðlagningu tannlæknis á tannlæknisverkum sem hann vinnur á ótryggðum viðskiptavini. Kannanir hafa raunar sýnt að hækkun raunútgjalda heimilanna var minnst í tannlæknisþjónustunni af allri heilbrigðisþjónustu á landinu sem heimilin sækja. Ef ráðherra vill semja um fasta verðskrá fyrir tannlæknisverk er nauðsynlegt að sú verðskrá endurspegli raunkostnað þjónustunnar og er 70% hækkun ráðherragjaldskrár, eins og ráðherra býður, alls ekki nægjanleg að mati tannlækna til að reka tannlæknastofu. Raunar hafa tannlæknar margsinnis boðið yfirvöldum að óháður aðili fari yfir kostnað við rekstur tannlæknastofu en því hefur alltaf verið hafnað af hálfu yfirvalda. Ef samkomulag næðist um fasta gjaldskrá yrði að vísitölutengja a.m.k. kostnaðarhluta rekstursins, en hann er um tveir þriðju hlutar innkomu tannlæknastofu. Þriðji hluti er launahluti tannlæknis. Ef kostnaðarhluti fylgir ekki verðlagi er ljóst að laun tannlæknisins myndu lækka sem því nemur og gæti tannlæknirinn því ekki fylgt launavísitölu á Íslandi. Það vill hins vegar þannig til að á Íslandi er töluvert um tannskemmdir, líklega vegna óheyrilegrar sykurneyslu og vegna þess að forvarnir eru ekki í fyrirrúmi. Því hafa verkefni verið mikil fyrir tannlækna undanfarin ár og þeir því unnið mjög langa vinnudaga og tekið stutt neysluhlé. Reyndar er það svo að tannlæknar mega ekki hafa samræmda gjaldskrá skv. samkeppnislögum og þyrfti að skera úr um það með ótvíræðum hætti hvort samræmd gjaldskrá væri brot á þessum lögum. Tannlæknar hafa reglulega bent á ósamræmi í heilbrigðisþjónustunni og hversu lævíslega heilbrigðisyfirvöld hafa dregið úr útgjöldum til tannlækninga miðað við aðra heilbrigðisþjónustu. Svo langt hefur þetta gengið undanfarin ár að málið þolir orðið enga skoðun og hefur tannlæknum fundist heilbrigðisyfirvöld og embættismenn einbeita sér að því að skjóta sendiboðann frekar en að ræða raunverulegar lausnir og sýna í verki vilja til að snúa við þessari óheillaþróun. En tannheilsa er hins vegar á ábyrgð einstaklingsins og bera foreldrar ábyrgð á tannheilsu barna sinna og neysluvenjum. Ekki er hægt að líta á það sem sjálfgefinn hlut að skattpeningum sé varið í sjúkdóma sem eru algerlega fyrirbyggjanlegir eins og tannskemmdir svo sannarlega eru. Því þurfa heilbrigðisyfirvöld að hafa þá framtíðarsýn að tryggja þegnum landsins góða tannheilsu, sem myndi spara gífurlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Tannlæknafélagið lauk á síðasta ári við stefnumótun um bætta tannheilsu barna og unglinga og hefur þessi vinna verið kynnt yfirvöldum. Þar eru góðar tillögur um hvernig hægt væri að bæta tannheilsu íslenskra barna ásamt forgangsröðun í áhættuhópa þannig að fjármunir nýtist sem best. Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu Tannlæknafélagsins, www.tannsi.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa ekki verið nýttar um 1.200 milljónir króna til tannlækninga, fjármunir sem alþingismenn hafa ákveðið að skuli nýttir til að greiða niður tannlæknaþjónustu í landinu. Í stað þess hefur viðmiðunargjaldskrá ráðherra staðið óbreytt í nánast áratug og því ekki farið að vilja alþingismanna. Kemur í ljós þegar skoðaðar eru opinberar tölur að útgjöld ríkisins til tannlækninga hafa aðeins hækkað um 2% á 19 ára tímabili, frá árinu 1991 til ársins 2010. Á meðan hefur verðlag hækkað um 134%. Um þetta er ekki deilt. Nú stígur velferðarráðherra fram og ætlar að skera niður fjárveitingu í stað þess að hækka einfaldlega ráðherragjaldskrána og þannig nýta þessa fjármuni barnafjölskyldum til hagsbóta. Nei, það er víst ekki hægt vegna þess að samningar nást ekki við tannlækna og því komin allt í einu fullkomin afsökun fyrir því að hafa ekki nýtt lögbundið fé í mörg undanfarin ár. Tannlæknar eru ekki að fara fram á launahækkanir í þessu samhengi því gjaldskrá þeirra er frjáls og keppa þeir sín á milli í verði og þjónustu. Því er alveg fráleitt að koma stjórnvaldsákvörðun um skerðingu fjármuna yfir á tannlækna. Hvort heldur ráðherra ákveði að hækka endurgreiðsluskrána um 50%, 70% eða 100%, hefði það ekki áhrif á laun tannlæknisins. Það myndi einfaldlega auka niðurgreiðslu tannlæknareikninga t.d. barna sem þessu næmi. Tannlæknir hefur eina gildandi gjaldskrá fyrir alla sína viðskiptavini og á t.d. niðurgreiðsla ríkisins fyrir tryggða sjúklinga ekki að hafa áhrif á verðlagningu tannlæknis á tannlæknisverkum sem hann vinnur á ótryggðum viðskiptavini. Kannanir hafa raunar sýnt að hækkun raunútgjalda heimilanna var minnst í tannlæknisþjónustunni af allri heilbrigðisþjónustu á landinu sem heimilin sækja. Ef ráðherra vill semja um fasta verðskrá fyrir tannlæknisverk er nauðsynlegt að sú verðskrá endurspegli raunkostnað þjónustunnar og er 70% hækkun ráðherragjaldskrár, eins og ráðherra býður, alls ekki nægjanleg að mati tannlækna til að reka tannlæknastofu. Raunar hafa tannlæknar margsinnis boðið yfirvöldum að óháður aðili fari yfir kostnað við rekstur tannlæknastofu en því hefur alltaf verið hafnað af hálfu yfirvalda. Ef samkomulag næðist um fasta gjaldskrá yrði að vísitölutengja a.m.k. kostnaðarhluta rekstursins, en hann er um tveir þriðju hlutar innkomu tannlæknastofu. Þriðji hluti er launahluti tannlæknis. Ef kostnaðarhluti fylgir ekki verðlagi er ljóst að laun tannlæknisins myndu lækka sem því nemur og gæti tannlæknirinn því ekki fylgt launavísitölu á Íslandi. Það vill hins vegar þannig til að á Íslandi er töluvert um tannskemmdir, líklega vegna óheyrilegrar sykurneyslu og vegna þess að forvarnir eru ekki í fyrirrúmi. Því hafa verkefni verið mikil fyrir tannlækna undanfarin ár og þeir því unnið mjög langa vinnudaga og tekið stutt neysluhlé. Reyndar er það svo að tannlæknar mega ekki hafa samræmda gjaldskrá skv. samkeppnislögum og þyrfti að skera úr um það með ótvíræðum hætti hvort samræmd gjaldskrá væri brot á þessum lögum. Tannlæknar hafa reglulega bent á ósamræmi í heilbrigðisþjónustunni og hversu lævíslega heilbrigðisyfirvöld hafa dregið úr útgjöldum til tannlækninga miðað við aðra heilbrigðisþjónustu. Svo langt hefur þetta gengið undanfarin ár að málið þolir orðið enga skoðun og hefur tannlæknum fundist heilbrigðisyfirvöld og embættismenn einbeita sér að því að skjóta sendiboðann frekar en að ræða raunverulegar lausnir og sýna í verki vilja til að snúa við þessari óheillaþróun. En tannheilsa er hins vegar á ábyrgð einstaklingsins og bera foreldrar ábyrgð á tannheilsu barna sinna og neysluvenjum. Ekki er hægt að líta á það sem sjálfgefinn hlut að skattpeningum sé varið í sjúkdóma sem eru algerlega fyrirbyggjanlegir eins og tannskemmdir svo sannarlega eru. Því þurfa heilbrigðisyfirvöld að hafa þá framtíðarsýn að tryggja þegnum landsins góða tannheilsu, sem myndi spara gífurlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Tannlæknafélagið lauk á síðasta ári við stefnumótun um bætta tannheilsu barna og unglinga og hefur þessi vinna verið kynnt yfirvöldum. Þar eru góðar tillögur um hvernig hægt væri að bæta tannheilsu íslenskra barna ásamt forgangsröðun í áhættuhópa þannig að fjármunir nýtist sem best. Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu Tannlæknafélagsins, www.tannsi.is
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun