Handbolti

Eins og að missa Ólaf Stefánsson

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir.
Rakel Dögg Bragadóttir. Mynd/Anton
Rakel Dögg Bragadóttir var ekki með á þessu heimsmeistaramóti vegna meiðsla, en hún sleit krossband í hægra hné rétt fyrir mótið. Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari þekkir vel til Rakelar enda er hann þjálfari Levanger í Noregi þar sem Rakel hefur leikið undanfarin ár.

Ágúst segir að hann hafi ekki viljað ræða mikið um fjarveru Rakelar meðan á mótinu stóð en hann veltir því fyrir sér líkt og margir aðrir hvernig liðinu hefði gengið á HM ef Rakel hefði verið með.

„Það átta sig ekki allir á því hvað það er stórt að missa Rakel út. Það er bara eins og að Ólafur Stefánsson væri ekki með karlalandsliðinu. Rakel er okkar besti leikmaður heilt yfir, gríðarlega mikilvæg fyrir þetta lið. Liðið þjappaði sér saman eftir að þetta varð ljóst 10 dögum fyrir mót," sagði Ágúst.

„Rakel tók að sér ýmis hlutverk með liðinu, hún ræddi við leikmenn og kom þeim upp á réttum tíma. Hún á stóran þátt í þessum árangri og hún er sannur leiðtogi í þessu liði,“ sagði Ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×