
Sjálfsblekkingin um 2007
Lífskjör á lánum verða aldrei varanleg. Viðskiptahallinn 2005 og 2006 var um 500 milljarðar króna. Það eru um 6 milljónir króna á hverja fjölskyldu. Vorið 2008 lýsir Seðlabankinn stöðunni þannig að kaupmáttur virtist umtalsvert meiri en staðist gæti til lengdar og „aldrei hafa heimili og fyrirtæki verið svo skuldsett, viðskiptahallinn aldrei verið meiri, útlánavöxtur aldrei jafn hraður að raungildi og eignaverð aldrei hærra“.
Gengi krónunnar var falskt um árabil, landsmenn lifðu af fölskum kaupmætti og fengu meira fyrir krónuna en nokkur innistæða var fyrir. Raunverðið kom fram þegar gengið féll.
Þessi sjálfsblekking stendur allri framþróun fyrir þrifum. Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið.
En það er alltaf einhver sem borgar. Meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi. Þegar horfst verður í augu við staðreyndir kemst þjóðin af stað til þess að vinna sig út úr vandanum. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það verða lakari lífskjör um skeið og það þarf að borga skuldir. En engu að síður verða hér góð lífskjör á alþjóðlegan mælikvarða. Það þarf að minnka ríkisútgjöld og auka verðmætasköpun. Það þarf að veiða meiri fisk, vinna hann meira, virkja orku, meiri stóriðju, fleiri ferðamenn og nýta tónlistarhúsið sem aðdráttarafl og þannig má áfram telja. Það þarf að skapa verðmæti í stað þess að eyða í dag tekjum framtíðarinnar. Það er leiðin áfram.
Skoðun

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar