Umfjöllun: Soskic tryggði Grindavík sigur á KR Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 3. mars 2011 21:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Grindvíkingar hefndu í kvöld fyrir tapið í úrslitum bikarkeppninnar er þeir fóru í Vesturbæinn og lögðu KR með einu stigi, 104-105. KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur. Spiluðu sterka vörn og keyrðu svo hratt á Grindvíkingana. Það skilaði þeim fljótlega ellefu stiga forskot, 20-9. Grindvíkingar eru aftur á móti ólseigir. Þeir neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í sjö stig áður en fyrsti leikhluti var allur, 29-22. KR-ingar voru áfram skrefi á undan þökk sé fínum leik Marcus Walker, Brynjars Þórs og Pavels. Hinum megin var Ryan "Albatross" Pettinella afar drjúgur undir körfunni og Grindvíkingar söxuðu á forskot KR. Litlu breytti að Nick Bradford væri ekki að finna sig og munurinn aðeins þrjú stig í leikhléi, 46-43 Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var veikur og gat hvorki spilað né stýrt sínu liði í kvöld. Aðstoðarmaður hans, Guðmundur Bragason, hafði ákaflega lítið að segja við sína menn í leikhléi en þeir voru komnir aftur út á gólf tveim mínútum eftir að blásið var til leikhlés. Ræðurnar þurfa greinilega ekki alltaf að vera langar því Grindjánar mættu geysilega beittir til síðari hálfleiks og náðu að komast yfir, 59-61. Páll Axel að spila mjög vel á meðan KR-ingar voru að taka illa ígrunduð skot hvað eftir annað. Grindavík leiddi því þegar einn leikhluti var eftir. Staðan 73-77. Grindvíkingar héldu áfram að vera grimmir í lokaleikhlutanum. Ólafur Ólafsson fór mikinn á meðan nafni hans Ægisson hélt KR inn í leiknum með mögnuðum körfum. Baráttan á lokamínútunum var rosaleg en þá skiptust liðin á að hafa forystuna. Ryan Pettinella kom Grindavík í 102-103 þegar innan við mínúta var eftir. Brynjar Þór, sem hafði komið inn fyrir sjóðheitan Ólaf Ægisson, klikkaði í kjölfarið og Grindjánar með pálmann í höndunum. Jón Orri braut á Pettinella þegar 23 sekúndur voru eftir. Hann klúðraði báðum og KR komst í sókn. Marcus Walker skoraði pressukörfu þegar sex sekúndur voru eftir, 104-103 fyrir KR og Grindavík tók leikhlé. Mladen Soskic keyrði að körfunni og skoraði af miklu harðfylgi. Tíminn of lítill fyrir KR og Grindavík fagnaði sigri.KR - Grindavík 104-105 (46-43)KR: Marcus Walker 31/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 18, Brynjar Þór Björnsson 14, Ólafur Már Ægisson 14, Pavel Ermolinskij 9/6 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Finnur Atli Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Páll Fannar Helgason 1.Grindavík: Ryan Pettinella 26/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 25/6 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 19, Mladen Soskic 17/8 fráköst, Nick Bradford 8/7 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45 Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00 Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59 Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Grindvíkingar hefndu í kvöld fyrir tapið í úrslitum bikarkeppninnar er þeir fóru í Vesturbæinn og lögðu KR með einu stigi, 104-105. KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur. Spiluðu sterka vörn og keyrðu svo hratt á Grindvíkingana. Það skilaði þeim fljótlega ellefu stiga forskot, 20-9. Grindvíkingar eru aftur á móti ólseigir. Þeir neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í sjö stig áður en fyrsti leikhluti var allur, 29-22. KR-ingar voru áfram skrefi á undan þökk sé fínum leik Marcus Walker, Brynjars Þórs og Pavels. Hinum megin var Ryan "Albatross" Pettinella afar drjúgur undir körfunni og Grindvíkingar söxuðu á forskot KR. Litlu breytti að Nick Bradford væri ekki að finna sig og munurinn aðeins þrjú stig í leikhléi, 46-43 Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var veikur og gat hvorki spilað né stýrt sínu liði í kvöld. Aðstoðarmaður hans, Guðmundur Bragason, hafði ákaflega lítið að segja við sína menn í leikhléi en þeir voru komnir aftur út á gólf tveim mínútum eftir að blásið var til leikhlés. Ræðurnar þurfa greinilega ekki alltaf að vera langar því Grindjánar mættu geysilega beittir til síðari hálfleiks og náðu að komast yfir, 59-61. Páll Axel að spila mjög vel á meðan KR-ingar voru að taka illa ígrunduð skot hvað eftir annað. Grindavík leiddi því þegar einn leikhluti var eftir. Staðan 73-77. Grindvíkingar héldu áfram að vera grimmir í lokaleikhlutanum. Ólafur Ólafsson fór mikinn á meðan nafni hans Ægisson hélt KR inn í leiknum með mögnuðum körfum. Baráttan á lokamínútunum var rosaleg en þá skiptust liðin á að hafa forystuna. Ryan Pettinella kom Grindavík í 102-103 þegar innan við mínúta var eftir. Brynjar Þór, sem hafði komið inn fyrir sjóðheitan Ólaf Ægisson, klikkaði í kjölfarið og Grindjánar með pálmann í höndunum. Jón Orri braut á Pettinella þegar 23 sekúndur voru eftir. Hann klúðraði báðum og KR komst í sókn. Marcus Walker skoraði pressukörfu þegar sex sekúndur voru eftir, 104-103 fyrir KR og Grindavík tók leikhlé. Mladen Soskic keyrði að körfunni og skoraði af miklu harðfylgi. Tíminn of lítill fyrir KR og Grindavík fagnaði sigri.KR - Grindavík 104-105 (46-43)KR: Marcus Walker 31/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 18, Brynjar Þór Björnsson 14, Ólafur Már Ægisson 14, Pavel Ermolinskij 9/6 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Finnur Atli Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Páll Fannar Helgason 1.Grindavík: Ryan Pettinella 26/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 25/6 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 19, Mladen Soskic 17/8 fráköst, Nick Bradford 8/7 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45 Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00 Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59 Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45
Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00
Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59
Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30