Umfjöllun: Soskic tryggði Grindavík sigur á KR Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 3. mars 2011 21:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Grindvíkingar hefndu í kvöld fyrir tapið í úrslitum bikarkeppninnar er þeir fóru í Vesturbæinn og lögðu KR með einu stigi, 104-105. KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur. Spiluðu sterka vörn og keyrðu svo hratt á Grindvíkingana. Það skilaði þeim fljótlega ellefu stiga forskot, 20-9. Grindvíkingar eru aftur á móti ólseigir. Þeir neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í sjö stig áður en fyrsti leikhluti var allur, 29-22. KR-ingar voru áfram skrefi á undan þökk sé fínum leik Marcus Walker, Brynjars Þórs og Pavels. Hinum megin var Ryan "Albatross" Pettinella afar drjúgur undir körfunni og Grindvíkingar söxuðu á forskot KR. Litlu breytti að Nick Bradford væri ekki að finna sig og munurinn aðeins þrjú stig í leikhléi, 46-43 Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var veikur og gat hvorki spilað né stýrt sínu liði í kvöld. Aðstoðarmaður hans, Guðmundur Bragason, hafði ákaflega lítið að segja við sína menn í leikhléi en þeir voru komnir aftur út á gólf tveim mínútum eftir að blásið var til leikhlés. Ræðurnar þurfa greinilega ekki alltaf að vera langar því Grindjánar mættu geysilega beittir til síðari hálfleiks og náðu að komast yfir, 59-61. Páll Axel að spila mjög vel á meðan KR-ingar voru að taka illa ígrunduð skot hvað eftir annað. Grindavík leiddi því þegar einn leikhluti var eftir. Staðan 73-77. Grindvíkingar héldu áfram að vera grimmir í lokaleikhlutanum. Ólafur Ólafsson fór mikinn á meðan nafni hans Ægisson hélt KR inn í leiknum með mögnuðum körfum. Baráttan á lokamínútunum var rosaleg en þá skiptust liðin á að hafa forystuna. Ryan Pettinella kom Grindavík í 102-103 þegar innan við mínúta var eftir. Brynjar Þór, sem hafði komið inn fyrir sjóðheitan Ólaf Ægisson, klikkaði í kjölfarið og Grindjánar með pálmann í höndunum. Jón Orri braut á Pettinella þegar 23 sekúndur voru eftir. Hann klúðraði báðum og KR komst í sókn. Marcus Walker skoraði pressukörfu þegar sex sekúndur voru eftir, 104-103 fyrir KR og Grindavík tók leikhlé. Mladen Soskic keyrði að körfunni og skoraði af miklu harðfylgi. Tíminn of lítill fyrir KR og Grindavík fagnaði sigri.KR - Grindavík 104-105 (46-43)KR: Marcus Walker 31/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 18, Brynjar Þór Björnsson 14, Ólafur Már Ægisson 14, Pavel Ermolinskij 9/6 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Finnur Atli Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Páll Fannar Helgason 1.Grindavík: Ryan Pettinella 26/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 25/6 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 19, Mladen Soskic 17/8 fráköst, Nick Bradford 8/7 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45 Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00 Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59 Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Grindvíkingar hefndu í kvöld fyrir tapið í úrslitum bikarkeppninnar er þeir fóru í Vesturbæinn og lögðu KR með einu stigi, 104-105. KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur. Spiluðu sterka vörn og keyrðu svo hratt á Grindvíkingana. Það skilaði þeim fljótlega ellefu stiga forskot, 20-9. Grindvíkingar eru aftur á móti ólseigir. Þeir neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í sjö stig áður en fyrsti leikhluti var allur, 29-22. KR-ingar voru áfram skrefi á undan þökk sé fínum leik Marcus Walker, Brynjars Þórs og Pavels. Hinum megin var Ryan "Albatross" Pettinella afar drjúgur undir körfunni og Grindvíkingar söxuðu á forskot KR. Litlu breytti að Nick Bradford væri ekki að finna sig og munurinn aðeins þrjú stig í leikhléi, 46-43 Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var veikur og gat hvorki spilað né stýrt sínu liði í kvöld. Aðstoðarmaður hans, Guðmundur Bragason, hafði ákaflega lítið að segja við sína menn í leikhléi en þeir voru komnir aftur út á gólf tveim mínútum eftir að blásið var til leikhlés. Ræðurnar þurfa greinilega ekki alltaf að vera langar því Grindjánar mættu geysilega beittir til síðari hálfleiks og náðu að komast yfir, 59-61. Páll Axel að spila mjög vel á meðan KR-ingar voru að taka illa ígrunduð skot hvað eftir annað. Grindavík leiddi því þegar einn leikhluti var eftir. Staðan 73-77. Grindvíkingar héldu áfram að vera grimmir í lokaleikhlutanum. Ólafur Ólafsson fór mikinn á meðan nafni hans Ægisson hélt KR inn í leiknum með mögnuðum körfum. Baráttan á lokamínútunum var rosaleg en þá skiptust liðin á að hafa forystuna. Ryan Pettinella kom Grindavík í 102-103 þegar innan við mínúta var eftir. Brynjar Þór, sem hafði komið inn fyrir sjóðheitan Ólaf Ægisson, klikkaði í kjölfarið og Grindjánar með pálmann í höndunum. Jón Orri braut á Pettinella þegar 23 sekúndur voru eftir. Hann klúðraði báðum og KR komst í sókn. Marcus Walker skoraði pressukörfu þegar sex sekúndur voru eftir, 104-103 fyrir KR og Grindavík tók leikhlé. Mladen Soskic keyrði að körfunni og skoraði af miklu harðfylgi. Tíminn of lítill fyrir KR og Grindavík fagnaði sigri.KR - Grindavík 104-105 (46-43)KR: Marcus Walker 31/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 18, Brynjar Þór Björnsson 14, Ólafur Már Ægisson 14, Pavel Ermolinskij 9/6 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Finnur Atli Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Páll Fannar Helgason 1.Grindavík: Ryan Pettinella 26/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 25/6 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 19, Mladen Soskic 17/8 fráköst, Nick Bradford 8/7 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45 Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00 Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59 Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45
Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00
Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59
Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30