Handbolti

Þorgerður Anna valin í HM-hóp Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sólveig Lára Kjærnested, lengst til vinstri, fer ekki með á HM en Dagný Skúladóttir og Stella Sigurðardóttir eru báðar í hópnum.
Sólveig Lára Kjærnested, lengst til vinstri, fer ekki með á HM en Dagný Skúladóttir og Stella Sigurðardóttir eru báðar í hópnum. Mynd/Anton
Þorgerður Anna Atladóttir er ein sextán leikmanna sem var valin í leikmannahóp Íslands fyrir heimsmeistarakeppnina í Brasilíu sem hefst í byrjun desember.

Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hvaða sextán leikmenn hann valdi til að fara til Brasilíu. Rut Jónsdóttir er ein þeirra en hún hefur verið að glíma við meiðsli í haust.

Rakel Dögg Bragadóttir fer hins vegar ekki með þar sem hún sleit krossband í hné í síðustu viku. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður Vals, er fyrirliði í hennar stað.

Þá vekur athygli að báðir landsliðsmarkverðirnir koma úr Val. Sunneva Einarsdóttir var valin á kostnað Ólafar Kolbrúnar Ragnarsdóttur úr HK.

Hópurinn er þannig skipaður:

Mark

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Valur

Sunneva Einarsdóttir, Valur

Vinstra horn

Ásta Birna Gunnardóttir, Fram

Dagný Skúladóttir, Valur

Vinstri skytta

Harpa Sif Eyjólfsdóttir, Sparvagens HF

Hrafnhildur Skúladóttir, Valur (Fyrirliði)

Stella Sigurðardóttir, Fram

Þorgerður Anna Atladóttir, Valur

Miðja

Karen Knútsdóttir, HSB Blomberg-Lippe

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, Valur

Hægri skytta

Birna Berg Haraldsdóttir, Fram

Rut Arnfjörd Jónsdóttir, Team Tvis Holstebro

Hægra horn

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjarnan (Varafyrirliði)

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Team Tvis Holstebro

Lína

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur

Arna Sif Pálsdóttir, Aalborg DH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×