Tiger Woods mun ekki keppa á opna bandaríska meistaramótinu 8. júní 2011 12:15 Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Nordic Photos/Getty Images Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda. „Ég er gríðarlega vonsvikinn að geta ekki keppt á opna bandaríska meistaramótinu. Ég ákvað að hlýða fyrirmælum lækna og horfa til framtíðar. Ég hafði gert mér vonir um að geta keppt, en það var áhætta sem fylgdi því,“ sagði Woods en hann er meiddur á hné og hásin. Woods ætlar sér að taka þátt á þeim stórmótum sem eftir eru á árinu, opna breska meistaramótinu sem fram fer í júlí og PGA meistaramótinu sem fram fer í ágúst. Woods hefur þrívegis sigrað á opna bandaríska meistaramótinu en alls hefur hann unnið 14 stórmót. Aðeins Jack Nicklaus er með fleiri titla á stórmótum – alls 18. Woods hætti keppni eftir aðeins 9 holur á fyrsta keppnisdegi á Players meistaramótinu á dögunum. Hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum og er í 13. sæti heimslistans. Hann hefur ekki sigrað á stórmóti frá því hann vann opna bandaríska meistaramótið á Torrey Pines en þar sleit hann krossband í hné og lauk keppni draghaltur og þjáður. Woods endaði í fjórða sæti á Mastersmótinu á Augusta sem er fyrsta stórmót ársins. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda. „Ég er gríðarlega vonsvikinn að geta ekki keppt á opna bandaríska meistaramótinu. Ég ákvað að hlýða fyrirmælum lækna og horfa til framtíðar. Ég hafði gert mér vonir um að geta keppt, en það var áhætta sem fylgdi því,“ sagði Woods en hann er meiddur á hné og hásin. Woods ætlar sér að taka þátt á þeim stórmótum sem eftir eru á árinu, opna breska meistaramótinu sem fram fer í júlí og PGA meistaramótinu sem fram fer í ágúst. Woods hefur þrívegis sigrað á opna bandaríska meistaramótinu en alls hefur hann unnið 14 stórmót. Aðeins Jack Nicklaus er með fleiri titla á stórmótum – alls 18. Woods hætti keppni eftir aðeins 9 holur á fyrsta keppnisdegi á Players meistaramótinu á dögunum. Hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum og er í 13. sæti heimslistans. Hann hefur ekki sigrað á stórmóti frá því hann vann opna bandaríska meistaramótið á Torrey Pines en þar sleit hann krossband í hné og lauk keppni draghaltur og þjáður. Woods endaði í fjórða sæti á Mastersmótinu á Augusta sem er fyrsta stórmót ársins.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira