Viðskipti innlent

Hagstæð framkvæmdalán hjá Íslandsbanka út árið

Einstaklingar í viðskiptum við Íslandsbanka geta sótt um hagstæð framkvæmdalán til fyrsta janúar 2012 í kjölfarið á því að stjórnvöldu ákváðu að framlengja átakinu „Allir vinna" út árið 2011.

Í tilkynningu segir að Íslandsbanki hefur tekið þátt í þessu hvatningarátaki stjórnvalda og atvinnulífsins frá því í júlí 2010 með því að bjóða einstaklingum í viðskiptum við bankann hagstæð framkvæmdalán á sérstökum kjörum. Um er að ræða óverðtryggð skuldabréfalán með breytilegum kjörvöxtum skv. vaxtatöflu bankans hverju sinni.

Engin lántökugjöld eru á framkvæmdarlánum Íslandsbanka

Lánin bera 5,75% óverðtryggða vexti en vaxtakjör sambærilegra skuldabréfalána eru í dag frá 7,25 miðað við vaxtatöflu Íslandsbanka 1.1.2011

Lánstími getur numið allt að fimm árum og umsóknarfrestur er til 1. janúar 2012

Lánin eru veitt til einstaklinga með trausta viðskiptasögu og góða greiðslugetu. Hámarksfjárhæð hvers láns er 1,5 milljónir króna gegn veði en veitt eru lán án veðs allt að 750.000 kr. að undangengnu mati á greiðslugetu. Þessi lán eru veitt til framkvæmda eða endurbóta á fasteignum, lóðum eða sumarhúsum. Afgreiðsla lánanna byggir á reikningum fyrir vöru- eða þjónustukaupum fram til 30. september 2011.

Framkvæmdalán Íslandsbanka eru liður í þátttöku bankans í átakinu „Allir vinna" með stjórnvöldum og atvinnulífinu en átakið miðar að því að hvetja einstaklinga til að leggja sitt af mörkum til sköpunar atvinnu á Íslandi. Þeir sem ráðast í framkvæmdir á heimilinu eða í sumarhúsinu eiga rétt á 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnulaunum og skattafrádrætti sem getur numið allt að 300.000 kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×