Segir Glitni hafa lagt áherslu á lán vegna sölutryggingar 24. janúar 2011 11:52 Vilhjálmur Bjarnason Lektor í viðskiptafræði segir að Glitnir hafi lagt ofuráherslu að lána fyrir stofnfjáraukningu í Byr því bankinn hafi sölutryggt stofnfjáraukninguna en lán voru í mörgum tilvikum veitt til skuldara með lélegt lánstraust og þá var blekkingum beitt. Á föstudaginn voru þrír einstaklingar sem tekið höfðu lán hjá Glitni banka til að fjármagna stofnfjáraukningu í Byr og Sparisjóði Norðlendinga, sem síðar sameinaðist Byr, sýknaðir af kröfum Íslandsbanka. Í dómunum kemur fram að Glitnir virðist hafa lánað til fólks án nokkurrar skoðunar. Hvort sem um var að ræða börn, eða háaldraða, ný einkahlutafélög án eigna eða fólk á vanskilaskrá. Því var jafnframt slegið föstu að í einhverjum tilvikum hafi blekkingum verið beitt svo fólk tæki lán til að kaupa bréfin.Hagur Glitnis að lána Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði við HÍ, segir að það hafi verið hagur Glitnis banka að lána fyrir stofnfjáraukningunni þar sem bankinn hafi sölutryggt hana. „Það var gerður samningur um sölutryggingu og með því var bankinn kominn með þetta sem skuldbindingu hjá sér og því kom þetta til framdráttar á eigin fé bankans í útreikningum um styrkleika bankans. Þannig að þetta í raun rýrði starfsgetu bankans," segir Vilhjálmur. Hann segir að Glitnir hafi því þurft að koma þessu af sér og því hafi verið gott að hafa sem flesta kaupendur að stofnfjárbréfum. Síðar hafi verið leitt í ljós að einu tryggingarnar fyrir lánunum hafi verið stofnfjárbréfin sjálf. „Þetta er í rauninni leikur í reikningshaldi. Þannig að geta þessara tveggja lánastofnanna til samans hún skánar ekkert." Vilhjálmur segir að síðar hafi komið í ljós að andvirði lánanna hafi aldrei farið út úr Glitni. Engar millifærslur hafi átt sér stað. „Skýringin á því er að þarna var verið að leika leik varðandi sameignarsjóð sparisjóðanna. Það átti að rýra hann og búa til einhvers konar samstæðu úr Glitni og Byr. Það lá alltaf fyrir að þetta var hluti af sameiningarferli," segir Vilhjálmur. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Lektor í viðskiptafræði segir að Glitnir hafi lagt ofuráherslu að lána fyrir stofnfjáraukningu í Byr því bankinn hafi sölutryggt stofnfjáraukninguna en lán voru í mörgum tilvikum veitt til skuldara með lélegt lánstraust og þá var blekkingum beitt. Á föstudaginn voru þrír einstaklingar sem tekið höfðu lán hjá Glitni banka til að fjármagna stofnfjáraukningu í Byr og Sparisjóði Norðlendinga, sem síðar sameinaðist Byr, sýknaðir af kröfum Íslandsbanka. Í dómunum kemur fram að Glitnir virðist hafa lánað til fólks án nokkurrar skoðunar. Hvort sem um var að ræða börn, eða háaldraða, ný einkahlutafélög án eigna eða fólk á vanskilaskrá. Því var jafnframt slegið föstu að í einhverjum tilvikum hafi blekkingum verið beitt svo fólk tæki lán til að kaupa bréfin.Hagur Glitnis að lána Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði við HÍ, segir að það hafi verið hagur Glitnis banka að lána fyrir stofnfjáraukningunni þar sem bankinn hafi sölutryggt hana. „Það var gerður samningur um sölutryggingu og með því var bankinn kominn með þetta sem skuldbindingu hjá sér og því kom þetta til framdráttar á eigin fé bankans í útreikningum um styrkleika bankans. Þannig að þetta í raun rýrði starfsgetu bankans," segir Vilhjálmur. Hann segir að Glitnir hafi því þurft að koma þessu af sér og því hafi verið gott að hafa sem flesta kaupendur að stofnfjárbréfum. Síðar hafi verið leitt í ljós að einu tryggingarnar fyrir lánunum hafi verið stofnfjárbréfin sjálf. „Þetta er í rauninni leikur í reikningshaldi. Þannig að geta þessara tveggja lánastofnanna til samans hún skánar ekkert." Vilhjálmur segir að síðar hafi komið í ljós að andvirði lánanna hafi aldrei farið út úr Glitni. Engar millifærslur hafi átt sér stað. „Skýringin á því er að þarna var verið að leika leik varðandi sameignarsjóð sparisjóðanna. Það átti að rýra hann og búa til einhvers konar samstæðu úr Glitni og Byr. Það lá alltaf fyrir að þetta var hluti af sameiningarferli," segir Vilhjálmur.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira