Handbolti

Stelpurnar okkar í strandblaki - myndir

Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta nýttu frídaginn á HM í Brasilíu í gær til að lyfta sér aðeins upp og skelltu þær sér í strandblak í góða veðrinu.

Eins og venja er var skipt í tvö lið, ungir og gamlir, en með þessu var verið að reyna að breyta til og gera eitthvað annað en þær höfðu gert eftir komuna til Brasilíu í síðustu viku.

Æfingin hófst með því að hlaupa á ströndinni til að hita upp, svo var farið í strandblak áður en stelpurnar skelltu sér í sjóinn. Höfðu menn mjög gaman að.

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, hefur fylgst vel með HM kvenna í Brasilíu og tók þessar myndir í gær.

Mynd/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×