Erlent

Sakar Frakka um þjóðarmorð

Recep Tayyip Erdogan
Recep Tayyip Erdogan Nordicphotos/AP
„Talið er að Frakkar hafi frá 1945 drepið um 15 prósent alsírsku þjóðarinnar. Það er þjóðarmorð,“ segir Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.

Þetta er nýjasta útspil hans í deilu Frakka og Tyrkja um það hvort rétt sé að kalla fjöldamorð á Armenum í átökum við Tyrki á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar þjóðarmorð.



Franska þingið samþykkti í vikunni lög sem banna fólki að afneita því að þessi fjöldamorð teljist þjóðarmorð.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×