Erlent

Amagermaður í lífstíðarfangelsi

Amagermaðurinn, Marcel Lychau Hansen, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi. Á 23ja ára tímabili myrti hann tvær konur og nauðgaði sex öðrum, síðast táningsstúlku á síðasta ári.

Það mál varð til þess að tengja saman nokkur óleyst mál og bárust böndin að Hansen, sem var fljótlega handtekinn.

Í réttarhöldunum neitaði hann sök, þrátt fyrir að lífssýni tengdu hann við mörg brotanna. Sagði hann ljóst að annar maður, með sama DNA og hann sjálfur, hefði greinilega framið afbrotin.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×