Anna Úrsúla: Bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. desember 2011 08:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir vill ekki horfa þegar íslenska landsliðið fær víti á HM í Brasilíu. Mynd/Pjetur Það er löngu vitað að afreksfólk í íþróttum notar ótrúlegustu hluti og aðferðir til þess að róa taugarnar. Leikmenn íslenska kvennalandsliðið í handbolta eru þar engin undantekning. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fer fremst í flokki á þessu sviði hjá HM-liði Íslands. Línumaðurinn sterki er ekki með taugar í það að horfa á liðsfélaga sína taka vítaköst. Hún snýr alltaf baki í markið þegar íslenska liðið tekur víti, eins og sjá má á myndinni sem Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók á leiknum gegn Svartfjallalandi í gær. „Þetta er bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér sem ég byrjaði á í fyrstu úrslitakeppninni með Val,“ sagði Anna og hló þegar hún var spurð um þessa hluti á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Anna Úrsúla er mun vanari því að taka vítaköstin sjálf, en hún er ekki fyrsti valkostur hjá íslenska liðinu á þessu móti. Var stressuð yfir vítunum„Ég var bara stressuð yfir þessum vítaköstum á þessum tíma og fór að gera þetta. Fór bara aftur að punktalínu á varnarhelmingnum, krossaði fingur og vonaði það besta. Mér fannst þetta virka svo vel að ég hélt bara áfram að gera þetta,“ sagði Anna en hún hefur einnig reynt að „afsanna“ þessa hjátrú með mjög „óvísindalegum hætti“. „Ég var eitthvað farin að efast um þetta um daginn. Og hætti að gera þetta, sneri að markinu, og þá klúðraði hún sem tók vítið fyrir okkur. Þannig að það er engin spurning um að ég verð að halda þessu rugli áfram.“ Anna tekur það skýrt fram að hún sé ekki að lýsa yfir vantrausti á þá leikmenn sem taki vítin fyrir Ísland. „Ég treysti þeim 100%, Karen (Knútsdóttir) og Stella (Sigurðardóttir) hafa séð um þetta. Jenný markvörður (Guðný Jenný Ásmundsdóttir) lætur mig bara vita hvernig þetta fer hjá þeim í hvert sinn.“ Var verri í fótboltanumLandsliðskonan segir að hún hafi verið mun verri í þessari hjátrú þegar hún var að æfa og keppa í fótbolta. „Þá var ég alveg í ruglinu og með hrikalega marga hluti sem ég varð alltaf að gera eins fyrir hvern leik. Núna læt ég þetta eina skrýtna atriði nægja.“ Eins og gefur að skilja er Anna Úrsúla ekki sú eina í íslenska liðinu sem er með einhverja siði eða hjátrú sem þurfa að vera í lagi fyrir leik. Hún þarf aðeins að hugsa sig um þegar hún er beðin um að nefna eitthvað mjög undarlegt. Þórey þolir ekki úfna fléttu„Það toppar ekkert það sem Þórey (Rósa Stefánsdóttir) gerði fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi. Hún þurfti að gera fléttuna í hárið fjórum sinnum því hún má ekki vera úfin. Þannig er þetta hjá henni, úfin flétta er sama og lélegur leikur. Þetta er mjög mismunandi eftir fólki. Sumir gera þetta til þess að róa sig og ef það virkar er um að gera halda því bara áfram. Ef mér líður vel með þetta held ég þessu áfram – ekki nema ég fari að taka vítinn, en ég á ekki von á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Það er löngu vitað að afreksfólk í íþróttum notar ótrúlegustu hluti og aðferðir til þess að róa taugarnar. Leikmenn íslenska kvennalandsliðið í handbolta eru þar engin undantekning. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fer fremst í flokki á þessu sviði hjá HM-liði Íslands. Línumaðurinn sterki er ekki með taugar í það að horfa á liðsfélaga sína taka vítaköst. Hún snýr alltaf baki í markið þegar íslenska liðið tekur víti, eins og sjá má á myndinni sem Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók á leiknum gegn Svartfjallalandi í gær. „Þetta er bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér sem ég byrjaði á í fyrstu úrslitakeppninni með Val,“ sagði Anna og hló þegar hún var spurð um þessa hluti á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Anna Úrsúla er mun vanari því að taka vítaköstin sjálf, en hún er ekki fyrsti valkostur hjá íslenska liðinu á þessu móti. Var stressuð yfir vítunum„Ég var bara stressuð yfir þessum vítaköstum á þessum tíma og fór að gera þetta. Fór bara aftur að punktalínu á varnarhelmingnum, krossaði fingur og vonaði það besta. Mér fannst þetta virka svo vel að ég hélt bara áfram að gera þetta,“ sagði Anna en hún hefur einnig reynt að „afsanna“ þessa hjátrú með mjög „óvísindalegum hætti“. „Ég var eitthvað farin að efast um þetta um daginn. Og hætti að gera þetta, sneri að markinu, og þá klúðraði hún sem tók vítið fyrir okkur. Þannig að það er engin spurning um að ég verð að halda þessu rugli áfram.“ Anna tekur það skýrt fram að hún sé ekki að lýsa yfir vantrausti á þá leikmenn sem taki vítin fyrir Ísland. „Ég treysti þeim 100%, Karen (Knútsdóttir) og Stella (Sigurðardóttir) hafa séð um þetta. Jenný markvörður (Guðný Jenný Ásmundsdóttir) lætur mig bara vita hvernig þetta fer hjá þeim í hvert sinn.“ Var verri í fótboltanumLandsliðskonan segir að hún hafi verið mun verri í þessari hjátrú þegar hún var að æfa og keppa í fótbolta. „Þá var ég alveg í ruglinu og með hrikalega marga hluti sem ég varð alltaf að gera eins fyrir hvern leik. Núna læt ég þetta eina skrýtna atriði nægja.“ Eins og gefur að skilja er Anna Úrsúla ekki sú eina í íslenska liðinu sem er með einhverja siði eða hjátrú sem þurfa að vera í lagi fyrir leik. Hún þarf aðeins að hugsa sig um þegar hún er beðin um að nefna eitthvað mjög undarlegt. Þórey þolir ekki úfna fléttu„Það toppar ekkert það sem Þórey (Rósa Stefánsdóttir) gerði fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi. Hún þurfti að gera fléttuna í hárið fjórum sinnum því hún má ekki vera úfin. Þannig er þetta hjá henni, úfin flétta er sama og lélegur leikur. Þetta er mjög mismunandi eftir fólki. Sumir gera þetta til þess að róa sig og ef það virkar er um að gera halda því bara áfram. Ef mér líður vel með þetta held ég þessu áfram – ekki nema ég fari að taka vítinn, en ég á ekki von á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira