Ný stjórnskipan og hvað svo? Auðun Daníelsson skrifar 15. nóvember 2011 11:00 Stjórnlagaráð sendi frá sér frumvarp til stjórnskipunarlaga nýverið og í kjölfarið hefur skapast umræða um breytingar á stöðu forseta lýðveldins, þá hvort að um valdameiri forseta sé að ræða eða ekki. Þetta er í raun spurning um túlkun en hver hefur vald til að túlka stjórnarskrána í reynd? Handhafar ríkisvalds á hverjum tíma eru þeir sem hafa mótað túlkun á núverandi stjórnarskrá og framkvæmd hennar. Samkvæmt frumvarpi stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga er þessu fyrirkomulagi ekki breytt. Vert er að velta því fyrir sér með nýrri stjórnskipan hvort valdhöfum eigi sjálfum að vera frjálst að túlka verksvið og mörk valds síns samkvæmt nýrri stjórnarskrá? Franski stjórnspekingurinn Montesquieu taldi að valdhöfum hætti til að misnota vald sitt og að vald þeirra yrði ekki takmarkað nema með valdi. Kenning hans gekk út á þrískiptingu ríkisvaldsins, það er löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald. Hver valdhafi ætti að tempra vald annars. Þar af leiðandi er það hluti dómstóla í slíkri valdtemprun að hafa eftirlit með að löggjafar- og framkvæmdarvaldið fari í hvívetna eftir fyrirmælum stjórnarskrár. Gallinn er sá að dómstólum er ekki alltaf fært að sinna þessari eftirlitsskyldu sinni. Eðli málsins samkvæmt hafa dómstólar ekki heimild til að taka mál upp að eigin frumkvæði en ákvarðanir stjórnvalda eru stundum þess eðlis að enginn er þess bær að höfða dómsmál. Að mínum dómi þyrfti að vera virkara eftirlit með nýrri stjórnarskrá og tryggja að rétt væri farið með hina nýju stjórnskipan. Slíkur eftirlitsaðili þyrfti því að hafa úrskurðarvald um hvort fyrirhuguð lagasetning væri samrýmanleg stjórnarskránni og hvort ákvarðanir handhafa framkvæmdarvaldsins væru í samræmi við stjórnarskrá. Eins þyrfti hann að geta verið ráðgefandi fyrir stjórnvöld, sem gætu óskað álits varðandi lögmæti tilvonandi athafna. Hver gæti farið með þetta vald svo almenn sátt yrði? Ég tel að hugsanleg lausn á þessu væri að koma hér á millidómstigi, það er að hér á landi yrðu þrjú dómstig í stað tveggja. Með því myndi vinnuálag hjá Hæstarétti fara minnkandi og þá væri hægt í leiðinni að auka eftirlitshlutverk Hæstaréttar með stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði þá heimild til að setja saman fjölskipaðan stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstól sem færi með áðurnefnt eftirlitshlutverk. Málskotsréttur beint til dómstólsins lægi hjá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Almenningur hefði síðan málskotsrétt til stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstólsins í gegnum almenna dómstóla. Hvort þetta dæmi hér að ofan sé hið rétta skal kyrrt liggja en engu að síður er þetta hugmynd sem opnar vonandi á frekari umræðu um hvort handhafar ríkisvaldsins skuli vera frjálsir til að túlka valdsvið sitt og hvort þörf sé á frekari valdtemprun. Að lokum er það mín skoðun að stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstóll myndi vera til þess fallinn að auka traust almennings á stjórnvöldum og auka líkur á að almenn sátt gilti um framkvæmd á nýrri stjórnskipan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlagaráð sendi frá sér frumvarp til stjórnskipunarlaga nýverið og í kjölfarið hefur skapast umræða um breytingar á stöðu forseta lýðveldins, þá hvort að um valdameiri forseta sé að ræða eða ekki. Þetta er í raun spurning um túlkun en hver hefur vald til að túlka stjórnarskrána í reynd? Handhafar ríkisvalds á hverjum tíma eru þeir sem hafa mótað túlkun á núverandi stjórnarskrá og framkvæmd hennar. Samkvæmt frumvarpi stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga er þessu fyrirkomulagi ekki breytt. Vert er að velta því fyrir sér með nýrri stjórnskipan hvort valdhöfum eigi sjálfum að vera frjálst að túlka verksvið og mörk valds síns samkvæmt nýrri stjórnarskrá? Franski stjórnspekingurinn Montesquieu taldi að valdhöfum hætti til að misnota vald sitt og að vald þeirra yrði ekki takmarkað nema með valdi. Kenning hans gekk út á þrískiptingu ríkisvaldsins, það er löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald. Hver valdhafi ætti að tempra vald annars. Þar af leiðandi er það hluti dómstóla í slíkri valdtemprun að hafa eftirlit með að löggjafar- og framkvæmdarvaldið fari í hvívetna eftir fyrirmælum stjórnarskrár. Gallinn er sá að dómstólum er ekki alltaf fært að sinna þessari eftirlitsskyldu sinni. Eðli málsins samkvæmt hafa dómstólar ekki heimild til að taka mál upp að eigin frumkvæði en ákvarðanir stjórnvalda eru stundum þess eðlis að enginn er þess bær að höfða dómsmál. Að mínum dómi þyrfti að vera virkara eftirlit með nýrri stjórnarskrá og tryggja að rétt væri farið með hina nýju stjórnskipan. Slíkur eftirlitsaðili þyrfti því að hafa úrskurðarvald um hvort fyrirhuguð lagasetning væri samrýmanleg stjórnarskránni og hvort ákvarðanir handhafa framkvæmdarvaldsins væru í samræmi við stjórnarskrá. Eins þyrfti hann að geta verið ráðgefandi fyrir stjórnvöld, sem gætu óskað álits varðandi lögmæti tilvonandi athafna. Hver gæti farið með þetta vald svo almenn sátt yrði? Ég tel að hugsanleg lausn á þessu væri að koma hér á millidómstigi, það er að hér á landi yrðu þrjú dómstig í stað tveggja. Með því myndi vinnuálag hjá Hæstarétti fara minnkandi og þá væri hægt í leiðinni að auka eftirlitshlutverk Hæstaréttar með stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði þá heimild til að setja saman fjölskipaðan stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstól sem færi með áðurnefnt eftirlitshlutverk. Málskotsréttur beint til dómstólsins lægi hjá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Almenningur hefði síðan málskotsrétt til stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstólsins í gegnum almenna dómstóla. Hvort þetta dæmi hér að ofan sé hið rétta skal kyrrt liggja en engu að síður er þetta hugmynd sem opnar vonandi á frekari umræðu um hvort handhafar ríkisvaldsins skuli vera frjálsir til að túlka valdsvið sitt og hvort þörf sé á frekari valdtemprun. Að lokum er það mín skoðun að stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstóll myndi vera til þess fallinn að auka traust almennings á stjórnvöldum og auka líkur á að almenn sátt gilti um framkvæmd á nýrri stjórnskipan.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar