Ný stjórnskipan og hvað svo? Auðun Daníelsson skrifar 15. nóvember 2011 11:00 Stjórnlagaráð sendi frá sér frumvarp til stjórnskipunarlaga nýverið og í kjölfarið hefur skapast umræða um breytingar á stöðu forseta lýðveldins, þá hvort að um valdameiri forseta sé að ræða eða ekki. Þetta er í raun spurning um túlkun en hver hefur vald til að túlka stjórnarskrána í reynd? Handhafar ríkisvalds á hverjum tíma eru þeir sem hafa mótað túlkun á núverandi stjórnarskrá og framkvæmd hennar. Samkvæmt frumvarpi stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga er þessu fyrirkomulagi ekki breytt. Vert er að velta því fyrir sér með nýrri stjórnskipan hvort valdhöfum eigi sjálfum að vera frjálst að túlka verksvið og mörk valds síns samkvæmt nýrri stjórnarskrá? Franski stjórnspekingurinn Montesquieu taldi að valdhöfum hætti til að misnota vald sitt og að vald þeirra yrði ekki takmarkað nema með valdi. Kenning hans gekk út á þrískiptingu ríkisvaldsins, það er löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald. Hver valdhafi ætti að tempra vald annars. Þar af leiðandi er það hluti dómstóla í slíkri valdtemprun að hafa eftirlit með að löggjafar- og framkvæmdarvaldið fari í hvívetna eftir fyrirmælum stjórnarskrár. Gallinn er sá að dómstólum er ekki alltaf fært að sinna þessari eftirlitsskyldu sinni. Eðli málsins samkvæmt hafa dómstólar ekki heimild til að taka mál upp að eigin frumkvæði en ákvarðanir stjórnvalda eru stundum þess eðlis að enginn er þess bær að höfða dómsmál. Að mínum dómi þyrfti að vera virkara eftirlit með nýrri stjórnarskrá og tryggja að rétt væri farið með hina nýju stjórnskipan. Slíkur eftirlitsaðili þyrfti því að hafa úrskurðarvald um hvort fyrirhuguð lagasetning væri samrýmanleg stjórnarskránni og hvort ákvarðanir handhafa framkvæmdarvaldsins væru í samræmi við stjórnarskrá. Eins þyrfti hann að geta verið ráðgefandi fyrir stjórnvöld, sem gætu óskað álits varðandi lögmæti tilvonandi athafna. Hver gæti farið með þetta vald svo almenn sátt yrði? Ég tel að hugsanleg lausn á þessu væri að koma hér á millidómstigi, það er að hér á landi yrðu þrjú dómstig í stað tveggja. Með því myndi vinnuálag hjá Hæstarétti fara minnkandi og þá væri hægt í leiðinni að auka eftirlitshlutverk Hæstaréttar með stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði þá heimild til að setja saman fjölskipaðan stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstól sem færi með áðurnefnt eftirlitshlutverk. Málskotsréttur beint til dómstólsins lægi hjá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Almenningur hefði síðan málskotsrétt til stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstólsins í gegnum almenna dómstóla. Hvort þetta dæmi hér að ofan sé hið rétta skal kyrrt liggja en engu að síður er þetta hugmynd sem opnar vonandi á frekari umræðu um hvort handhafar ríkisvaldsins skuli vera frjálsir til að túlka valdsvið sitt og hvort þörf sé á frekari valdtemprun. Að lokum er það mín skoðun að stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstóll myndi vera til þess fallinn að auka traust almennings á stjórnvöldum og auka líkur á að almenn sátt gilti um framkvæmd á nýrri stjórnskipan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlagaráð sendi frá sér frumvarp til stjórnskipunarlaga nýverið og í kjölfarið hefur skapast umræða um breytingar á stöðu forseta lýðveldins, þá hvort að um valdameiri forseta sé að ræða eða ekki. Þetta er í raun spurning um túlkun en hver hefur vald til að túlka stjórnarskrána í reynd? Handhafar ríkisvalds á hverjum tíma eru þeir sem hafa mótað túlkun á núverandi stjórnarskrá og framkvæmd hennar. Samkvæmt frumvarpi stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga er þessu fyrirkomulagi ekki breytt. Vert er að velta því fyrir sér með nýrri stjórnskipan hvort valdhöfum eigi sjálfum að vera frjálst að túlka verksvið og mörk valds síns samkvæmt nýrri stjórnarskrá? Franski stjórnspekingurinn Montesquieu taldi að valdhöfum hætti til að misnota vald sitt og að vald þeirra yrði ekki takmarkað nema með valdi. Kenning hans gekk út á þrískiptingu ríkisvaldsins, það er löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald. Hver valdhafi ætti að tempra vald annars. Þar af leiðandi er það hluti dómstóla í slíkri valdtemprun að hafa eftirlit með að löggjafar- og framkvæmdarvaldið fari í hvívetna eftir fyrirmælum stjórnarskrár. Gallinn er sá að dómstólum er ekki alltaf fært að sinna þessari eftirlitsskyldu sinni. Eðli málsins samkvæmt hafa dómstólar ekki heimild til að taka mál upp að eigin frumkvæði en ákvarðanir stjórnvalda eru stundum þess eðlis að enginn er þess bær að höfða dómsmál. Að mínum dómi þyrfti að vera virkara eftirlit með nýrri stjórnarskrá og tryggja að rétt væri farið með hina nýju stjórnskipan. Slíkur eftirlitsaðili þyrfti því að hafa úrskurðarvald um hvort fyrirhuguð lagasetning væri samrýmanleg stjórnarskránni og hvort ákvarðanir handhafa framkvæmdarvaldsins væru í samræmi við stjórnarskrá. Eins þyrfti hann að geta verið ráðgefandi fyrir stjórnvöld, sem gætu óskað álits varðandi lögmæti tilvonandi athafna. Hver gæti farið með þetta vald svo almenn sátt yrði? Ég tel að hugsanleg lausn á þessu væri að koma hér á millidómstigi, það er að hér á landi yrðu þrjú dómstig í stað tveggja. Með því myndi vinnuálag hjá Hæstarétti fara minnkandi og þá væri hægt í leiðinni að auka eftirlitshlutverk Hæstaréttar með stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði þá heimild til að setja saman fjölskipaðan stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstól sem færi með áðurnefnt eftirlitshlutverk. Málskotsréttur beint til dómstólsins lægi hjá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Almenningur hefði síðan málskotsrétt til stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstólsins í gegnum almenna dómstóla. Hvort þetta dæmi hér að ofan sé hið rétta skal kyrrt liggja en engu að síður er þetta hugmynd sem opnar vonandi á frekari umræðu um hvort handhafar ríkisvaldsins skuli vera frjálsir til að túlka valdsvið sitt og hvort þörf sé á frekari valdtemprun. Að lokum er það mín skoðun að stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstóll myndi vera til þess fallinn að auka traust almennings á stjórnvöldum og auka líkur á að almenn sátt gilti um framkvæmd á nýrri stjórnskipan.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun