Kanna rekstur Arion banka á Pennanum 26. október 2011 03:30 Höskuldur ólafsson Samkeppniseftirlitið er með rekstur Arion banka á Pennanum til athugunar og kannar hvort nauðsynlegt sé að setja eignarhaldi bankans á Pennanum frekari skilyrði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eftirlitið sendi frá sér í gær. Þar segir einnig að Arion banki hafi haldið því fram að eftirlitið hafi ekki lagaheimildir til að setja rekstri bankans á Pennanum frekari skilyrði. Hann hafi þó lýst yfir vilja til að ræða hugsanlegar úrbætur. Sú rannsókn stendur enn yfir og hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars kallað eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti bankans og Pennans. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Eignabjarg, félag í 100% eigu Arion banka, hefði aukið hlutafé sitt í Pennanum um 200 milljónir króna í september. Nýi Penninn, sem var stofnaður í apríl 2009, tapaði samtals rúmum milljarði króna á árunum 2009 og 2010 þrátt fyrir að skuldir upp á um 8 milljarða króna hafi verið skildar eftir í þrotabúi gamla Pennans og að Arion banki hafi breytt um 1,2 milljarða króna skuld í hlutafé þegar félagið var sett á fót. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að sala Pennans hafi tekið allt of langan tíma. „Stundum fara hlutirnir ekki eins og til var ætlast. Ég verð að segja að það hefur gengið alveg einstaklega illa að koma Pennanum í söluhæft ástand. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Þetta er flóknari rekstur en margur annar. Það voru ákveðnar fyrirstöður varðandi leigusamninga og ýmislegt slíkt. En burtséð frá öllu þessu þá hefur þetta bara tekið allt of langan tíma. Ég er þeirrar skoðunar.“ Hann vill þó árétta að Arion reki ekki Pennann heldur virði bankinn armslengdarsjónarmið í þeim efnum. „Rekstur Pennans er í ákveðnum strúktúr eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem við höfum tekið yfir. Þar er haldið utan um þessa eignarhluti, fólk fengið í stjórn fyrirtækjanna og stjórnendur ráðnir til að reka þau. Við erum ekki hér alla daga að reka bókabúð. Armslengdarsjónarmið eru mjög í heiðri höfð í þessu.“ Penninn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær til að svara því sem stjórnendur fyrirtækis kalla aðdróttanir í garð Pennans. Þar kemur meðal annars fram að rekstur Pennans sé jákvæður og að engir peningar frá Arion banka hafi farið í rekstur fyrirtækisins. Þá hafnar Penninn því alfarið að vera í „mjúkum faðmi bankans“. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Samkeppniseftirlitið er með rekstur Arion banka á Pennanum til athugunar og kannar hvort nauðsynlegt sé að setja eignarhaldi bankans á Pennanum frekari skilyrði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eftirlitið sendi frá sér í gær. Þar segir einnig að Arion banki hafi haldið því fram að eftirlitið hafi ekki lagaheimildir til að setja rekstri bankans á Pennanum frekari skilyrði. Hann hafi þó lýst yfir vilja til að ræða hugsanlegar úrbætur. Sú rannsókn stendur enn yfir og hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars kallað eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti bankans og Pennans. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Eignabjarg, félag í 100% eigu Arion banka, hefði aukið hlutafé sitt í Pennanum um 200 milljónir króna í september. Nýi Penninn, sem var stofnaður í apríl 2009, tapaði samtals rúmum milljarði króna á árunum 2009 og 2010 þrátt fyrir að skuldir upp á um 8 milljarða króna hafi verið skildar eftir í þrotabúi gamla Pennans og að Arion banki hafi breytt um 1,2 milljarða króna skuld í hlutafé þegar félagið var sett á fót. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að sala Pennans hafi tekið allt of langan tíma. „Stundum fara hlutirnir ekki eins og til var ætlast. Ég verð að segja að það hefur gengið alveg einstaklega illa að koma Pennanum í söluhæft ástand. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Þetta er flóknari rekstur en margur annar. Það voru ákveðnar fyrirstöður varðandi leigusamninga og ýmislegt slíkt. En burtséð frá öllu þessu þá hefur þetta bara tekið allt of langan tíma. Ég er þeirrar skoðunar.“ Hann vill þó árétta að Arion reki ekki Pennann heldur virði bankinn armslengdarsjónarmið í þeim efnum. „Rekstur Pennans er í ákveðnum strúktúr eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem við höfum tekið yfir. Þar er haldið utan um þessa eignarhluti, fólk fengið í stjórn fyrirtækjanna og stjórnendur ráðnir til að reka þau. Við erum ekki hér alla daga að reka bókabúð. Armslengdarsjónarmið eru mjög í heiðri höfð í þessu.“ Penninn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær til að svara því sem stjórnendur fyrirtækis kalla aðdróttanir í garð Pennans. Þar kemur meðal annars fram að rekstur Pennans sé jákvæður og að engir peningar frá Arion banka hafi farið í rekstur fyrirtækisins. Þá hafnar Penninn því alfarið að vera í „mjúkum faðmi bankans“. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira