Pítsurisi í megaslag við lítinn Fiskikóng 25. október 2011 06:00 Brattur Kristján er forviða á tölvupóstinum úr herbúðum Domino‘s. Hann er samt ekki af baki dottinn – að minnsta kosti ekki enn.Fréttablaðið/stefán „Ég er ekkert í stríði við þá en þeir eru greinilega í stríði við Fiskikónginn,“ segir Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiskikónginn á Sogavegi. Kristjáni barst í gær tölvupóstur frá starfsmanni Domino‘s sem fór fram á að Kristján hætti að auglýsa svokallaða Megafiskiviku svo ekki kæmi til frekari eftirmála. Í tölvupóstinum segir að rekstraraðili Domino‘s á Íslandi, Pizza Pizza ehf., hafi verið með vörumerkið Megaviku skráð síðan 2003 „og notað mikið eins og þú væntanlega veist“. Haft hafi verið samband við Einkaleyfastofu og þar hafi þau svör fengist að notkun Kristjáns á orðinu bryti líklega gegn einkaleyfinu. „Það að bæta við almennu orði líkt og „fiski“ hefur ekki áhrif þar sem um er að ræða almennt orð sem ekki er mögulegt að skrá sem vörumerki,“ segir enn fremur. Þetta getur Kristján illa fellt sig við. „Hvernig getur þeim dottið í hug að Fiskikóngurinn sé að eyðileggja eitthvað „brand“ sem heitir Mega? Má þá ekki skíra vörur Megakjöt eða Megafisk eða Meganeitt? Á ég að fá mér einkaleyfi á orðinu Kóngurinn og ef einhver kallar sig til dæmis Fasteignakónginn þá fer ég í mál við hann?“ spyr Kristján. Auglýsingarnir birtust fyrst í Fréttablaðinu og heyrðust í útvarpi í gær og áttu að gera svo áfram alla vikuna. Kristján segist ætla að halda áfram að auglýsa í dag hið minnsta, enda hafi hann þegar verið búinn að panta auglýsingaplássið. „Ég ætla bara að halda þessu áfram – hvað annað á ég að gera? Ég er bara búinn að vera að hugsa um hvað þetta er fáránlegt meil. Ég hef ekki komist lengra.“ Í tölvupósti Domino‘s-starfsmannsins er einnig gerð athugasemd við verðið sem Kristján auglýsir, sem er hið sama og pítsurnar kosta í Megaviku Domino‘s, eða 1.390 krónur. „Þeir eru með 1.390 – má þá ekkert kosta 1.390? Eru þeir kannski með einkaleyfi á því líka?“ spyr Kristján og þvertekur fyrir að hann hafi hermt eftir verði Domino‘s. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru að selja á 1.390 fyrr en ég sá þennan póst.“ Kristján segir þó við ofurefli að etja og því sé óljóst hvernig málið endi. „Ég er náttúrulega bara lítill fisksali. Það er kannski best að halda bara kjafti og fjarlægja þetta áður en tröllið kemur og stígur ofan á kónginn.“ stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
„Ég er ekkert í stríði við þá en þeir eru greinilega í stríði við Fiskikónginn,“ segir Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiskikónginn á Sogavegi. Kristjáni barst í gær tölvupóstur frá starfsmanni Domino‘s sem fór fram á að Kristján hætti að auglýsa svokallaða Megafiskiviku svo ekki kæmi til frekari eftirmála. Í tölvupóstinum segir að rekstraraðili Domino‘s á Íslandi, Pizza Pizza ehf., hafi verið með vörumerkið Megaviku skráð síðan 2003 „og notað mikið eins og þú væntanlega veist“. Haft hafi verið samband við Einkaleyfastofu og þar hafi þau svör fengist að notkun Kristjáns á orðinu bryti líklega gegn einkaleyfinu. „Það að bæta við almennu orði líkt og „fiski“ hefur ekki áhrif þar sem um er að ræða almennt orð sem ekki er mögulegt að skrá sem vörumerki,“ segir enn fremur. Þetta getur Kristján illa fellt sig við. „Hvernig getur þeim dottið í hug að Fiskikóngurinn sé að eyðileggja eitthvað „brand“ sem heitir Mega? Má þá ekki skíra vörur Megakjöt eða Megafisk eða Meganeitt? Á ég að fá mér einkaleyfi á orðinu Kóngurinn og ef einhver kallar sig til dæmis Fasteignakónginn þá fer ég í mál við hann?“ spyr Kristján. Auglýsingarnir birtust fyrst í Fréttablaðinu og heyrðust í útvarpi í gær og áttu að gera svo áfram alla vikuna. Kristján segist ætla að halda áfram að auglýsa í dag hið minnsta, enda hafi hann þegar verið búinn að panta auglýsingaplássið. „Ég ætla bara að halda þessu áfram – hvað annað á ég að gera? Ég er bara búinn að vera að hugsa um hvað þetta er fáránlegt meil. Ég hef ekki komist lengra.“ Í tölvupósti Domino‘s-starfsmannsins er einnig gerð athugasemd við verðið sem Kristján auglýsir, sem er hið sama og pítsurnar kosta í Megaviku Domino‘s, eða 1.390 krónur. „Þeir eru með 1.390 – má þá ekkert kosta 1.390? Eru þeir kannski með einkaleyfi á því líka?“ spyr Kristján og þvertekur fyrir að hann hafi hermt eftir verði Domino‘s. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru að selja á 1.390 fyrr en ég sá þennan póst.“ Kristján segir þó við ofurefli að etja og því sé óljóst hvernig málið endi. „Ég er náttúrulega bara lítill fisksali. Það er kannski best að halda bara kjafti og fjarlægja þetta áður en tröllið kemur og stígur ofan á kónginn.“ stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira