Allt að gerast í ferðamálum! Katrín Júlíusdóttir skrifar 15. október 2011 06:00 Það stefnir í að fjöldi erlendra ferðamanna á þessu ári verði um 600.000, sem er 20% fjölgun frá síðasta ári með tilheyrandi aukningu gjaldeyristekna. Þessi árangur ferðaþjónustunnar er vitanlega glæsilegur en hann hefur ekki komið af sjálfu sér. Iðnaðarráðuneytið er þess fullvisst að efling ferðaþjónustu hér á landi skili fjölbreyttum og áhugaverðum störfum og þess vegna hafa fjárframlög til greinarinnar aukist verulega þrátt fyrir niðurskurð víða annars staðar. Í sumar sem leið var gerð ítarleg greining á stuðningsumhverfi ferðaþjónustunnar innan iðnaðarráðuneytisins, en slíkar upplýsingar hefur sárlega vantað svo hægt sé að efla stuðningskerfið enn frekar og gera það skilvirkara. Þá ber þess að geta að hagsmunaaðilar innan greinarinnar og stjórnvöld hafa borið gæfu til að vinna saman. Átakið Inspired by Iceland er kannski besta dæmið um árangur slíkrar samstöðu. Ferðaþjónusta skapar í dag þúsundir starfa um land allt og er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar Íslendinga og sú sem er í hvað örustum vexti. Mikil fjölgun ferðaþjónustufyrirtækja er gott dæmi um þá grósku og uppgang sem ríkir í greininni. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið markviss skref í þeirri vegferð að bæta starfsumhverfi greinarinnar. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er mikilvægt skrefSíðastliðið vor var samþykkt á Alþingi ferðamálaáætlun 2011 til 2020. Í áætluninni er lögð rík áhersla á vöruþróun, nýsköpun, kannanir og rannsóknir í ferðamálum. Rannsóknir og hagtölur hefur sárlega vantað til að meta vöxt og framtíðarmöguleika ferðaþjónustunnar eins og gert er í öðrum atvinnugreinum. Örum vexti í ferðaþjónustu fylgir jafnframt mikil ábyrgð. Því hafa öryggis- og umhverfismál verið ofarlega á baugi. Stærsta skrefið í þeim efnum er vafalaust stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, en lög um hann voru samþykkt af Alþingi í júní sl. Sjóðnum er ætlað stórt hlutverk í uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða. Einnig er honum ætlað að taka á öryggi ferðamanna. Með sjóðnum bjóðast einnig tækifæri til að fjármagna hönnun og uppbyggingu nýrra áfangastaða og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Sá angi ferðaþjónustunnar sem vex og dafnar hvað mest í heiminum í dag er heilsuferðaþjónusta og þar tel ég möguleika Íslendinga mikla, jafnt á innlendum sem erlendum markaði. Það var einmitt í þeirri trú sem ég beitti mér fyrir stofnun og stuðningi við klasann Heilsulandið Ísland, sem er samstarf fyrirtækja og áhugafólks um heilsuferðaþjónustu sem var stofnað til í janúar 2010. Veturinn og Ísland allt áriðStærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í ferðamálum er að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Verkefninu Ísland allt árið var hrundið af stað sl. mánudag. Er það eitt stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í innan ferðaþjónustu á Íslandi. Ekki er einungis um landkynningu að ræða því samhliða hafa Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið tekið höndum saman um stofnun þróunarsjóðs til þess að styrkja heilsársverkefni í ferðaþjónustu. Sjóðnum er ætlað að taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja og verkefna í ferðaþjónustu sem skapað geta heilsársstörf og aukið þannig tekjur í þessari mikilvægu atvinnugrein. Í Ísland allt árið er markmiðið mjög skýrt; að jafna árstíðasveiflu í komu ferðamanna, skapa ný störf og auka arðsemi. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að leggja fram 300 milljónir árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Um 130 fyrirtæki, Reykjavíkurborg og fleiri aðilar leggja síðan fram sambærilega upphæð á móti. Ef við sem að ferðamálum komum stöndum saman er ég sannfærð um að við munum ná árangri og skapa hér blómlega vetrarferðamennsku. Með skýrri stefnu, vönduðum vinnubrögðum og samtakamætti eru tækifærin í ferðaþjónustunni óendanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Það stefnir í að fjöldi erlendra ferðamanna á þessu ári verði um 600.000, sem er 20% fjölgun frá síðasta ári með tilheyrandi aukningu gjaldeyristekna. Þessi árangur ferðaþjónustunnar er vitanlega glæsilegur en hann hefur ekki komið af sjálfu sér. Iðnaðarráðuneytið er þess fullvisst að efling ferðaþjónustu hér á landi skili fjölbreyttum og áhugaverðum störfum og þess vegna hafa fjárframlög til greinarinnar aukist verulega þrátt fyrir niðurskurð víða annars staðar. Í sumar sem leið var gerð ítarleg greining á stuðningsumhverfi ferðaþjónustunnar innan iðnaðarráðuneytisins, en slíkar upplýsingar hefur sárlega vantað svo hægt sé að efla stuðningskerfið enn frekar og gera það skilvirkara. Þá ber þess að geta að hagsmunaaðilar innan greinarinnar og stjórnvöld hafa borið gæfu til að vinna saman. Átakið Inspired by Iceland er kannski besta dæmið um árangur slíkrar samstöðu. Ferðaþjónusta skapar í dag þúsundir starfa um land allt og er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar Íslendinga og sú sem er í hvað örustum vexti. Mikil fjölgun ferðaþjónustufyrirtækja er gott dæmi um þá grósku og uppgang sem ríkir í greininni. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið markviss skref í þeirri vegferð að bæta starfsumhverfi greinarinnar. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er mikilvægt skrefSíðastliðið vor var samþykkt á Alþingi ferðamálaáætlun 2011 til 2020. Í áætluninni er lögð rík áhersla á vöruþróun, nýsköpun, kannanir og rannsóknir í ferðamálum. Rannsóknir og hagtölur hefur sárlega vantað til að meta vöxt og framtíðarmöguleika ferðaþjónustunnar eins og gert er í öðrum atvinnugreinum. Örum vexti í ferðaþjónustu fylgir jafnframt mikil ábyrgð. Því hafa öryggis- og umhverfismál verið ofarlega á baugi. Stærsta skrefið í þeim efnum er vafalaust stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, en lög um hann voru samþykkt af Alþingi í júní sl. Sjóðnum er ætlað stórt hlutverk í uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða. Einnig er honum ætlað að taka á öryggi ferðamanna. Með sjóðnum bjóðast einnig tækifæri til að fjármagna hönnun og uppbyggingu nýrra áfangastaða og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Sá angi ferðaþjónustunnar sem vex og dafnar hvað mest í heiminum í dag er heilsuferðaþjónusta og þar tel ég möguleika Íslendinga mikla, jafnt á innlendum sem erlendum markaði. Það var einmitt í þeirri trú sem ég beitti mér fyrir stofnun og stuðningi við klasann Heilsulandið Ísland, sem er samstarf fyrirtækja og áhugafólks um heilsuferðaþjónustu sem var stofnað til í janúar 2010. Veturinn og Ísland allt áriðStærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í ferðamálum er að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Verkefninu Ísland allt árið var hrundið af stað sl. mánudag. Er það eitt stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í innan ferðaþjónustu á Íslandi. Ekki er einungis um landkynningu að ræða því samhliða hafa Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið tekið höndum saman um stofnun þróunarsjóðs til þess að styrkja heilsársverkefni í ferðaþjónustu. Sjóðnum er ætlað að taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja og verkefna í ferðaþjónustu sem skapað geta heilsársstörf og aukið þannig tekjur í þessari mikilvægu atvinnugrein. Í Ísland allt árið er markmiðið mjög skýrt; að jafna árstíðasveiflu í komu ferðamanna, skapa ný störf og auka arðsemi. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að leggja fram 300 milljónir árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Um 130 fyrirtæki, Reykjavíkurborg og fleiri aðilar leggja síðan fram sambærilega upphæð á móti. Ef við sem að ferðamálum komum stöndum saman er ég sannfærð um að við munum ná árangri og skapa hér blómlega vetrarferðamennsku. Með skýrri stefnu, vönduðum vinnubrögðum og samtakamætti eru tækifærin í ferðaþjónustunni óendanleg.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun