Greiddi atkvæði með ofurlaunum - stjórnarumboð ekki endurnýjað 20. mars 2011 17:17 Bankastjóri Arion banka er með rúmlega fjórar milljónir í mánaðarlaun. Stjórn Bankasýslu ríkisins (BR) hefur ákveðið að endurnýja ekki umboð stjórnarmanns bankasýslunnar í Arion banka vegna launamála bankastjórans. Í tilkynningu frá bankasýslunni segir að tekið hafi verið til umfjöllunar ákvarðanir um laun forstjóra Arion banka og Íslandsbanka og í því sambandi óskað eftir og fengið greinargerðir stjórnarmanna BR í bönkunum um atkvæðagreiðslu þeirra og grundvöll ákvörðunar við ákvörðun launa forstjóra bankanna á síðasta ári. Í tilkynningunni segir að niðurstaða stjórnarinnar sé sú að rétt sé að endurnýja ekki umboð stjórnarmanns BR í Arion banka, Kristjáns Jóhannssonar, á aðalfundi bankans sem haldinn verður í þessari viku. Ástæðan eru fréttir af launum bankastjóra Íslandsbanka og Arion banka sem hækkuðu talsvert í janúar á síðasta ári og Vísir greindi fyrst frá. Stjórnin telur að með tilliti til eðlis málsins hefði verið rétt af fulltrúa BR í Arion banka að taka ekki þátt í afgreiðslu málsins bæði í ljósi viðkvæmrar stöðu bankanna við endurreisn bankakerfisins, nú þegar stefnt er að því að byggja upp traust og trúverðugleika fjármálafyrirtækja, og viðleitni stjórnvalda til að hafa hemil á launahækkunum hærri launa. Svo segir í yfirlýsingunni: „Í ljósi ofangreinds er það niðurstaða stjórnar að rétt sé að endurnýja ekki umboð stjórnarmanns BR í Arion banka á aðalfundi bankans sem haldinn verður í þessari viku." Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Höskuldur fékk tíu milljóna eingreiðslu Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk tíu milljóna króna eingreiðslu þegar hann hóf störf hjá bankanum 1. júní í fyrra sem reiknast inn í laun hans. Bankastjórar Arion og Íslandsbanka ætla ekki að taka á sig launalækkanir. 8. mars 2011 12:08 Bankastjórar rjúka upp í launum Laun bankastjóra Arion hækkuðu um rúm fjörtíu prósent á síðasta ári. Þannig greindi Vísir frá því í gær að bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fengi greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði samkvæmt ársskýrslu bankans. Þá hafa laun yfirstjórnenda bankans hækkað um 37 prósent milli ára. 6. mars 2011 12:05 Þjóðin þarf að þola laun bankastjóranna Efnahags- og viðskiptaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankarnir hagi launum æðstu stjórnenda þannig að almenningur þoli þau, á sama tíma og innistæður bankanna séu tryggðar af ríkinu. 8. mars 2011 18:55 Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49 Steinþór með lægstu bankastjóralaunin Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans er launalægstur bankastjóra stóru viðskiptabankanna. Hann hefur tæplega 1,1 milljón króna á mánuði, að því er fram kemur í úrskurði kjararáðs frá því í febrúar á síðasta ári, og er ekki hálfdrættingur við Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem er með 2,6 milljónir á mánuði. En hún er hinsvegar liðlega hálfdrættingur við Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, sem er með 4,3 milljónir á mánuði, eða tæplega fjórfalt hærri laun en bankastjóri Landsbankans. 8. mars 2011 08:48 Hljóta að hækka laun almennra bankamanna um tveggja stafa tölu Framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir launahækkanir bankastjóra einkabankanna þýða að væntanlega verði hægt að hækka laun almennra starfsmanna bankanna um tveggja stafa tölu í komandi kjarasamningum. 9. mars 2011 12:24 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Stjórn Bankasýslu ríkisins (BR) hefur ákveðið að endurnýja ekki umboð stjórnarmanns bankasýslunnar í Arion banka vegna launamála bankastjórans. Í tilkynningu frá bankasýslunni segir að tekið hafi verið til umfjöllunar ákvarðanir um laun forstjóra Arion banka og Íslandsbanka og í því sambandi óskað eftir og fengið greinargerðir stjórnarmanna BR í bönkunum um atkvæðagreiðslu þeirra og grundvöll ákvörðunar við ákvörðun launa forstjóra bankanna á síðasta ári. Í tilkynningunni segir að niðurstaða stjórnarinnar sé sú að rétt sé að endurnýja ekki umboð stjórnarmanns BR í Arion banka, Kristjáns Jóhannssonar, á aðalfundi bankans sem haldinn verður í þessari viku. Ástæðan eru fréttir af launum bankastjóra Íslandsbanka og Arion banka sem hækkuðu talsvert í janúar á síðasta ári og Vísir greindi fyrst frá. Stjórnin telur að með tilliti til eðlis málsins hefði verið rétt af fulltrúa BR í Arion banka að taka ekki þátt í afgreiðslu málsins bæði í ljósi viðkvæmrar stöðu bankanna við endurreisn bankakerfisins, nú þegar stefnt er að því að byggja upp traust og trúverðugleika fjármálafyrirtækja, og viðleitni stjórnvalda til að hafa hemil á launahækkunum hærri launa. Svo segir í yfirlýsingunni: „Í ljósi ofangreinds er það niðurstaða stjórnar að rétt sé að endurnýja ekki umboð stjórnarmanns BR í Arion banka á aðalfundi bankans sem haldinn verður í þessari viku." Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Höskuldur fékk tíu milljóna eingreiðslu Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk tíu milljóna króna eingreiðslu þegar hann hóf störf hjá bankanum 1. júní í fyrra sem reiknast inn í laun hans. Bankastjórar Arion og Íslandsbanka ætla ekki að taka á sig launalækkanir. 8. mars 2011 12:08 Bankastjórar rjúka upp í launum Laun bankastjóra Arion hækkuðu um rúm fjörtíu prósent á síðasta ári. Þannig greindi Vísir frá því í gær að bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fengi greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði samkvæmt ársskýrslu bankans. Þá hafa laun yfirstjórnenda bankans hækkað um 37 prósent milli ára. 6. mars 2011 12:05 Þjóðin þarf að þola laun bankastjóranna Efnahags- og viðskiptaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankarnir hagi launum æðstu stjórnenda þannig að almenningur þoli þau, á sama tíma og innistæður bankanna séu tryggðar af ríkinu. 8. mars 2011 18:55 Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49 Steinþór með lægstu bankastjóralaunin Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans er launalægstur bankastjóra stóru viðskiptabankanna. Hann hefur tæplega 1,1 milljón króna á mánuði, að því er fram kemur í úrskurði kjararáðs frá því í febrúar á síðasta ári, og er ekki hálfdrættingur við Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem er með 2,6 milljónir á mánuði. En hún er hinsvegar liðlega hálfdrættingur við Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, sem er með 4,3 milljónir á mánuði, eða tæplega fjórfalt hærri laun en bankastjóri Landsbankans. 8. mars 2011 08:48 Hljóta að hækka laun almennra bankamanna um tveggja stafa tölu Framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir launahækkanir bankastjóra einkabankanna þýða að væntanlega verði hægt að hækka laun almennra starfsmanna bankanna um tveggja stafa tölu í komandi kjarasamningum. 9. mars 2011 12:24 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Höskuldur fékk tíu milljóna eingreiðslu Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk tíu milljóna króna eingreiðslu þegar hann hóf störf hjá bankanum 1. júní í fyrra sem reiknast inn í laun hans. Bankastjórar Arion og Íslandsbanka ætla ekki að taka á sig launalækkanir. 8. mars 2011 12:08
Bankastjórar rjúka upp í launum Laun bankastjóra Arion hækkuðu um rúm fjörtíu prósent á síðasta ári. Þannig greindi Vísir frá því í gær að bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fengi greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði samkvæmt ársskýrslu bankans. Þá hafa laun yfirstjórnenda bankans hækkað um 37 prósent milli ára. 6. mars 2011 12:05
Þjóðin þarf að þola laun bankastjóranna Efnahags- og viðskiptaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankarnir hagi launum æðstu stjórnenda þannig að almenningur þoli þau, á sama tíma og innistæður bankanna séu tryggðar af ríkinu. 8. mars 2011 18:55
Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49
Steinþór með lægstu bankastjóralaunin Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans er launalægstur bankastjóra stóru viðskiptabankanna. Hann hefur tæplega 1,1 milljón króna á mánuði, að því er fram kemur í úrskurði kjararáðs frá því í febrúar á síðasta ári, og er ekki hálfdrættingur við Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem er með 2,6 milljónir á mánuði. En hún er hinsvegar liðlega hálfdrættingur við Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, sem er með 4,3 milljónir á mánuði, eða tæplega fjórfalt hærri laun en bankastjóri Landsbankans. 8. mars 2011 08:48
Hljóta að hækka laun almennra bankamanna um tveggja stafa tölu Framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir launahækkanir bankastjóra einkabankanna þýða að væntanlega verði hægt að hækka laun almennra starfsmanna bankanna um tveggja stafa tölu í komandi kjarasamningum. 9. mars 2011 12:24