Landsliðsþjálfarinn kitlar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2011 10:00 Dagur þykir einn færasti handknattleiksþjálfari heims þessa dagana eftir frábæran árangur hjá Füchse Berlin og landsliði Austurríkis.nordicphotos/bongarts Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni, átti nýverið í viðræðum við þýska handknattleikssambandið um að taka við starfi landsliðsþjálfara þar í landi. Dagur segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi ekki heyrt meira af málinu síðan þá. „Ég var einn af nokkrum sem komu til greina en annars er ekkert nýtt í stöðunni. Ég hef ekki fengið tilboð eða neitt slíkt,“ segir Dagur. „Þar að auki er þetta ekki í mínum höndum. Ég er með samniing við Füchse Berlin og félagið þyrfti að leggja blessun sína yfir þetta.“ Þýskir fjölmiðlar orðuðu Dag fyrst við þjálfarastarfið í síðasta mánuði en í fyrradag staðfesti Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlin, í þýskum fjölmiðlum að viðræðurnar hefðu átt sér stað. Heiner Brand er núverandi landsliðsþjálfari og er með samning til 2013. Hann hefur verið landsliðsþjálfari síðan 1997 og gert Þjóðverja bæði að heims- og Evrópumeisturum. Undanfarin ár hefur hins vegar hallað undan fæti og liðið lent í 10. og 11. sæti á síðustu tveimur stórmótum. Gagnrýnin á liðið hefur verið mikil í Þýskalandi og afar líklegt er að Brand muni stíga til hliðar eftir undankeppni EM 2012 sem lýkur í júní. Dagur hefur náð frábærum árangri á sínum þjálfaraferli. Hann gerði A1 Bregenz að margföldum meisturum sem spilandi þjálfari í Austurríki. Hann tók svo við landsliði Austurríkis en undir hans stjórn náði liðið sínum langbesta árangri í áraraðir. Hann hefur svo stýrt Füchse Berlin undanfarin tvö ár en liðið tryggði sér á dögunum sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð. Á því áttu fáir von fyrir fram. „Þetta kitlar, það er ekki spurning,“ segir Dagur um landsliðsþjálfarastarfið. Þýskaland er mesta handboltaþjóð heims og því er starfið eitt það allra stærsta sinnar tegundar í heimi. „Þetta er vissulega stór staða en á móti kemur að árangurinn á síðustu stórmótum hefur aðeins dregið loftið úr þeim,“ segir Dagur. „Þeir eru búnir að missa sjálfstraustið og þetta myndi því snúast um nákvæmlega það sem ég hef verið að gera – að gera liðið örlítið sterkara og koma löppunum undir það.“ Hann vill þó ekki gera of mikið úr sínum árangri til þessa. „Ég vil ekki byggja neinar skýjaborgir. Þetta snýst um að finna þann þjálfara sem passar best við liðið sem hann tekur við.“ Árangurinn hjá Füchse Berlin talar þó sínu máli. „Við erum búnir að ná okkar markmiðum og hvað okkur varðar er tímabilið eiginlega búið. Við ætluðum að komast í Evrópukeppni og erum komnir í Meistaradeildina,“ segir Dagur, sem sendi liðið í frí til Mallorca en er sjálfur staddur á Íslandi. Füchse Berlin er búið að tryggja sér fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem þarf til að tryggja sér Meistaradeildarsætið. Fram undan eru því spennandi tímar hjá félaginu og gæti reynst erfitt fyrir Dag að velja á milli ef kæmi til þess. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því. „Ég mun fyrst leyfa þeim aðstæðum að koma upp áður en ég velti því fyrir mér. Ég hef ekki fengið tilboð enn. Annaðhvort eru þeir að liggja undir feldi eða eru að semja við annan,“ segir Dagur. „Það eina sem ég veit er að það voru nokkuð mörg ósvöruð símtöl í símanum mínum eftir yfirlýsingu Bobs í gær.“ Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni, átti nýverið í viðræðum við þýska handknattleikssambandið um að taka við starfi landsliðsþjálfara þar í landi. Dagur segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi ekki heyrt meira af málinu síðan þá. „Ég var einn af nokkrum sem komu til greina en annars er ekkert nýtt í stöðunni. Ég hef ekki fengið tilboð eða neitt slíkt,“ segir Dagur. „Þar að auki er þetta ekki í mínum höndum. Ég er með samniing við Füchse Berlin og félagið þyrfti að leggja blessun sína yfir þetta.“ Þýskir fjölmiðlar orðuðu Dag fyrst við þjálfarastarfið í síðasta mánuði en í fyrradag staðfesti Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlin, í þýskum fjölmiðlum að viðræðurnar hefðu átt sér stað. Heiner Brand er núverandi landsliðsþjálfari og er með samning til 2013. Hann hefur verið landsliðsþjálfari síðan 1997 og gert Þjóðverja bæði að heims- og Evrópumeisturum. Undanfarin ár hefur hins vegar hallað undan fæti og liðið lent í 10. og 11. sæti á síðustu tveimur stórmótum. Gagnrýnin á liðið hefur verið mikil í Þýskalandi og afar líklegt er að Brand muni stíga til hliðar eftir undankeppni EM 2012 sem lýkur í júní. Dagur hefur náð frábærum árangri á sínum þjálfaraferli. Hann gerði A1 Bregenz að margföldum meisturum sem spilandi þjálfari í Austurríki. Hann tók svo við landsliði Austurríkis en undir hans stjórn náði liðið sínum langbesta árangri í áraraðir. Hann hefur svo stýrt Füchse Berlin undanfarin tvö ár en liðið tryggði sér á dögunum sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð. Á því áttu fáir von fyrir fram. „Þetta kitlar, það er ekki spurning,“ segir Dagur um landsliðsþjálfarastarfið. Þýskaland er mesta handboltaþjóð heims og því er starfið eitt það allra stærsta sinnar tegundar í heimi. „Þetta er vissulega stór staða en á móti kemur að árangurinn á síðustu stórmótum hefur aðeins dregið loftið úr þeim,“ segir Dagur. „Þeir eru búnir að missa sjálfstraustið og þetta myndi því snúast um nákvæmlega það sem ég hef verið að gera – að gera liðið örlítið sterkara og koma löppunum undir það.“ Hann vill þó ekki gera of mikið úr sínum árangri til þessa. „Ég vil ekki byggja neinar skýjaborgir. Þetta snýst um að finna þann þjálfara sem passar best við liðið sem hann tekur við.“ Árangurinn hjá Füchse Berlin talar þó sínu máli. „Við erum búnir að ná okkar markmiðum og hvað okkur varðar er tímabilið eiginlega búið. Við ætluðum að komast í Evrópukeppni og erum komnir í Meistaradeildina,“ segir Dagur, sem sendi liðið í frí til Mallorca en er sjálfur staddur á Íslandi. Füchse Berlin er búið að tryggja sér fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem þarf til að tryggja sér Meistaradeildarsætið. Fram undan eru því spennandi tímar hjá félaginu og gæti reynst erfitt fyrir Dag að velja á milli ef kæmi til þess. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því. „Ég mun fyrst leyfa þeim aðstæðum að koma upp áður en ég velti því fyrir mér. Ég hef ekki fengið tilboð enn. Annaðhvort eru þeir að liggja undir feldi eða eru að semja við annan,“ segir Dagur. „Það eina sem ég veit er að það voru nokkuð mörg ósvöruð símtöl í símanum mínum eftir yfirlýsingu Bobs í gær.“
Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira