Hlutur einkageirans of rýr 11. maí 2011 06:00 Finnur oddsson Verk að vinna Viðskiptaráð Íslands segir áhyggjuefni að vegur opinbera geirans í íslensku atvinnulífi sé að vaxa í hlutfalli við einkageirann. Fréttablaðið/VAlli Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur áhyggjur af vexti hins opinbera miðað við einkageirann. Hlutfallið milli geiranna hefur aukist um fimmtung frá árunum fyrir hrun. Í Skoðun, fréttabréfi VÍ, sem kemur út í dag, er sett fram ákveðin aðferð til að meta styrk hagkerfisins til að standa undir opinberri þjónustu. Með svonefndum stuðningsstuðli atvinnulífsins er fjöldi starfsfólks í einkageiranum borinn saman við þá sem hafa framfæri sitt af hinu opinbera, hvort sem er í formi launagreiðslna eða bóta. Á síðasta ári var hlutfallið 1,54 opinbera geiranum í hag þar sem 125 þúsund starfsmenn voru á almennum vinnumarkaði á móti rúmlega 190 þúsund manns sem studdir voru með opinberu fjármagni, það er opinberir starfsmenn, atvinnulausir og aðrir einstaklingar utan vinnumarkaðar. Það er nær fimmtungi hærra hlutfall en var árið 2007 þegar stuðullinn var 1,29. Að mati VÍ ber lægri stuðull vitni um sterkara hagkerfi, og því er hækkunin sem hefur orðið að undanförnu nokkurt áhyggjuefni. „Við erum nú með opinberan geira sem er í samræmi við umsvif atvinnulífs eins og það var á bólutímanum," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum, eins og margir aðrir, kallað eftir því að opinber rekstur verði færður til baka í samræmi við núverandi efnahagsaðstæður. Það verður sársaukafull aðgerð, en því hraðar sem það gengur, þeim mun sterkara verður hagkerfið á eftir." Finnur leggur þó áherslu á að með þessum orðum sé ekki gert lítið úr mikilvægi opinberrar þjónustu eða velferðarkerfisins. Í fréttabréfinu sé einmitt lögð áhersla á að atvinnulíf og heimilin í landinu séu ekki tveir aðskildir hópar, heldur séu hagsmunir þeirra samtvinnaðir. Hagsæld til lengri tíma byggist hins vegar á öflugum einkageira sem sé forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu. „Atvinnurekstur á einkareknum forsendum mun á endanum draga hagkerfið upp úr kreppunni og skapa verðmæti til að standa undir lífsgæðum og velferð," segir Finnur. Hann bætir því við að hjálplegt væri ef „umræða um atvinnumál endurspeglaði þetta samhengi í meiri mæli og að í aðgerðum stjórnvalda fælist hvatning til atvinnurekstrar frekar en hitt". thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Verk að vinna Viðskiptaráð Íslands segir áhyggjuefni að vegur opinbera geirans í íslensku atvinnulífi sé að vaxa í hlutfalli við einkageirann. Fréttablaðið/VAlli Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur áhyggjur af vexti hins opinbera miðað við einkageirann. Hlutfallið milli geiranna hefur aukist um fimmtung frá árunum fyrir hrun. Í Skoðun, fréttabréfi VÍ, sem kemur út í dag, er sett fram ákveðin aðferð til að meta styrk hagkerfisins til að standa undir opinberri þjónustu. Með svonefndum stuðningsstuðli atvinnulífsins er fjöldi starfsfólks í einkageiranum borinn saman við þá sem hafa framfæri sitt af hinu opinbera, hvort sem er í formi launagreiðslna eða bóta. Á síðasta ári var hlutfallið 1,54 opinbera geiranum í hag þar sem 125 þúsund starfsmenn voru á almennum vinnumarkaði á móti rúmlega 190 þúsund manns sem studdir voru með opinberu fjármagni, það er opinberir starfsmenn, atvinnulausir og aðrir einstaklingar utan vinnumarkaðar. Það er nær fimmtungi hærra hlutfall en var árið 2007 þegar stuðullinn var 1,29. Að mati VÍ ber lægri stuðull vitni um sterkara hagkerfi, og því er hækkunin sem hefur orðið að undanförnu nokkurt áhyggjuefni. „Við erum nú með opinberan geira sem er í samræmi við umsvif atvinnulífs eins og það var á bólutímanum," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum, eins og margir aðrir, kallað eftir því að opinber rekstur verði færður til baka í samræmi við núverandi efnahagsaðstæður. Það verður sársaukafull aðgerð, en því hraðar sem það gengur, þeim mun sterkara verður hagkerfið á eftir." Finnur leggur þó áherslu á að með þessum orðum sé ekki gert lítið úr mikilvægi opinberrar þjónustu eða velferðarkerfisins. Í fréttabréfinu sé einmitt lögð áhersla á að atvinnulíf og heimilin í landinu séu ekki tveir aðskildir hópar, heldur séu hagsmunir þeirra samtvinnaðir. Hagsæld til lengri tíma byggist hins vegar á öflugum einkageira sem sé forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu. „Atvinnurekstur á einkareknum forsendum mun á endanum draga hagkerfið upp úr kreppunni og skapa verðmæti til að standa undir lífsgæðum og velferð," segir Finnur. Hann bætir því við að hjálplegt væri ef „umræða um atvinnumál endurspeglaði þetta samhengi í meiri mæli og að í aðgerðum stjórnvalda fælist hvatning til atvinnurekstrar frekar en hitt". thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira