Einhliða og villandi umfjöllum RÚV Karl M. Kristjánsson skrifar 28. febrúar 2011 09:00 Þessi orð eru rituð af virðingu við þingverði Alþingis sem ráðist var á 8. desember 2008. Fólk sem var haldið, hrint, meitt og þannig hindrað í störfum sínum, fólkið sem er enn að bíta úr nálinni eftir ofbeldið. Af tillitssemi við starfsmennina óskaði skrifstofustjóri Alþingis eftir lögreglurannsókn á atvikinu. Mestu um þá ákvörðun réð upptaka úr öryggismyndavél í anddyri við inngang að þingpöllum. Enginn maður með ærlegar tilfinningar getur horft á upptökuna án þess að fyllast ónotum, reiði og samúð í garð starfsmannanna. Fólk inni í húsinu heyrði öskur og svívirðingar í garð þeirra. Í læknaskýrslum og síðan í málsskjölum eru taldar upp margvíslegar líkamlegar afleiðingar allt frá mari og tognun upp í örorkumat. Þá eru ekki talin upp þau sálrænu eftirköst sem sumir starfsmenn bera. Þekkt er að afleiðingar átaka við hliðstæðar aðstæður eru verri fyrir þolendur en gerendur. Eins og eðlilegt er var bent á þær greinar í lögum sem fjalla um hliðstæð tilvik. Það var sett í hendur lögreglu og ákæruvaldsins hvort og hvernig kært yrði. Skrifstofustjóri Alþingis ber óskipta ábyrgð á velferð starfsfólksins og gat því ekki horft fram hjá atburðunum. Þáverandi forsætisnefnd hafði séð myndbandstökuna en gaf ekki heimild í þeim skilningi. Skrifstofustjóri bar einn ábyrgð á að óskað var rannsóknar. Gestir hafa alloft komið á þingpalla og haft þar uppi háreisti og jafnvel hagað sér með ógnandi hætti. Fyrir það hefur aldrei verið kært þar sem ekki hefur áður verið beitt ofbeldi gagnvart starfsmönnum þingsins inni í Alþingishúsinu. Fólkið sem kom 8. desember átti greiða leið upp á þingpallana, engin óeðlileg hindrun var á vegi þeirra fyrr en þau sjálf gripu til tilefnislausrar valdbeitingar. Þessi atburður er einsdæmi. Þetta var ekki venjuleg heimsókn á þingpallana. Þetta var skipulögð árás á fólk, sem átti sér einskis ills von enda voru engin mótmæli í gangi á Austurvelli þennan dag. Flestir þekkja framhaldið. Ríkissaksóknari ákvað á grundvelli lögregluskýrslu um málið að kæra níu einstaklinga. Umdeilt hefur verið eftir hvaða lagaákvæðum var kært. Dómur er fallinn og dómarar féllust á að valdi var beitt gagnvart starfsmönnum. Það var mikilvæg niðurstaða. Að öðru leyti sýnist sitt hverjum um dóminn. Margur virðist álíta það heppilegt til vinsælda, án þess að hafa kynnt sér málavexti, að tala um ofbeldisfólkið sem saklaus fórnarlömb svo að raunveruleg fórnarlömb líta út sem gerendur. Minnir óþægilega á meðferð fórnarlamba í öðrum ofbeldismálun þegar varnaraðilar gerenda eru þrautþjálfaðir í samskiptum við fjölmiðla. Hér vil ég gera hlut ríkissjónvarpsins að sérstöku umfjöllunarefni. Stuðningsmenn nímenninganna svokölluðu og þau sjálf hafa nánast notað RÚV sem einkamiðil sinn. Lögmaður nokkurra ákærðu hefur fengið að fjalla einhliða um hlut skjólstæðinga sinna þar sem hallað er mjög á starfsfólk Alþingis, málið rangfært og aflagað. Steininn tók úr þegar sjónvarpið birti þann 20. maí 2010 stutt valin brot úr upptöku frá atburðinum. Í myndinni var búið að fjarlægja þá kafla upptökunnar sem sýndu best hvernig ráðist var skipulega og með hörku á starfsmenn Alþingis. Upptakan í heild eða þar til lögreglan tekur við vörslu hússins er 2.47 mínútur en í myndbroti RÚV voru aðeins valdar rúmlega 30 sekúndur. Hvers vegna sýndi RÚV ekki myndbandið í heild? Ekki hefur skort tíma í umfjöllun um þetta mál hjá ríkisfjölmiðlunum. Allt jafnvægi hvarf úr umræðunni frá þessum degi. Búið var að hanna atburðarás og flestir héldu að hér kæmi sannleikurinn fram. Enda sýnt í sjálfu ríkissjónvarpinu. Skrifstofa Alþingis hafði fengið heimild persónuverndar til að birta upptökuna. En talið var ómálefnalegt að birta hana meðan málið var enn í dómsmeðferð. Á meðan dundi einhliða áróður í boði RÚV. Þegar þetta er skrifað hefur myndbandið enn ekki verið birt óklippt. Lögmaðurinn fagnaði því að ákærðu voru sýknaðir af broti gegn 1. mgr. í 100. gr. hegningarlaga. Í mínum huga skiptir mestu máli að dæmt var fyrir ofbeldi gegn samstarfsfólki mínu. Lögmaðurinn gerði lítið úr ofbeldinu, lítillega hafi verið ýtt við fólki. Í dómnum og atvikalýsingu kemur glöggt fram að þetta var sannarlega miklu meira, slíkur var ofsinn í stefndu strax í upphafi. Um kvöldið mætti lögmaðurinn, talsmaður stefndu, í sjónvarpið og fékk frítt spil eins og fyrri daginn. Hann túlkaði dóminn með sínum hætti án andsvara eða gagnrýninnar tilvitnunar í dóminn. Hver ber ábyrgð á svona einhliða fréttahönnun þar sem útbúin var mynd af prúðu æskufólki sem heimsækir Alþingi til að nýta sér tjáningarfrelsið en verður fyrir árás vondra þingvarða? Helst mátti skilja á ýmsum málsmetandi aðilum að þingverðirnir ættu að biðjast afsökunar á því að hafa látið berja sig. Þeir eiga fáa vini í þessu máli. Enginn hefur nefnt opinberlega að þau eigi afsökunarbeiðni skilið þrátt fyrir dóminn. Hins vegar verða þau ítrekað að þola svívirðingar og jafnvel morðhótanir fyrir það eitt að vinna fyrir Alþingi. Ég hvet alla sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar að lesa dóminn þar má sjá greinargóða atvikalýsingu. Hann var kveðinn upp 16. febrúar 2011 og má finna hann á www.https://domstolar.is/domaleit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þessi orð eru rituð af virðingu við þingverði Alþingis sem ráðist var á 8. desember 2008. Fólk sem var haldið, hrint, meitt og þannig hindrað í störfum sínum, fólkið sem er enn að bíta úr nálinni eftir ofbeldið. Af tillitssemi við starfsmennina óskaði skrifstofustjóri Alþingis eftir lögreglurannsókn á atvikinu. Mestu um þá ákvörðun réð upptaka úr öryggismyndavél í anddyri við inngang að þingpöllum. Enginn maður með ærlegar tilfinningar getur horft á upptökuna án þess að fyllast ónotum, reiði og samúð í garð starfsmannanna. Fólk inni í húsinu heyrði öskur og svívirðingar í garð þeirra. Í læknaskýrslum og síðan í málsskjölum eru taldar upp margvíslegar líkamlegar afleiðingar allt frá mari og tognun upp í örorkumat. Þá eru ekki talin upp þau sálrænu eftirköst sem sumir starfsmenn bera. Þekkt er að afleiðingar átaka við hliðstæðar aðstæður eru verri fyrir þolendur en gerendur. Eins og eðlilegt er var bent á þær greinar í lögum sem fjalla um hliðstæð tilvik. Það var sett í hendur lögreglu og ákæruvaldsins hvort og hvernig kært yrði. Skrifstofustjóri Alþingis ber óskipta ábyrgð á velferð starfsfólksins og gat því ekki horft fram hjá atburðunum. Þáverandi forsætisnefnd hafði séð myndbandstökuna en gaf ekki heimild í þeim skilningi. Skrifstofustjóri bar einn ábyrgð á að óskað var rannsóknar. Gestir hafa alloft komið á þingpalla og haft þar uppi háreisti og jafnvel hagað sér með ógnandi hætti. Fyrir það hefur aldrei verið kært þar sem ekki hefur áður verið beitt ofbeldi gagnvart starfsmönnum þingsins inni í Alþingishúsinu. Fólkið sem kom 8. desember átti greiða leið upp á þingpallana, engin óeðlileg hindrun var á vegi þeirra fyrr en þau sjálf gripu til tilefnislausrar valdbeitingar. Þessi atburður er einsdæmi. Þetta var ekki venjuleg heimsókn á þingpallana. Þetta var skipulögð árás á fólk, sem átti sér einskis ills von enda voru engin mótmæli í gangi á Austurvelli þennan dag. Flestir þekkja framhaldið. Ríkissaksóknari ákvað á grundvelli lögregluskýrslu um málið að kæra níu einstaklinga. Umdeilt hefur verið eftir hvaða lagaákvæðum var kært. Dómur er fallinn og dómarar féllust á að valdi var beitt gagnvart starfsmönnum. Það var mikilvæg niðurstaða. Að öðru leyti sýnist sitt hverjum um dóminn. Margur virðist álíta það heppilegt til vinsælda, án þess að hafa kynnt sér málavexti, að tala um ofbeldisfólkið sem saklaus fórnarlömb svo að raunveruleg fórnarlömb líta út sem gerendur. Minnir óþægilega á meðferð fórnarlamba í öðrum ofbeldismálun þegar varnaraðilar gerenda eru þrautþjálfaðir í samskiptum við fjölmiðla. Hér vil ég gera hlut ríkissjónvarpsins að sérstöku umfjöllunarefni. Stuðningsmenn nímenninganna svokölluðu og þau sjálf hafa nánast notað RÚV sem einkamiðil sinn. Lögmaður nokkurra ákærðu hefur fengið að fjalla einhliða um hlut skjólstæðinga sinna þar sem hallað er mjög á starfsfólk Alþingis, málið rangfært og aflagað. Steininn tók úr þegar sjónvarpið birti þann 20. maí 2010 stutt valin brot úr upptöku frá atburðinum. Í myndinni var búið að fjarlægja þá kafla upptökunnar sem sýndu best hvernig ráðist var skipulega og með hörku á starfsmenn Alþingis. Upptakan í heild eða þar til lögreglan tekur við vörslu hússins er 2.47 mínútur en í myndbroti RÚV voru aðeins valdar rúmlega 30 sekúndur. Hvers vegna sýndi RÚV ekki myndbandið í heild? Ekki hefur skort tíma í umfjöllun um þetta mál hjá ríkisfjölmiðlunum. Allt jafnvægi hvarf úr umræðunni frá þessum degi. Búið var að hanna atburðarás og flestir héldu að hér kæmi sannleikurinn fram. Enda sýnt í sjálfu ríkissjónvarpinu. Skrifstofa Alþingis hafði fengið heimild persónuverndar til að birta upptökuna. En talið var ómálefnalegt að birta hana meðan málið var enn í dómsmeðferð. Á meðan dundi einhliða áróður í boði RÚV. Þegar þetta er skrifað hefur myndbandið enn ekki verið birt óklippt. Lögmaðurinn fagnaði því að ákærðu voru sýknaðir af broti gegn 1. mgr. í 100. gr. hegningarlaga. Í mínum huga skiptir mestu máli að dæmt var fyrir ofbeldi gegn samstarfsfólki mínu. Lögmaðurinn gerði lítið úr ofbeldinu, lítillega hafi verið ýtt við fólki. Í dómnum og atvikalýsingu kemur glöggt fram að þetta var sannarlega miklu meira, slíkur var ofsinn í stefndu strax í upphafi. Um kvöldið mætti lögmaðurinn, talsmaður stefndu, í sjónvarpið og fékk frítt spil eins og fyrri daginn. Hann túlkaði dóminn með sínum hætti án andsvara eða gagnrýninnar tilvitnunar í dóminn. Hver ber ábyrgð á svona einhliða fréttahönnun þar sem útbúin var mynd af prúðu æskufólki sem heimsækir Alþingi til að nýta sér tjáningarfrelsið en verður fyrir árás vondra þingvarða? Helst mátti skilja á ýmsum málsmetandi aðilum að þingverðirnir ættu að biðjast afsökunar á því að hafa látið berja sig. Þeir eiga fáa vini í þessu máli. Enginn hefur nefnt opinberlega að þau eigi afsökunarbeiðni skilið þrátt fyrir dóminn. Hins vegar verða þau ítrekað að þola svívirðingar og jafnvel morðhótanir fyrir það eitt að vinna fyrir Alþingi. Ég hvet alla sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar að lesa dóminn þar má sjá greinargóða atvikalýsingu. Hann var kveðinn upp 16. febrúar 2011 og má finna hann á www.https://domstolar.is/domaleit.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun