Á að skapa fiskveiðiarð? Helgi Áss Grétarsson skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Um þorskveiðar á Íslandsmiðum á seinni helmingi níunda áratugar síðustu aldar hefur Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, m.a. sagt: „Slíkur var atgangurinn á miðunum að síðustu stóru [þorsk]árgangarnir (1983 og 1984) voru veiddir upp sem ungfiskur með þeim hætti að þeir skiluðu sér aldrei inn í hrygningarstofninn – hvað þá þeir árgangar sem á eftir komu" (Morgunblaðið, 19. nóvember 2007). Árið 1990 veiddu um það bil tvöfalt fleiri íslensk fiskiskip nánast sama magn af þorski á Íslandsmiðum og gerðu árið 1977. Sú staðreynd að svo margir fengu aðgang að nýtingu þessarar auðlindar gerði að verkum að fyrir heildina var nýtingin óhagkvæm. Sjávarútvegurinn skuldaði háar fjárhæðir og lánveitendur atvinnugreinarinnar voru að verulegu leyti opinberir aðilar. Hvernig átti að leysa úr þessari ósjálfbæru og óarðbæru stöðu til lengri tíma litið? Átti að halda áfram að veiða umfram ráðgjöf fiskifræðinga og hafa rúman aðgang að nýtingu auðlindarinnar? Í stað þess að halda áfram á slíkri vegferð var í grundvallaratriðum ákveðið að taka upp kerfi einstaklingsbundinna og framseljanlegra aflaheimilda (kvóta). Það kerfi virðist um margt líklegt til að skapa þjóðhagslegan arð. Undirstaða þess er að það skapi efnahagslega hvata fyrir einstaka atvinnurekendur til að sinna rekstrinum af kostgæfni. Sé þessum hvötum breytt eða þeir afnumdir er líklegt að slíkt hafi áhrif. Meta þarf það og vega hvort arður af nýtingu auðlindarinnar verði þá til staðar. Ég hef hlýtt tvívegis á Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor, fjalla sérstaklega um íslenska aflamarkskerfið á opinberum fundum (í Vestmannaeyjum í júní 2009 og á Sauðárkróki í júní 2010). Hann lagði m.a. áherslu á að aflaheimildir væru „gjafakvóti" og byggðir landsins ættu undir högg að sækja vegna aflamarkskerfisins, m.a. vitnaði hann í bæði skiptin í umfjöllun Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu um málefni tiltekins útgerðarfyrirtækis á Grundarfirði. Framsetning Þórólfs var með þeim hætti að sanngjarnt er að segja að hann hafi ekki talað hlýlega um íslenska aflamarkskerfið. Það sama skein í gegn þegar hann svaraði fyrirspurnum og ábendingum úr sal. Bæði fræðiskrif hans um efnið og almenn blaðaskrif gefa hið sama til kynna. Því var óvænt og ánægjulegt þegar hann sagði 15. febrúar sl. í blaðagrein í Fréttablaðinu: „…að fátt bendi til annars en að hreinn hagnaður veiða og vinnslu verði áfram mældur í milljarðatugum næsta áratuginn eða svo". Í grein í Fréttablaðinu 23. febrúar sl. vísaði Þórólfur til tiltekinna krafna í akademískri umræðu. Af því tilefni vil ég benda á að sumir vilja samkenna hann við Samfylkinguna. Það myndi mér aldrei detta í hug að gera þar sem í akademískri umræðu eru það rökin sem máli skipta en hvorki slagorð né sleggjudómar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um þorskveiðar á Íslandsmiðum á seinni helmingi níunda áratugar síðustu aldar hefur Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, m.a. sagt: „Slíkur var atgangurinn á miðunum að síðustu stóru [þorsk]árgangarnir (1983 og 1984) voru veiddir upp sem ungfiskur með þeim hætti að þeir skiluðu sér aldrei inn í hrygningarstofninn – hvað þá þeir árgangar sem á eftir komu" (Morgunblaðið, 19. nóvember 2007). Árið 1990 veiddu um það bil tvöfalt fleiri íslensk fiskiskip nánast sama magn af þorski á Íslandsmiðum og gerðu árið 1977. Sú staðreynd að svo margir fengu aðgang að nýtingu þessarar auðlindar gerði að verkum að fyrir heildina var nýtingin óhagkvæm. Sjávarútvegurinn skuldaði háar fjárhæðir og lánveitendur atvinnugreinarinnar voru að verulegu leyti opinberir aðilar. Hvernig átti að leysa úr þessari ósjálfbæru og óarðbæru stöðu til lengri tíma litið? Átti að halda áfram að veiða umfram ráðgjöf fiskifræðinga og hafa rúman aðgang að nýtingu auðlindarinnar? Í stað þess að halda áfram á slíkri vegferð var í grundvallaratriðum ákveðið að taka upp kerfi einstaklingsbundinna og framseljanlegra aflaheimilda (kvóta). Það kerfi virðist um margt líklegt til að skapa þjóðhagslegan arð. Undirstaða þess er að það skapi efnahagslega hvata fyrir einstaka atvinnurekendur til að sinna rekstrinum af kostgæfni. Sé þessum hvötum breytt eða þeir afnumdir er líklegt að slíkt hafi áhrif. Meta þarf það og vega hvort arður af nýtingu auðlindarinnar verði þá til staðar. Ég hef hlýtt tvívegis á Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor, fjalla sérstaklega um íslenska aflamarkskerfið á opinberum fundum (í Vestmannaeyjum í júní 2009 og á Sauðárkróki í júní 2010). Hann lagði m.a. áherslu á að aflaheimildir væru „gjafakvóti" og byggðir landsins ættu undir högg að sækja vegna aflamarkskerfisins, m.a. vitnaði hann í bæði skiptin í umfjöllun Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu um málefni tiltekins útgerðarfyrirtækis á Grundarfirði. Framsetning Þórólfs var með þeim hætti að sanngjarnt er að segja að hann hafi ekki talað hlýlega um íslenska aflamarkskerfið. Það sama skein í gegn þegar hann svaraði fyrirspurnum og ábendingum úr sal. Bæði fræðiskrif hans um efnið og almenn blaðaskrif gefa hið sama til kynna. Því var óvænt og ánægjulegt þegar hann sagði 15. febrúar sl. í blaðagrein í Fréttablaðinu: „…að fátt bendi til annars en að hreinn hagnaður veiða og vinnslu verði áfram mældur í milljarðatugum næsta áratuginn eða svo". Í grein í Fréttablaðinu 23. febrúar sl. vísaði Þórólfur til tiltekinna krafna í akademískri umræðu. Af því tilefni vil ég benda á að sumir vilja samkenna hann við Samfylkinguna. Það myndi mér aldrei detta í hug að gera þar sem í akademískri umræðu eru það rökin sem máli skipta en hvorki slagorð né sleggjudómar.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun