Vottun í stað sjónhverfinga Rannveig Guðleifsdóttir skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Í viðtali við Ástu Sýrusdóttur, framkvæmdastjóra Purity Herbs, sem birtist í blaðinu „Akureyri“ 2. desember sl. undir fyrirsögninni „Vottun er oft sjónhverfing“ eru nokkrar meinlegar rangfærslur sem þörf er á að leiðrétta. Þar heldur hún því fram að vottun sé blekkingarleikur og að vörur sem hlotið hafa lífræna vottun geti innihaldið skaðleg kemísk efni. Með þessu er gerð tilraun til að varpa rýrð á það mikilvæga þróunarstarf sem framleiðendur vottaðra lífrænna afurða hafa unnið á liðnum áratugum, ekki síst í þágu íslenskra neytenda. Þá er með þessu sömuleiðis gert lítið úr vottun lífrænna afurða sem Vottunarstofan Tún annast hér á landi. Hafa ber í huga að Tún er faggildur vottunaraðili sem fylgir alþjóðlegum stöðlum í sínu vottunarstarfi og á samstarf við virta vottunaraðila í öðrum löndum, m.a. Soil Association í Bretlandi. Þær vörur sem hljóta vottun Túns þurfa að uppfylla strangar kröfur í samræmi við ítarlegt regluverk IFOAM (sem er alþjóðleg hreyfing fagaðila á þessu sviði) og ESB um lífræna framleiðslu. Vottun lífrænna snyrti- og heilsuvara byggir á fjölþjóðlegu samstarfi leiðandi vottunarstofa í Evrópu. Með ósk um vottun er óháðum aðila falið að ganga úr skugga um að viðkomandi framleiðandi vinni í samræmi við opinberlega skilgreindar aðferðir. Á grundvelli vottunar fær framleiðandinn heimild til að merkja afurð sína með vottunarmerki. Hin leiðin er að fyrirtæki votti sjálf eigin verðleika, en sjálfsvottun býður heim hættunni á sjónhverfingum og skrumi sem kann að skaða hagsmuni þeirra sem raunverulega vinna eftir lífrænum aðferðum. Af þeim sökum er vottun óháðs aðila nú lögbundin fyrir lífræna landbúnaðarframleiðslu og krafan um vottun breiðist ört út til iðngreina sem byggja á lífrænum hráefnum. Í umræddri grein er m.a. haft eftir Ástu að „ekki fari á milli mála að jurtirnar sem notaðar eru í t.d. krem frá Purity Herbs séu eins hreinar og kraftmiklar og kostur er. Þær jurtir sem tíndar séu innan girðingar á vottuðum svæðum hafi ekki neina yfirburði yfir þær fersku jurtir sem fyrirtækið nýtir sér og bæti engu við gæði varanna.“ Hér gætir misskilnings á því hver tilgangur vottunar er. Vottunin felur ekki í sér flóknar efnagreiningar á efnasamsetningu jurtanna. Með vottun er gengið úr skugga um að jurtunum sé safnað á landi sem framleiðandinn hefur eftirlit með og ábyrgist að hvorki fái tilbúinn áburð eða eiturefni, hvort sem það er afgirt eða ekki, og að nýtingin sé sjálfbær þannig að ekki sé gengið of nærri náttúrulegu gróðurjafnvægi svæðisins. Án vottunar hefur neytandinn enga tryggingu gegn því að jurtunum sé safnað úr vegköntum eða öðrum eftirlitslausum svæðum. Vottun snýst um neytendavernd; að tryggja það að lífrænum aðferðum hafi raunverulega verið beitt við gerð vöru sem sögð er vera lífræn. Þá segir Ásta enn fremur í umræddu viðtali: „Ég er talsmaður þess að engin leyndarmál fylgi framleiðslu á snyrtivörum, ekki frekar en t.d. í matvælaframleiðslu, en það hefur því miður borið á því að neytendur séu blekktir. Sumir telja að sé vara vottuð þýði það að allt innihald hennar sé lífrænt ræktað, en svo er ekki. Það kemur fyrir að bara jurtirnar séu vottaðar en svo er ýmsum efnum bætt við og jafnvel er leyfilegt að nota ákveðið hlutfall af kemískum og óæskilegum efnum í vottaðri vöru.“ Hér fullyrðir Ásta meir en hófi gegnir, og skal henni bent á að kynna sér reglur um vinnslu lífrænna afurða sem eru afdráttarlausar í kröfum til samsetningar og merkinga. Ef samsett vara er kynnt sem lífræn verða minnst 95% landbúnaðarefna hennar að vera vottuð lífræn. Í almennum matvæla- og snyrtivöruiðnaði eru leyfð hundruð aukefna. En í lífrænni framleiðslu er einungis lítill hluti þeirra leyfður og notkun þeirra jafnan háð ströngum skilyrðum sem tilgreind eru í stöðlum, eftir að gengið hefur verið úr skugga um að efnin séu ekki skaðleg. Þannig eru t.d. parabenar, sodium lauryl sulfate og fleiri umdeild efni sem finnast í flestum hefðbundnum snyrtivörum ekki leyfð í lífrænum vörum. Því miður kemur fyrir að neytendur eru blekktir, t.d. með því að vörur séu merktar lífrænar án þess að þær hafi hlotið til þess vottun. Því þurfa neytendur að sýna árvekni og leita eftir vottunarmerki á þeim vörum sem sagðar eru lífrænar. Ef vottunarmerki vantar er engin vissa fyrir því að varan uppfylli þær ströngu kröfur sem gerðar eru til lífrænnar framleiðslu. Staðlar og vottun eru trygging fyrir gegnsæi og trausti á markaði – andhverfa sjónhverfinga og blekkinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í viðtali við Ástu Sýrusdóttur, framkvæmdastjóra Purity Herbs, sem birtist í blaðinu „Akureyri“ 2. desember sl. undir fyrirsögninni „Vottun er oft sjónhverfing“ eru nokkrar meinlegar rangfærslur sem þörf er á að leiðrétta. Þar heldur hún því fram að vottun sé blekkingarleikur og að vörur sem hlotið hafa lífræna vottun geti innihaldið skaðleg kemísk efni. Með þessu er gerð tilraun til að varpa rýrð á það mikilvæga þróunarstarf sem framleiðendur vottaðra lífrænna afurða hafa unnið á liðnum áratugum, ekki síst í þágu íslenskra neytenda. Þá er með þessu sömuleiðis gert lítið úr vottun lífrænna afurða sem Vottunarstofan Tún annast hér á landi. Hafa ber í huga að Tún er faggildur vottunaraðili sem fylgir alþjóðlegum stöðlum í sínu vottunarstarfi og á samstarf við virta vottunaraðila í öðrum löndum, m.a. Soil Association í Bretlandi. Þær vörur sem hljóta vottun Túns þurfa að uppfylla strangar kröfur í samræmi við ítarlegt regluverk IFOAM (sem er alþjóðleg hreyfing fagaðila á þessu sviði) og ESB um lífræna framleiðslu. Vottun lífrænna snyrti- og heilsuvara byggir á fjölþjóðlegu samstarfi leiðandi vottunarstofa í Evrópu. Með ósk um vottun er óháðum aðila falið að ganga úr skugga um að viðkomandi framleiðandi vinni í samræmi við opinberlega skilgreindar aðferðir. Á grundvelli vottunar fær framleiðandinn heimild til að merkja afurð sína með vottunarmerki. Hin leiðin er að fyrirtæki votti sjálf eigin verðleika, en sjálfsvottun býður heim hættunni á sjónhverfingum og skrumi sem kann að skaða hagsmuni þeirra sem raunverulega vinna eftir lífrænum aðferðum. Af þeim sökum er vottun óháðs aðila nú lögbundin fyrir lífræna landbúnaðarframleiðslu og krafan um vottun breiðist ört út til iðngreina sem byggja á lífrænum hráefnum. Í umræddri grein er m.a. haft eftir Ástu að „ekki fari á milli mála að jurtirnar sem notaðar eru í t.d. krem frá Purity Herbs séu eins hreinar og kraftmiklar og kostur er. Þær jurtir sem tíndar séu innan girðingar á vottuðum svæðum hafi ekki neina yfirburði yfir þær fersku jurtir sem fyrirtækið nýtir sér og bæti engu við gæði varanna.“ Hér gætir misskilnings á því hver tilgangur vottunar er. Vottunin felur ekki í sér flóknar efnagreiningar á efnasamsetningu jurtanna. Með vottun er gengið úr skugga um að jurtunum sé safnað á landi sem framleiðandinn hefur eftirlit með og ábyrgist að hvorki fái tilbúinn áburð eða eiturefni, hvort sem það er afgirt eða ekki, og að nýtingin sé sjálfbær þannig að ekki sé gengið of nærri náttúrulegu gróðurjafnvægi svæðisins. Án vottunar hefur neytandinn enga tryggingu gegn því að jurtunum sé safnað úr vegköntum eða öðrum eftirlitslausum svæðum. Vottun snýst um neytendavernd; að tryggja það að lífrænum aðferðum hafi raunverulega verið beitt við gerð vöru sem sögð er vera lífræn. Þá segir Ásta enn fremur í umræddu viðtali: „Ég er talsmaður þess að engin leyndarmál fylgi framleiðslu á snyrtivörum, ekki frekar en t.d. í matvælaframleiðslu, en það hefur því miður borið á því að neytendur séu blekktir. Sumir telja að sé vara vottuð þýði það að allt innihald hennar sé lífrænt ræktað, en svo er ekki. Það kemur fyrir að bara jurtirnar séu vottaðar en svo er ýmsum efnum bætt við og jafnvel er leyfilegt að nota ákveðið hlutfall af kemískum og óæskilegum efnum í vottaðri vöru.“ Hér fullyrðir Ásta meir en hófi gegnir, og skal henni bent á að kynna sér reglur um vinnslu lífrænna afurða sem eru afdráttarlausar í kröfum til samsetningar og merkinga. Ef samsett vara er kynnt sem lífræn verða minnst 95% landbúnaðarefna hennar að vera vottuð lífræn. Í almennum matvæla- og snyrtivöruiðnaði eru leyfð hundruð aukefna. En í lífrænni framleiðslu er einungis lítill hluti þeirra leyfður og notkun þeirra jafnan háð ströngum skilyrðum sem tilgreind eru í stöðlum, eftir að gengið hefur verið úr skugga um að efnin séu ekki skaðleg. Þannig eru t.d. parabenar, sodium lauryl sulfate og fleiri umdeild efni sem finnast í flestum hefðbundnum snyrtivörum ekki leyfð í lífrænum vörum. Því miður kemur fyrir að neytendur eru blekktir, t.d. með því að vörur séu merktar lífrænar án þess að þær hafi hlotið til þess vottun. Því þurfa neytendur að sýna árvekni og leita eftir vottunarmerki á þeim vörum sem sagðar eru lífrænar. Ef vottunarmerki vantar er engin vissa fyrir því að varan uppfylli þær ströngu kröfur sem gerðar eru til lífrænnar framleiðslu. Staðlar og vottun eru trygging fyrir gegnsæi og trausti á markaði – andhverfa sjónhverfinga og blekkinga.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun