Áreitt kynferðislega í EVE Online - kynjamismunum í tölvuleikjum Erla Hlynsdóttir skrifar 16. mars 2011 13:28 Persóna Önnu Bragadóttur í EVE Online Konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta er megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. „Kvenmenn geta orðið fyrir kynferðisáreitni og þurfa að gæta vel að því hvað þær segja og hvernig það er sagt svo það valdi ekki misskilningi. Þær þurfa að setja skýr mörk," segir Anna sem sjálf varð fyrir ofsóknum karlkyns spilara á meðan á rannsókninni stóð.Var sjálf ofsótt af leikfélaga Hún segir að sama fólkið spili oft saman í leiknum, og hún hafi gjarnan spilað með ákveðnum manni sem byrjaði að daðra við hana. „Ég sá þá að hann var ekki með skýr mörk á því hvar leikurinn endar og hvar raunveruleikinn tekur við," segir Anna. Í framhaldinu fór hann að sýna yfirgang og reyndi að einangra hana frá samskiptum við aðra spilara í leiknum. Á endanum tók hann því mjög illa þegar hún sagðist ekki vilja spila meira með honum. „Hann sendi mér stöðuga tölvupósta og ég endaði á því að þurfa að „blocka" hann á öllum samskiptamátum," segir Anna og vísar þar til annars konar tölvusamskipta, svo sem Facebook. Henni hefur tekist að loka alveg á viðkomandi mann, sem er ekki Íslendingur, og hefur hann engin tök á því nú að hafa samband við Önnu.Myndbrot úr leiknum EVE OnlineÓskýr mörk milli leiksins og raunveruleika Hún segir að það sem kom henni mest á óvart við rannsóknina er hversu óljós mörk milli sýndarveruleika og raunveruleika eru hjá ákveðnum spilurum „Það er eins og þeir átti sig ekki hvar leikurinn endar og raunveruleikinn tekur við," segir hún.Konur sem stöðutákn Upplifun hennar af kynjamismunun í leiknum var bæði jákvæð og neikvæð. Hvað jákvæðu hliðina varðar fannst henni mjög merkilegt að komast að því að konur væru álitnar ákveðið stöðutákn innan fyrirtækja í leiknum. „Leikmenn eru ákafir í að láta aðra vita að það sé kvenmaður í þeirra fyrirtæki og ég var til dæmis beðin um að ráða inn aðra leikmenn með því að nota þá staðreynd að ég væri kvenkyns," segir hún.Konur ekki teknar alvarlega Hins vegar fannst henni hún ekki vera tekin nógu alvarlega sem spilari einmitt af því hún er kona. „Það var mín upplifun að yfirmenn fyrirtækisins væru með mig vafða inn í bómull og ég væri ekki fullgildur spilari, það er þeir taka ekki mark á getu og kvenmenn þurfa að sanna sig stöðugt en eru sjaldan teknar sem fullgildir alvöru spilarar," segir hún.Áreitnin tilkynnt Anna segir að þeir sem verða fyrir áreitni í leiknum geti farið inn á notendasíðuna sína og tilkynnt málið til CCP sem er framleiðandi leiksins. Hún segist eftir sem áður hafa gaman að EVE Online en þar sem hún er nú nýútskrifuð einbeitir sér hún þessa dagana að atvinnuleit frekar en tölvuleikjum. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta er megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. „Kvenmenn geta orðið fyrir kynferðisáreitni og þurfa að gæta vel að því hvað þær segja og hvernig það er sagt svo það valdi ekki misskilningi. Þær þurfa að setja skýr mörk," segir Anna sem sjálf varð fyrir ofsóknum karlkyns spilara á meðan á rannsókninni stóð.Var sjálf ofsótt af leikfélaga Hún segir að sama fólkið spili oft saman í leiknum, og hún hafi gjarnan spilað með ákveðnum manni sem byrjaði að daðra við hana. „Ég sá þá að hann var ekki með skýr mörk á því hvar leikurinn endar og hvar raunveruleikinn tekur við," segir Anna. Í framhaldinu fór hann að sýna yfirgang og reyndi að einangra hana frá samskiptum við aðra spilara í leiknum. Á endanum tók hann því mjög illa þegar hún sagðist ekki vilja spila meira með honum. „Hann sendi mér stöðuga tölvupósta og ég endaði á því að þurfa að „blocka" hann á öllum samskiptamátum," segir Anna og vísar þar til annars konar tölvusamskipta, svo sem Facebook. Henni hefur tekist að loka alveg á viðkomandi mann, sem er ekki Íslendingur, og hefur hann engin tök á því nú að hafa samband við Önnu.Myndbrot úr leiknum EVE OnlineÓskýr mörk milli leiksins og raunveruleika Hún segir að það sem kom henni mest á óvart við rannsóknina er hversu óljós mörk milli sýndarveruleika og raunveruleika eru hjá ákveðnum spilurum „Það er eins og þeir átti sig ekki hvar leikurinn endar og raunveruleikinn tekur við," segir hún.Konur sem stöðutákn Upplifun hennar af kynjamismunun í leiknum var bæði jákvæð og neikvæð. Hvað jákvæðu hliðina varðar fannst henni mjög merkilegt að komast að því að konur væru álitnar ákveðið stöðutákn innan fyrirtækja í leiknum. „Leikmenn eru ákafir í að láta aðra vita að það sé kvenmaður í þeirra fyrirtæki og ég var til dæmis beðin um að ráða inn aðra leikmenn með því að nota þá staðreynd að ég væri kvenkyns," segir hún.Konur ekki teknar alvarlega Hins vegar fannst henni hún ekki vera tekin nógu alvarlega sem spilari einmitt af því hún er kona. „Það var mín upplifun að yfirmenn fyrirtækisins væru með mig vafða inn í bómull og ég væri ekki fullgildur spilari, það er þeir taka ekki mark á getu og kvenmenn þurfa að sanna sig stöðugt en eru sjaldan teknar sem fullgildir alvöru spilarar," segir hún.Áreitnin tilkynnt Anna segir að þeir sem verða fyrir áreitni í leiknum geti farið inn á notendasíðuna sína og tilkynnt málið til CCP sem er framleiðandi leiksins. Hún segist eftir sem áður hafa gaman að EVE Online en þar sem hún er nú nýútskrifuð einbeitir sér hún þessa dagana að atvinnuleit frekar en tölvuleikjum.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira