Staðgöngumæðrun: horfst í augu við staðreyndir 19. desember 2011 06:00 Velferðarnefnd Alþingis samþykkti nýja þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Tillagan er nokkuð breytt frá fyrra þingi þar sem heilbrigðisnefnd fjallaði um hana og samþykkti með breytingum. Tillagan hefur nú verið samþykkt af tveimur þingnefndum, nú með yfirgnæfandi meirihluta, og er það vísbending um vönduð vinnubrögð beggja nefnda við að skilja staðreyndir frá kenningum og fordómum. Staðganga stuðningsfélag og Tilvera, samtök um ófrjósemi, hafa lagt sitt af mörkum til að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um málefnið. Í þeim tilgangi fengu félögin Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla í Kanada, til landsins í maí sl. Hún er helsti sérfræðingur í staðgöngumæðrun á Vesturlöndum, en hennar sérsvið eru mannréttindi, jafnrétti og kúgun kvenna. Rannsókn hennar fólst í að finna allar birtar fagrannsóknir um staðgöngumæðrun á Vesturlöndum og bera niðurstöður þeirra saman. Hún bjóst við að finna handfylli rannsókna en þær urðu 40 talsins. Fullyrðingar um skort á rannsóknum hafa komið fram, m.a. í skýrslu vinnuhóps þáv. heilbrigðisráðherra (jan./júní 2010) sem ýmsir umsagnaraðilar styðjast ennþá við í málflutningi sínum, sem og minnihluti velferðarnefndar. Það skýtur skökku við, þar sem skýrslan fjallar að mestu leyti um staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni og í þróunarlöndunum en að mjög litlu leyti um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Vesturlöndum eins og er til umræðu hér á landi. Í skýrslunni segir þó orðrétt um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni: „Konurnar geta til dæmis verið vinkonur, systur eða jafnvel mæðgur. Þá er gengið út frá því að allir aðilar sem að málinu koma, séu þátttakendur af fúsum og frjálsum vilja. Ekki er ástæða til að ætla að slíkt hafi neikvæðar afleiðingar." Fyrrnefndar rannsóknir fylgdust grannt með upplifun staðgöngumæðra. Flestir ef ekki allir rannsakendur töldu sig geta sýnt fram á að staðgöngumæður væru úr lægri stéttum, beittar þrýstingi og jafnvel kúgun, upplifðu mikinn missi við að afhenda barnið foreldrum o.s.frv. Þrátt fyrir einbeittan vilja rannsakenda studdi engin af rannsóknunum þessar né aðrar neikvæðar kenningar nema síður sé. Allar niðurstöður eru einróma sammála um ágæti staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum og umfram allt almenna ánægju staðgöngumæðra með að hafa tekið hlutverkið að sér. Það er gleðiefni fyrir vantrúaða að fá það staðfest að konur geta framkvæmt góðverk af heilum hug og vita vel hvers þær eru megnugar. Sá er styrkur og kærleikur kvenna sem ber að fagna. Prófessor Karen Busby er nú dyggur stuðningsmaður staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum, en rannsókn hennar ber heitið „Revisiting The Handmaid's Tale: Feminist Theory Meets Empirical Research on Surrogate Mothers". Heilbrigðisnefnd lagði fram tillögur að breytingum sem velferðarnefnd tekur undir og sú helsta er aukin áhersla á réttindi og hagsmuni barnsins og staðgöngumóðurinnar og að hún hafi fullan ákvörðunarrétt yfir sínum líkama. Á sömu forsendum álítur heilbrigðisnefnd að það sé hluti af ákvörðunarvaldi íslenskra kvenna yfir eigin líkama að mega vera staðgöngumæður ef þær kjósa svo. Ýmis siðferðileg álitaefni hafa verið sett fram af siðfræðingum og má þar m.a. nefna að líkami kvenna sé gerður að söluvöru, markaðsvæðingu og að um mögulegt brot á mannréttindum sé að ræða. Þegar um velgjörð er að ræða er fráleitt að tala um líkama kvenna sem söluvöru og niðrandi. Markaðsvæðing á staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er órökstudd með öllu og má því til stuðnings benda á að í Bretlandi, þar sem búa um 62 milljónir manna, hefur úrræðið verið leyft síðan um 1985 en staðgöngufæðingar eru aðeins 60-100 á ári. Svipaða sögu má segja af Hollandi, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum. Varðandi brot á mannréttindum bendum við á að sérsvið Karenar Busby lagaprófessors er mannréttindi, en hún var ráðgefandi við þær breytingar sem gerðar voru á þingsályktunartillögunni. Fráleitt er að ætla að hún styðji brot á mannréttindum eða jafnréttislögum. Hún er jafnframt einn stofnenda og stjórnandi „Human Rights Research Initiative"-stofnunarinnar við Manitoba-háskóla. Þess má einnig geta að lögfræði- og siðaráð ESHRE, samtaka evrópskra sérfræðinga, gaf út yfirlýsingu árið 2005 sem styður staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Fólk eignast börn með ýmsum hætti án nokkurs eftirlits hins opinbera en sá litli hópur fólks sem þarf á þessu úrræði að halda og telur 0-5 tilfelli á ári yrði undir mesta eftirliti og handleiðslu hins opinbera við barneignir sem þekkst hefur. Sérfræðingar munu velja hverjir fái notið úrræðisins og eins hvaða konur séu ákjósanlegar staðgöngumæður m.t.t. líkamlegrar og andlegrar heilsu, fyrri reynslu af barneignum o.s.frv. Sérfræðingar munu fylgjast með ferlinu þar til nokkru eftir fæðingu barnsins til að tryggja velferð þess, staðgöngumóðurinnar og hennar fjölskyldu sem og foreldra barnsins. Staðganga fagnar þessu skrefi í átt að auknu jafnræði í aðstoð við barneignir og auknu frelsi íslenskra kvenna til að ráða yfir eigin líkama, hvort sem þær vilja gefa nýra eða gefa meðgöngu með kærleikann að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Velferðarnefnd Alþingis samþykkti nýja þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Tillagan er nokkuð breytt frá fyrra þingi þar sem heilbrigðisnefnd fjallaði um hana og samþykkti með breytingum. Tillagan hefur nú verið samþykkt af tveimur þingnefndum, nú með yfirgnæfandi meirihluta, og er það vísbending um vönduð vinnubrögð beggja nefnda við að skilja staðreyndir frá kenningum og fordómum. Staðganga stuðningsfélag og Tilvera, samtök um ófrjósemi, hafa lagt sitt af mörkum til að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um málefnið. Í þeim tilgangi fengu félögin Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla í Kanada, til landsins í maí sl. Hún er helsti sérfræðingur í staðgöngumæðrun á Vesturlöndum, en hennar sérsvið eru mannréttindi, jafnrétti og kúgun kvenna. Rannsókn hennar fólst í að finna allar birtar fagrannsóknir um staðgöngumæðrun á Vesturlöndum og bera niðurstöður þeirra saman. Hún bjóst við að finna handfylli rannsókna en þær urðu 40 talsins. Fullyrðingar um skort á rannsóknum hafa komið fram, m.a. í skýrslu vinnuhóps þáv. heilbrigðisráðherra (jan./júní 2010) sem ýmsir umsagnaraðilar styðjast ennþá við í málflutningi sínum, sem og minnihluti velferðarnefndar. Það skýtur skökku við, þar sem skýrslan fjallar að mestu leyti um staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni og í þróunarlöndunum en að mjög litlu leyti um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Vesturlöndum eins og er til umræðu hér á landi. Í skýrslunni segir þó orðrétt um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni: „Konurnar geta til dæmis verið vinkonur, systur eða jafnvel mæðgur. Þá er gengið út frá því að allir aðilar sem að málinu koma, séu þátttakendur af fúsum og frjálsum vilja. Ekki er ástæða til að ætla að slíkt hafi neikvæðar afleiðingar." Fyrrnefndar rannsóknir fylgdust grannt með upplifun staðgöngumæðra. Flestir ef ekki allir rannsakendur töldu sig geta sýnt fram á að staðgöngumæður væru úr lægri stéttum, beittar þrýstingi og jafnvel kúgun, upplifðu mikinn missi við að afhenda barnið foreldrum o.s.frv. Þrátt fyrir einbeittan vilja rannsakenda studdi engin af rannsóknunum þessar né aðrar neikvæðar kenningar nema síður sé. Allar niðurstöður eru einróma sammála um ágæti staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum og umfram allt almenna ánægju staðgöngumæðra með að hafa tekið hlutverkið að sér. Það er gleðiefni fyrir vantrúaða að fá það staðfest að konur geta framkvæmt góðverk af heilum hug og vita vel hvers þær eru megnugar. Sá er styrkur og kærleikur kvenna sem ber að fagna. Prófessor Karen Busby er nú dyggur stuðningsmaður staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum, en rannsókn hennar ber heitið „Revisiting The Handmaid's Tale: Feminist Theory Meets Empirical Research on Surrogate Mothers". Heilbrigðisnefnd lagði fram tillögur að breytingum sem velferðarnefnd tekur undir og sú helsta er aukin áhersla á réttindi og hagsmuni barnsins og staðgöngumóðurinnar og að hún hafi fullan ákvörðunarrétt yfir sínum líkama. Á sömu forsendum álítur heilbrigðisnefnd að það sé hluti af ákvörðunarvaldi íslenskra kvenna yfir eigin líkama að mega vera staðgöngumæður ef þær kjósa svo. Ýmis siðferðileg álitaefni hafa verið sett fram af siðfræðingum og má þar m.a. nefna að líkami kvenna sé gerður að söluvöru, markaðsvæðingu og að um mögulegt brot á mannréttindum sé að ræða. Þegar um velgjörð er að ræða er fráleitt að tala um líkama kvenna sem söluvöru og niðrandi. Markaðsvæðing á staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er órökstudd með öllu og má því til stuðnings benda á að í Bretlandi, þar sem búa um 62 milljónir manna, hefur úrræðið verið leyft síðan um 1985 en staðgöngufæðingar eru aðeins 60-100 á ári. Svipaða sögu má segja af Hollandi, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum. Varðandi brot á mannréttindum bendum við á að sérsvið Karenar Busby lagaprófessors er mannréttindi, en hún var ráðgefandi við þær breytingar sem gerðar voru á þingsályktunartillögunni. Fráleitt er að ætla að hún styðji brot á mannréttindum eða jafnréttislögum. Hún er jafnframt einn stofnenda og stjórnandi „Human Rights Research Initiative"-stofnunarinnar við Manitoba-háskóla. Þess má einnig geta að lögfræði- og siðaráð ESHRE, samtaka evrópskra sérfræðinga, gaf út yfirlýsingu árið 2005 sem styður staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Fólk eignast börn með ýmsum hætti án nokkurs eftirlits hins opinbera en sá litli hópur fólks sem þarf á þessu úrræði að halda og telur 0-5 tilfelli á ári yrði undir mesta eftirliti og handleiðslu hins opinbera við barneignir sem þekkst hefur. Sérfræðingar munu velja hverjir fái notið úrræðisins og eins hvaða konur séu ákjósanlegar staðgöngumæður m.t.t. líkamlegrar og andlegrar heilsu, fyrri reynslu af barneignum o.s.frv. Sérfræðingar munu fylgjast með ferlinu þar til nokkru eftir fæðingu barnsins til að tryggja velferð þess, staðgöngumóðurinnar og hennar fjölskyldu sem og foreldra barnsins. Staðganga fagnar þessu skrefi í átt að auknu jafnræði í aðstoð við barneignir og auknu frelsi íslenskra kvenna til að ráða yfir eigin líkama, hvort sem þær vilja gefa nýra eða gefa meðgöngu með kærleikann að leiðarljósi.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun