Staðgöngumæðrun: horfst í augu við staðreyndir 19. desember 2011 06:00 Velferðarnefnd Alþingis samþykkti nýja þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Tillagan er nokkuð breytt frá fyrra þingi þar sem heilbrigðisnefnd fjallaði um hana og samþykkti með breytingum. Tillagan hefur nú verið samþykkt af tveimur þingnefndum, nú með yfirgnæfandi meirihluta, og er það vísbending um vönduð vinnubrögð beggja nefnda við að skilja staðreyndir frá kenningum og fordómum. Staðganga stuðningsfélag og Tilvera, samtök um ófrjósemi, hafa lagt sitt af mörkum til að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um málefnið. Í þeim tilgangi fengu félögin Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla í Kanada, til landsins í maí sl. Hún er helsti sérfræðingur í staðgöngumæðrun á Vesturlöndum, en hennar sérsvið eru mannréttindi, jafnrétti og kúgun kvenna. Rannsókn hennar fólst í að finna allar birtar fagrannsóknir um staðgöngumæðrun á Vesturlöndum og bera niðurstöður þeirra saman. Hún bjóst við að finna handfylli rannsókna en þær urðu 40 talsins. Fullyrðingar um skort á rannsóknum hafa komið fram, m.a. í skýrslu vinnuhóps þáv. heilbrigðisráðherra (jan./júní 2010) sem ýmsir umsagnaraðilar styðjast ennþá við í málflutningi sínum, sem og minnihluti velferðarnefndar. Það skýtur skökku við, þar sem skýrslan fjallar að mestu leyti um staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni og í þróunarlöndunum en að mjög litlu leyti um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Vesturlöndum eins og er til umræðu hér á landi. Í skýrslunni segir þó orðrétt um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni: „Konurnar geta til dæmis verið vinkonur, systur eða jafnvel mæðgur. Þá er gengið út frá því að allir aðilar sem að málinu koma, séu þátttakendur af fúsum og frjálsum vilja. Ekki er ástæða til að ætla að slíkt hafi neikvæðar afleiðingar." Fyrrnefndar rannsóknir fylgdust grannt með upplifun staðgöngumæðra. Flestir ef ekki allir rannsakendur töldu sig geta sýnt fram á að staðgöngumæður væru úr lægri stéttum, beittar þrýstingi og jafnvel kúgun, upplifðu mikinn missi við að afhenda barnið foreldrum o.s.frv. Þrátt fyrir einbeittan vilja rannsakenda studdi engin af rannsóknunum þessar né aðrar neikvæðar kenningar nema síður sé. Allar niðurstöður eru einróma sammála um ágæti staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum og umfram allt almenna ánægju staðgöngumæðra með að hafa tekið hlutverkið að sér. Það er gleðiefni fyrir vantrúaða að fá það staðfest að konur geta framkvæmt góðverk af heilum hug og vita vel hvers þær eru megnugar. Sá er styrkur og kærleikur kvenna sem ber að fagna. Prófessor Karen Busby er nú dyggur stuðningsmaður staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum, en rannsókn hennar ber heitið „Revisiting The Handmaid's Tale: Feminist Theory Meets Empirical Research on Surrogate Mothers". Heilbrigðisnefnd lagði fram tillögur að breytingum sem velferðarnefnd tekur undir og sú helsta er aukin áhersla á réttindi og hagsmuni barnsins og staðgöngumóðurinnar og að hún hafi fullan ákvörðunarrétt yfir sínum líkama. Á sömu forsendum álítur heilbrigðisnefnd að það sé hluti af ákvörðunarvaldi íslenskra kvenna yfir eigin líkama að mega vera staðgöngumæður ef þær kjósa svo. Ýmis siðferðileg álitaefni hafa verið sett fram af siðfræðingum og má þar m.a. nefna að líkami kvenna sé gerður að söluvöru, markaðsvæðingu og að um mögulegt brot á mannréttindum sé að ræða. Þegar um velgjörð er að ræða er fráleitt að tala um líkama kvenna sem söluvöru og niðrandi. Markaðsvæðing á staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er órökstudd með öllu og má því til stuðnings benda á að í Bretlandi, þar sem búa um 62 milljónir manna, hefur úrræðið verið leyft síðan um 1985 en staðgöngufæðingar eru aðeins 60-100 á ári. Svipaða sögu má segja af Hollandi, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum. Varðandi brot á mannréttindum bendum við á að sérsvið Karenar Busby lagaprófessors er mannréttindi, en hún var ráðgefandi við þær breytingar sem gerðar voru á þingsályktunartillögunni. Fráleitt er að ætla að hún styðji brot á mannréttindum eða jafnréttislögum. Hún er jafnframt einn stofnenda og stjórnandi „Human Rights Research Initiative"-stofnunarinnar við Manitoba-háskóla. Þess má einnig geta að lögfræði- og siðaráð ESHRE, samtaka evrópskra sérfræðinga, gaf út yfirlýsingu árið 2005 sem styður staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Fólk eignast börn með ýmsum hætti án nokkurs eftirlits hins opinbera en sá litli hópur fólks sem þarf á þessu úrræði að halda og telur 0-5 tilfelli á ári yrði undir mesta eftirliti og handleiðslu hins opinbera við barneignir sem þekkst hefur. Sérfræðingar munu velja hverjir fái notið úrræðisins og eins hvaða konur séu ákjósanlegar staðgöngumæður m.t.t. líkamlegrar og andlegrar heilsu, fyrri reynslu af barneignum o.s.frv. Sérfræðingar munu fylgjast með ferlinu þar til nokkru eftir fæðingu barnsins til að tryggja velferð þess, staðgöngumóðurinnar og hennar fjölskyldu sem og foreldra barnsins. Staðganga fagnar þessu skrefi í átt að auknu jafnræði í aðstoð við barneignir og auknu frelsi íslenskra kvenna til að ráða yfir eigin líkama, hvort sem þær vilja gefa nýra eða gefa meðgöngu með kærleikann að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Velferðarnefnd Alþingis samþykkti nýja þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Tillagan er nokkuð breytt frá fyrra þingi þar sem heilbrigðisnefnd fjallaði um hana og samþykkti með breytingum. Tillagan hefur nú verið samþykkt af tveimur þingnefndum, nú með yfirgnæfandi meirihluta, og er það vísbending um vönduð vinnubrögð beggja nefnda við að skilja staðreyndir frá kenningum og fordómum. Staðganga stuðningsfélag og Tilvera, samtök um ófrjósemi, hafa lagt sitt af mörkum til að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um málefnið. Í þeim tilgangi fengu félögin Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla í Kanada, til landsins í maí sl. Hún er helsti sérfræðingur í staðgöngumæðrun á Vesturlöndum, en hennar sérsvið eru mannréttindi, jafnrétti og kúgun kvenna. Rannsókn hennar fólst í að finna allar birtar fagrannsóknir um staðgöngumæðrun á Vesturlöndum og bera niðurstöður þeirra saman. Hún bjóst við að finna handfylli rannsókna en þær urðu 40 talsins. Fullyrðingar um skort á rannsóknum hafa komið fram, m.a. í skýrslu vinnuhóps þáv. heilbrigðisráðherra (jan./júní 2010) sem ýmsir umsagnaraðilar styðjast ennþá við í málflutningi sínum, sem og minnihluti velferðarnefndar. Það skýtur skökku við, þar sem skýrslan fjallar að mestu leyti um staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni og í þróunarlöndunum en að mjög litlu leyti um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Vesturlöndum eins og er til umræðu hér á landi. Í skýrslunni segir þó orðrétt um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni: „Konurnar geta til dæmis verið vinkonur, systur eða jafnvel mæðgur. Þá er gengið út frá því að allir aðilar sem að málinu koma, séu þátttakendur af fúsum og frjálsum vilja. Ekki er ástæða til að ætla að slíkt hafi neikvæðar afleiðingar." Fyrrnefndar rannsóknir fylgdust grannt með upplifun staðgöngumæðra. Flestir ef ekki allir rannsakendur töldu sig geta sýnt fram á að staðgöngumæður væru úr lægri stéttum, beittar þrýstingi og jafnvel kúgun, upplifðu mikinn missi við að afhenda barnið foreldrum o.s.frv. Þrátt fyrir einbeittan vilja rannsakenda studdi engin af rannsóknunum þessar né aðrar neikvæðar kenningar nema síður sé. Allar niðurstöður eru einróma sammála um ágæti staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum og umfram allt almenna ánægju staðgöngumæðra með að hafa tekið hlutverkið að sér. Það er gleðiefni fyrir vantrúaða að fá það staðfest að konur geta framkvæmt góðverk af heilum hug og vita vel hvers þær eru megnugar. Sá er styrkur og kærleikur kvenna sem ber að fagna. Prófessor Karen Busby er nú dyggur stuðningsmaður staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum, en rannsókn hennar ber heitið „Revisiting The Handmaid's Tale: Feminist Theory Meets Empirical Research on Surrogate Mothers". Heilbrigðisnefnd lagði fram tillögur að breytingum sem velferðarnefnd tekur undir og sú helsta er aukin áhersla á réttindi og hagsmuni barnsins og staðgöngumóðurinnar og að hún hafi fullan ákvörðunarrétt yfir sínum líkama. Á sömu forsendum álítur heilbrigðisnefnd að það sé hluti af ákvörðunarvaldi íslenskra kvenna yfir eigin líkama að mega vera staðgöngumæður ef þær kjósa svo. Ýmis siðferðileg álitaefni hafa verið sett fram af siðfræðingum og má þar m.a. nefna að líkami kvenna sé gerður að söluvöru, markaðsvæðingu og að um mögulegt brot á mannréttindum sé að ræða. Þegar um velgjörð er að ræða er fráleitt að tala um líkama kvenna sem söluvöru og niðrandi. Markaðsvæðing á staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er órökstudd með öllu og má því til stuðnings benda á að í Bretlandi, þar sem búa um 62 milljónir manna, hefur úrræðið verið leyft síðan um 1985 en staðgöngufæðingar eru aðeins 60-100 á ári. Svipaða sögu má segja af Hollandi, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum. Varðandi brot á mannréttindum bendum við á að sérsvið Karenar Busby lagaprófessors er mannréttindi, en hún var ráðgefandi við þær breytingar sem gerðar voru á þingsályktunartillögunni. Fráleitt er að ætla að hún styðji brot á mannréttindum eða jafnréttislögum. Hún er jafnframt einn stofnenda og stjórnandi „Human Rights Research Initiative"-stofnunarinnar við Manitoba-háskóla. Þess má einnig geta að lögfræði- og siðaráð ESHRE, samtaka evrópskra sérfræðinga, gaf út yfirlýsingu árið 2005 sem styður staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Fólk eignast börn með ýmsum hætti án nokkurs eftirlits hins opinbera en sá litli hópur fólks sem þarf á þessu úrræði að halda og telur 0-5 tilfelli á ári yrði undir mesta eftirliti og handleiðslu hins opinbera við barneignir sem þekkst hefur. Sérfræðingar munu velja hverjir fái notið úrræðisins og eins hvaða konur séu ákjósanlegar staðgöngumæður m.t.t. líkamlegrar og andlegrar heilsu, fyrri reynslu af barneignum o.s.frv. Sérfræðingar munu fylgjast með ferlinu þar til nokkru eftir fæðingu barnsins til að tryggja velferð þess, staðgöngumóðurinnar og hennar fjölskyldu sem og foreldra barnsins. Staðganga fagnar þessu skrefi í átt að auknu jafnræði í aðstoð við barneignir og auknu frelsi íslenskra kvenna til að ráða yfir eigin líkama, hvort sem þær vilja gefa nýra eða gefa meðgöngu með kærleikann að leiðarljósi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar