Vilja auka traust á aðgerðum 30. nóvember 2011 07:00 Fundað Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands (til vinstri), heilsar Mario Monti, forsætis- og fjármálaráðherra Ítalíu, á fundi fjármálaráðherranna í gær.Fréttablaðið/AP Fjármálaráðherrar Evruríkjanna sautján reyndu í gær að auka traust fjárfesta á því að aðgerðir ríkjanna til að bjarga Grikklandi frá þjóðargjaldþroti séu nægilega vel fjármagnaðar á fundi í Brussel. Ráðherrarnir samþykktu næsta hluta björgunaraðgerðapakkans sem, auk lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hefur haldið Grikklandi á floti frá því í maí í fyrra. Samþykkt var að lána Grikklandi átta milljarða evra, sem jafngildir um 1.300 milljörðum íslenskra króna. Án lánsins hefði gríska ríkið komist í greiðsluþrot fyrir áramót. Ráðherrarnir ræddu einnig hugmyndir um að ríkin gefi upp hluta af fullveldi sínu í peningamálum til Evrópska seðlabankans. Það er talið ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að koma evrusvæðinu fyrir horn í efnahagskreppunni. Ljóst þykir að björgunaraðgerðir líkar þeim sem nú halda Grikklandi á floti eru ekki mögulegar fyrir Ítalíu, landið er of stórt til að því verði bjargað komist það í þrot. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þær 322 milljónir manna sem nota evruna. - bj Fréttir Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evruríkjanna sautján reyndu í gær að auka traust fjárfesta á því að aðgerðir ríkjanna til að bjarga Grikklandi frá þjóðargjaldþroti séu nægilega vel fjármagnaðar á fundi í Brussel. Ráðherrarnir samþykktu næsta hluta björgunaraðgerðapakkans sem, auk lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hefur haldið Grikklandi á floti frá því í maí í fyrra. Samþykkt var að lána Grikklandi átta milljarða evra, sem jafngildir um 1.300 milljörðum íslenskra króna. Án lánsins hefði gríska ríkið komist í greiðsluþrot fyrir áramót. Ráðherrarnir ræddu einnig hugmyndir um að ríkin gefi upp hluta af fullveldi sínu í peningamálum til Evrópska seðlabankans. Það er talið ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að koma evrusvæðinu fyrir horn í efnahagskreppunni. Ljóst þykir að björgunaraðgerðir líkar þeim sem nú halda Grikklandi á floti eru ekki mögulegar fyrir Ítalíu, landið er of stórt til að því verði bjargað komist það í þrot. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þær 322 milljónir manna sem nota evruna. - bj
Fréttir Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira