Sextíu starfsmenn tóku þátt í handtökunum - 10 mál til rannsóknar 30. nóvember 2011 16:10 Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson. mynd/365 Sérstakur saksóknari handtók og yfirheyrði fyrrum starfsmenn Glitnis eftir hádegi í dag en rannsókn embættisins snýr að lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf. Í tilkynningu frá sérstökum saksóknara segir að til rannsóknar séu eftirfarandi háttsemi:1. Kaup eigin viðskipa Glitnis á hlutabréfum útgefnum af bankanum á verðbréfamarkaðinum. Einnig kaup bankans og ráðstöfun á hlutabréfum útgefnum af FL Group.2. Lánveitingar til ýmissa félaga vegna kaupa á hlutabréfum útgefnum af bankanum í lok árs 2007 og á árinu 2008. Upphaflegur höfuðstóll nefndra lánveitinga er talinn nema samtals tæpum 37 milljörðum króna.3. Viðskipti með framvirka samninga í hlutabréfum útgefnum af bankanum.4. Sölutrygging Glitnis á 15 milljarða hlutafjárútboði FL Group áramótin 2007 og 2008. „Um er að ræða alls níu mál sem rannsókn hófst á í dag en samhliða var unnið áfram við rannsókn á svokölluðu Stím máli, en sú rannsókn hófst á síðasta ári. Mál til rannsóknar sem tengjast aðgerðunum í dag eru því alls tíu talsins. Til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum bankans, brot á lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um ársreikninga og lögum um bókhald. Um er að ræða rannsóknir á fjölmörgum tilvikum og um háar fjárhæðir er að tefla. Ljóst er að yfirheyra þarf allstóran hóp manna í tengslum við rannsóknirnar. Málunum var vísað til embættis sérstaks saksóknara annarsvegar með kærum frá Fjármálaeftirlitinu og hinsvegar með tilkynningum frá slitastjórn Glitnis á þessu ári en málin hafa verið til meðferðar síðan. Í morgun hófust yfirheyrslur yfir sakborningum og vitnum í málunum en ráðgert er að yfirheyrslur haldi áfram næstu daga. Alls tóku um 60 starfsmenn embættisins þátt í aðgerðunum í dag. Embætti sérstaks saksóknara getur ekki gefið frekari upplýsingar um greindar aðgerðir að svo stöddu," segir í tilkynningunni. Stím málið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Sérstakur saksóknari handtók og yfirheyrði fyrrum starfsmenn Glitnis eftir hádegi í dag en rannsókn embættisins snýr að lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf. Í tilkynningu frá sérstökum saksóknara segir að til rannsóknar séu eftirfarandi háttsemi:1. Kaup eigin viðskipa Glitnis á hlutabréfum útgefnum af bankanum á verðbréfamarkaðinum. Einnig kaup bankans og ráðstöfun á hlutabréfum útgefnum af FL Group.2. Lánveitingar til ýmissa félaga vegna kaupa á hlutabréfum útgefnum af bankanum í lok árs 2007 og á árinu 2008. Upphaflegur höfuðstóll nefndra lánveitinga er talinn nema samtals tæpum 37 milljörðum króna.3. Viðskipti með framvirka samninga í hlutabréfum útgefnum af bankanum.4. Sölutrygging Glitnis á 15 milljarða hlutafjárútboði FL Group áramótin 2007 og 2008. „Um er að ræða alls níu mál sem rannsókn hófst á í dag en samhliða var unnið áfram við rannsókn á svokölluðu Stím máli, en sú rannsókn hófst á síðasta ári. Mál til rannsóknar sem tengjast aðgerðunum í dag eru því alls tíu talsins. Til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum bankans, brot á lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um ársreikninga og lögum um bókhald. Um er að ræða rannsóknir á fjölmörgum tilvikum og um háar fjárhæðir er að tefla. Ljóst er að yfirheyra þarf allstóran hóp manna í tengslum við rannsóknirnar. Málunum var vísað til embættis sérstaks saksóknara annarsvegar með kærum frá Fjármálaeftirlitinu og hinsvegar með tilkynningum frá slitastjórn Glitnis á þessu ári en málin hafa verið til meðferðar síðan. Í morgun hófust yfirheyrslur yfir sakborningum og vitnum í málunum en ráðgert er að yfirheyrslur haldi áfram næstu daga. Alls tóku um 60 starfsmenn embættisins þátt í aðgerðunum í dag. Embætti sérstaks saksóknara getur ekki gefið frekari upplýsingar um greindar aðgerðir að svo stöddu," segir í tilkynningunni.
Stím málið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira