Þekkileg söngvaraplata Trausti Júlíusson skrifar 3. janúar 2011 06:00 Draumskógur með Valgerði Guðnadóttur. Tónlist Draumskógur Valgerður Guðnadóttir Valgerður Guðnadóttir vakti fyrst athygli þegar hún söng hlutverk Maríu Magdalenu í Jesús Christ Superstar í Verzló 1994. Síðan hefur hún verið iðin við kolann, numið söng og sungið stór hlutverk í fjölmörgum leikhúsverkum, þ.ám. Söngvaseið. Draumskógur er hennar fyrsta sólóplata og hún er að mörgu leyti vel heppnuð. Á plötunni eru ellefu sígild popplög, íslensk og erlend, í nýjum útsetningum. Þetta eru allt fallegar söngmelódíur. Þarna eru til dæmis Orfeus og Evridís Megasar, Ský á himni eftir Spilverkið, Kate Bush-lagið The Man With The Child In His Eyes með íslenskum texta og Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson. Lögin eru útsett fyrir strengjasveit, píanó, kassagítar, slagverk og þverflautu. Útsetningarnar, sem eru í höndum Þorvaldar Bjarna og Vignis Snæs, eru smekklegar og gefa rödd Valgerðar mikið pláss. Söngurinn er hér í aðalhlutverki, sem kemur vel út, enda Valgerður fyrsta flokks söngkona. Á heildina litið notaleg plata, fín til að slá á fimbulkuldann og jólastressið. Niðurstaða: Notalegt popp. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist Draumskógur Valgerður Guðnadóttir Valgerður Guðnadóttir vakti fyrst athygli þegar hún söng hlutverk Maríu Magdalenu í Jesús Christ Superstar í Verzló 1994. Síðan hefur hún verið iðin við kolann, numið söng og sungið stór hlutverk í fjölmörgum leikhúsverkum, þ.ám. Söngvaseið. Draumskógur er hennar fyrsta sólóplata og hún er að mörgu leyti vel heppnuð. Á plötunni eru ellefu sígild popplög, íslensk og erlend, í nýjum útsetningum. Þetta eru allt fallegar söngmelódíur. Þarna eru til dæmis Orfeus og Evridís Megasar, Ský á himni eftir Spilverkið, Kate Bush-lagið The Man With The Child In His Eyes með íslenskum texta og Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson. Lögin eru útsett fyrir strengjasveit, píanó, kassagítar, slagverk og þverflautu. Útsetningarnar, sem eru í höndum Þorvaldar Bjarna og Vignis Snæs, eru smekklegar og gefa rödd Valgerðar mikið pláss. Söngurinn er hér í aðalhlutverki, sem kemur vel út, enda Valgerður fyrsta flokks söngkona. Á heildina litið notaleg plata, fín til að slá á fimbulkuldann og jólastressið. Niðurstaða: Notalegt popp.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira