"Raunveruleg skömm“ ef Ísland verður fast í kreppunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. október 2011 20:30 Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var ekkert að dásama verk ríkisstjórnarinnar í erindi sínu á fundi VÍB um efnahagsmál á Nordica Hóteli. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði það raunverulega skömm ef Ísland yrði fast í kreppunni í heilan áratug og að ríkisstjórnin hefði stöðvað fjárfestingar í atvinnulífinu á hugmyndafræðilegum forsendum, á í fundi VÍB um efnahagsmál á Hótel Hilton Nordica, sem nú stendur yfir. Vilhjálmur flutti fyrsta erindið en aðalfyrirlesari á fundinum, sem ber heitið „ Ísland í endurreisn eða stefnukreppu?", er Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn þekktasti fréttaskýrandi í heimi á sviði efnahagsmála. Þá stýrir Wolf einnig pallborði á fundinum. Vilhjálmur lagði á það áherslu að fjárfestingar í atvinnulífinu væru forsenda efnahagsbatans. Hann sagði í erindi sínu, sem hann flutti á ensku, að einnar prósentu hagvöxtur á næsta ári þýddi stöðnun. Efnahagslífið þyrfti 4-5 prósenta hagvöxt á árunum 2013-2015 til að tryggja farsæla endurreisn í efnahagslífinu. Vilhjálmur fór yfir skaðsemi gjaldeyrishaftanna enda væri opinn markaður forsenda samkeppni á fjármálamarkaði. Útilokað væri að fá samkeppni að utan á fjármálamarkaðnum við núverandi aðstæður. Vilhjálmur gagnrýndi stjórnvöld harkalega í erindi sínu og sagði að fjárfestingar í sjávarútvegi og stóriðju stæðu frammi fyrir hugmyndafræðilegum hömlum. Þá stæði hygmyndafræðileg andstaða stjórnvalda í vegi fyrir ýmsum vegaframkvæmdum. „Það væri skömm, raunveruleg skömm (e. real shame) ef Ísland yrði fast í kreppunni í heilan áratug," sagði Vilhjálmur og vísaði þar til allra þeirra tækifæra sem væru til staðar til að örva hagvöxt. Martin Wolf, sem stýrir fundinum en flytur sjálfur erindi síðar í kvöld, þakkaði Vilhjálmi fyrir fyrirlesturinn og sagði erindið endurspegla mikla aðdáun Vilhjálms á ríkisstjórn Íslands, en við þessa kaldhæðnislegu athugasemd Wolf hlógu fundarmenn dátt. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði það raunverulega skömm ef Ísland yrði fast í kreppunni í heilan áratug og að ríkisstjórnin hefði stöðvað fjárfestingar í atvinnulífinu á hugmyndafræðilegum forsendum, á í fundi VÍB um efnahagsmál á Hótel Hilton Nordica, sem nú stendur yfir. Vilhjálmur flutti fyrsta erindið en aðalfyrirlesari á fundinum, sem ber heitið „ Ísland í endurreisn eða stefnukreppu?", er Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn þekktasti fréttaskýrandi í heimi á sviði efnahagsmála. Þá stýrir Wolf einnig pallborði á fundinum. Vilhjálmur lagði á það áherslu að fjárfestingar í atvinnulífinu væru forsenda efnahagsbatans. Hann sagði í erindi sínu, sem hann flutti á ensku, að einnar prósentu hagvöxtur á næsta ári þýddi stöðnun. Efnahagslífið þyrfti 4-5 prósenta hagvöxt á árunum 2013-2015 til að tryggja farsæla endurreisn í efnahagslífinu. Vilhjálmur fór yfir skaðsemi gjaldeyrishaftanna enda væri opinn markaður forsenda samkeppni á fjármálamarkaði. Útilokað væri að fá samkeppni að utan á fjármálamarkaðnum við núverandi aðstæður. Vilhjálmur gagnrýndi stjórnvöld harkalega í erindi sínu og sagði að fjárfestingar í sjávarútvegi og stóriðju stæðu frammi fyrir hugmyndafræðilegum hömlum. Þá stæði hygmyndafræðileg andstaða stjórnvalda í vegi fyrir ýmsum vegaframkvæmdum. „Það væri skömm, raunveruleg skömm (e. real shame) ef Ísland yrði fast í kreppunni í heilan áratug," sagði Vilhjálmur og vísaði þar til allra þeirra tækifæra sem væru til staðar til að örva hagvöxt. Martin Wolf, sem stýrir fundinum en flytur sjálfur erindi síðar í kvöld, þakkaði Vilhjálmi fyrir fyrirlesturinn og sagði erindið endurspegla mikla aðdáun Vilhjálms á ríkisstjórn Íslands, en við þessa kaldhæðnislegu athugasemd Wolf hlógu fundarmenn dátt. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira