Bannað að fullyrða að Apple fái ekki vírusa 17. febrúar 2011 09:16 Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá desember síðastliðnum um að Skakkiturninn ehf. hefði brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem hann gat ekki fært sönnur á fullyrðinguna „engir vírusar" í auglýsingum fyrirtækisins á Apple fartölvum. Fyrirtækinu hefur verið bannað að auglýsa með þessum hætti. Málavextir eru þeir að í október sendi Neytendastofa Skakkaturninum bréf þar sem vísað var til auglýsingar Apple búðarinnar, sem rekin væri af fyrirtækinu, þar sem fullyrt var um MacBook 13" fartölvu. „Engir vírusar." Neytendastofa vildi þar vekja athygli Skakkaturnsins á að fyrirtæki þurfi að færa sönnur á fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum. Bréfinu fylgdi einnig afrit af auglýsingu Apple í Bandaríkjunum á vírusvarnarforriti fyrir Apple Mac. Í svari Skakkaturnsins segir að allar tölvur sem afhentar séu frá fyrirtækinu beri enga vírusa, en þar sé um að ræða um 5 til 7 þúsund tölvu rá ári. . „Aldrei hafi komið upp sú staða að ein einasta vél hafi verið afhent viðskiptavini með vírus. Það sé það sem kærandi sé að vísa í. Í bréfinu segir síðan að hvað gerist á eftir, sé ekki gott að segja. Persónulega hafi sá fyrirsvarsmaður kæranda sem ritaði bréfið aldrei fengið vírus á sína tölvu og kærandi hafi sem þjónustuaðili Apple ekki fengið slík vandamál inn á sitt borð. Það að verkstæði sem fái mörg þúsund verkbeiðnir á ári skuli ekki uppgötva neina vírusa segi ansi mikla sögu og í rauninni alla söguna ef menn vilji elta ólar við það hvort vírus fari í Apple tölur eða ekki. ," segir í svarinu til Neytendastofu. Neytendastofa telur skýringarnar hins vegar villandi gagnvart neytendum. Þá er það mat bæði Neytendastofu og Póst- og fjarskiptastofnunar að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt gegn vírusum. „Og sennilega sé því þannig farið í lífinu að ekkert sé 100% öruggt nema dauðinn," segir í úrskurðinum. Skakkiturninn mótmælir þessu: „Ákvörðun Neytendastofu um að kæranda sé óheimilt að auglýsa Apple tölvur með „engir vírusar" hafi ekkert með raunverulega neytendavernd að gera, heldur sé aðeins lýsandi fyrir orðhengilshátt stofnunarinnar, sem virðist ekki líða að kostir einnar vöru umfram aðra sambærilega séu dregnir fram í auglýsingum með skemmtilegum hætti." Áfrýjunarnefnd staðfestir engu að síður úrskurð Neytendastofu og bann við því að auglýsa á umræddan hátt stendur. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá desember síðastliðnum um að Skakkiturninn ehf. hefði brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem hann gat ekki fært sönnur á fullyrðinguna „engir vírusar" í auglýsingum fyrirtækisins á Apple fartölvum. Fyrirtækinu hefur verið bannað að auglýsa með þessum hætti. Málavextir eru þeir að í október sendi Neytendastofa Skakkaturninum bréf þar sem vísað var til auglýsingar Apple búðarinnar, sem rekin væri af fyrirtækinu, þar sem fullyrt var um MacBook 13" fartölvu. „Engir vírusar." Neytendastofa vildi þar vekja athygli Skakkaturnsins á að fyrirtæki þurfi að færa sönnur á fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum. Bréfinu fylgdi einnig afrit af auglýsingu Apple í Bandaríkjunum á vírusvarnarforriti fyrir Apple Mac. Í svari Skakkaturnsins segir að allar tölvur sem afhentar séu frá fyrirtækinu beri enga vírusa, en þar sé um að ræða um 5 til 7 þúsund tölvu rá ári. . „Aldrei hafi komið upp sú staða að ein einasta vél hafi verið afhent viðskiptavini með vírus. Það sé það sem kærandi sé að vísa í. Í bréfinu segir síðan að hvað gerist á eftir, sé ekki gott að segja. Persónulega hafi sá fyrirsvarsmaður kæranda sem ritaði bréfið aldrei fengið vírus á sína tölvu og kærandi hafi sem þjónustuaðili Apple ekki fengið slík vandamál inn á sitt borð. Það að verkstæði sem fái mörg þúsund verkbeiðnir á ári skuli ekki uppgötva neina vírusa segi ansi mikla sögu og í rauninni alla söguna ef menn vilji elta ólar við það hvort vírus fari í Apple tölur eða ekki. ," segir í svarinu til Neytendastofu. Neytendastofa telur skýringarnar hins vegar villandi gagnvart neytendum. Þá er það mat bæði Neytendastofu og Póst- og fjarskiptastofnunar að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt gegn vírusum. „Og sennilega sé því þannig farið í lífinu að ekkert sé 100% öruggt nema dauðinn," segir í úrskurðinum. Skakkiturninn mótmælir þessu: „Ákvörðun Neytendastofu um að kæranda sé óheimilt að auglýsa Apple tölvur með „engir vírusar" hafi ekkert með raunverulega neytendavernd að gera, heldur sé aðeins lýsandi fyrir orðhengilshátt stofnunarinnar, sem virðist ekki líða að kostir einnar vöru umfram aðra sambærilega séu dregnir fram í auglýsingum með skemmtilegum hætti." Áfrýjunarnefnd staðfestir engu að síður úrskurð Neytendastofu og bann við því að auglýsa á umræddan hátt stendur.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira