Marín Manda komin heim og selur skó á netinu 1. september 2011 23:00 Marín Möndu Magnúsdóttur líkar vel að vera komin heim og ætlar að sjá kaupglöðum Íslendingum fyrir skóm gegnum netið. Fréttablaðið/Valli „Þetta var í raun grín sem varð að veruleika," segir Marín Manda Magnúsdóttir, sem er komin með annan fótinn til Íslands eftir tíu ára búsetu í Danmörku. Ástæðan er vinnutilboð sem hún gat ekki hafnað. „Ég hitti gamla starfsfélaga fyrir tilviljun þegar ég var heima í fríi í vor og þeir spurðu mig hvort ég væri ekkert á leiðinni heim. Ég svaraði í gríni: ef þú ert með góða vinnu fyrir mig kem ég heim á morgun," segir Marín Manda hlæjandi en hún fékk símtal strax daginn eftir þar sem henni bauðst að verða framkvæmdastjóri vefverslunarinnar Skor.is. Verslunin verður opnuð í september og kemur Marín Manda að innkaupum og sér um rekstur verslunarinnar sem hún segir vera sérsniðna að nútíma Íslendingnum. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda verður verslunin sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Það verður fjölbreytt úrval af skóm, stöðugar nýjungar og frí heimsending svo eitthvað sé nefnt," segir Marín Manda en hún hefur dágóða reynslu í verslunarmennsku. Hún rak sína eigin barnafataverslun í Kaupmannahöfn við góðan orðstír og lærði fatahönnun úti. „Að reka mitt eigið fyrirtæki var tvímælalaust besti skóli sem ég gat fengið en þetta verkefni er það stærsta sem ég hef tekið að mér. Það er mjög gaman að takast á við eitthvað nýtt." Marín Manda skildi við danskan barnsföður sinn í byrjun árs en þau eiga tvö börn saman. „Það að ég sé að vinna á Íslandi er púsluspil enn sem komið er en við erum mjög góðir vinir og finnum út úr því," segir hún og bætir við: „Ég er eiginlega of dönsk til að vera íslensk og öfugt. Danirnir kenndu mér að vera jarðbundnari og kunna að meta einkalífið. Ég er hins vegar ennþá íslenski vinnualkinn og hef gaman af því." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Þetta var í raun grín sem varð að veruleika," segir Marín Manda Magnúsdóttir, sem er komin með annan fótinn til Íslands eftir tíu ára búsetu í Danmörku. Ástæðan er vinnutilboð sem hún gat ekki hafnað. „Ég hitti gamla starfsfélaga fyrir tilviljun þegar ég var heima í fríi í vor og þeir spurðu mig hvort ég væri ekkert á leiðinni heim. Ég svaraði í gríni: ef þú ert með góða vinnu fyrir mig kem ég heim á morgun," segir Marín Manda hlæjandi en hún fékk símtal strax daginn eftir þar sem henni bauðst að verða framkvæmdastjóri vefverslunarinnar Skor.is. Verslunin verður opnuð í september og kemur Marín Manda að innkaupum og sér um rekstur verslunarinnar sem hún segir vera sérsniðna að nútíma Íslendingnum. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda verður verslunin sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Það verður fjölbreytt úrval af skóm, stöðugar nýjungar og frí heimsending svo eitthvað sé nefnt," segir Marín Manda en hún hefur dágóða reynslu í verslunarmennsku. Hún rak sína eigin barnafataverslun í Kaupmannahöfn við góðan orðstír og lærði fatahönnun úti. „Að reka mitt eigið fyrirtæki var tvímælalaust besti skóli sem ég gat fengið en þetta verkefni er það stærsta sem ég hef tekið að mér. Það er mjög gaman að takast á við eitthvað nýtt." Marín Manda skildi við danskan barnsföður sinn í byrjun árs en þau eiga tvö börn saman. „Það að ég sé að vinna á Íslandi er púsluspil enn sem komið er en við erum mjög góðir vinir og finnum út úr því," segir hún og bætir við: „Ég er eiginlega of dönsk til að vera íslensk og öfugt. Danirnir kenndu mér að vera jarðbundnari og kunna að meta einkalífið. Ég er hins vegar ennþá íslenski vinnualkinn og hef gaman af því." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira