Svo virðist sem að vonarglæta hafi kviknað um að verkbann NBA-deildarinnar verði senn á enda en aðilar funduðu lengi í gær og munu aftur hittast í dag. Tilboði David Stern, framkvæmdarstjóra deildarinnar, var þó hafnað af leikmönnum.
Þrátt fyrir það virðast aðilar hafa eitthvað til að tala um og ætla að halda áfram að funda í dag.
Lítið hefur verið gefið uppi um innihald viðræðanna en deilurnar snúast um skiptingu tekna deildarinnar á milli leikmanna og félaganna. Talið er líklegt að aðilar eru reiðubúnir að sættast á skiptan hlut en þá á enn eftir að leysa ýmis mál sem varðar launaþak leikmanna.
Stern lagði fram tilboð sem var í gildi til 22.00 í gærkvöldi en leikmannasamtökin svöruðu því ekki. Stern hótaði því að yrði ekki gengið að því kæmi annað tilboð sem væri ekki jafn gott.
Hann sagði þó tilboðið enn í gildi á meðan að viðræður héldu áfram.
Derek Fisher, formaður leikmannasamtakanna, varaði við of mikilli bjartsýni. „Það gekk lítið í dag en við mætum aftur á morgun. Við skulum sjá til hvort það er ástæða til að halda þeim áfram á þessum nótum."
