Innlent

Gæsluvarðhald framlengt yfir meintum höfuðpaur

Héraðsdómur hefur úrskurðað mann á fimmtugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. desember næstkomandi að kröfu lögreglu. Maðurinn er grunaður um að vera höfuðpaurinn í stærsta fíkniefnasmygli sem uppgötvast hefur hér á landi á þessu ári. Hann hefur þegar kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Um er að ræða um 10 kíló af amfetamíni, 200 grömm af kókaíni, áttaþúsund e-töflu og mikið magn stera sem fundust við leit lögreglu og tollgæslu í gámi sem kom til landsins í síðasta mánuði. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í alllangan tíma og hefur verið unnin í samvinnu við tollgæsluna. Annar maður er í gæsluvarðhaldi til 6. desember vegna sama máls.

Á blaðamannafundi sem lögreglan hélt fyrr í dag vegna málsins kom fram að andvirði efnanna hlaupi á hundruðum milljóna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×