Erlent

Bóluefni gegn HIV bráðlega prófað á mönnum

Mynd/AP
Kanadískir vísindamenn hafa fengið grænt ljós á að prófa bóluefni sem þeir hafa þróað gegn HIV veirunni á mönnum. Verkefnið mun að sögn Sky fréttastofunnar hefjast í næsta mánuði en bandaríska lyfjaeftirlitið veitti leyfið.

Fjörutíu sjálfboðaliðar munu taka þátt. Vísindamennirnir, sem starfa við háskólann í vestur Ontario segja að bóluefnið sé það fyrsta sinnar tegundar sem byggi á veirunni sjálfri í heild sinni sem hafi síðan verið breytt erfðafræðilega.

Hingað til hafi svipaðar tilraunir aðeins verið gerðar með hluta veirunnar. 28 milljónir manna hafa látist af völdum HIV og Aids frá því veiran kom fyrst fram og talið er að 35 milljónir jarðarbúa séu nú smitaðir af HIV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×