Guðmundur: Óttast ekki að missa starfið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Guðmundur er þjálfari af lífi og sál og tekur alltaf afar virkan þátt í leiknum frá hliðarlínunni eins og sjá má á þessari mynd. Nordic Photos / Getty Images Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari stendur í ströngu þessa dagana sem fyrr. Hann er þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Rhein-Neckar Löwen ásamt því að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Löwen situr í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem stendur og virðist vera skrefi á eftir fjórum efstu liðunum. Guðmundur segir að árangurinn sé samt í takti við það sem hann bjóst við. „Við erum á svipuðu róli og ég gerði ráð fyrir. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir tímabilið og svo verða töluvert miklar breytingar aftur fyrir næsta tímabil. Það er því ekki auðveldasta verkefni í heimi að fá alla til þess að gefa sig í verkefnið á fullu. Þetta er hálfgert milliár hjá okkur að mörgu leyti og liðið er ekki eins sterkt og það hefur verið síðustu ár," segir Guðmundur, en hann fær Alexander Petersson og danska markvörðinn Niklas Landin meðal annars til félagsins næsta sumar. „Svo kemur líka góð vinstri skytta sem ég get ekki nafngreint í augnablikinu. Það er óhætt að segja að það séu mjög spennandi tímar fram undan hjá okkur." Höfum orðið fyrir miklum áföllumRóbert Gunnarsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.Nordic Photos / Getty ImagesGuðmundur segir að forsvarsmenn félagsins geri sér fyllilega grein fyrir því að það sé hálfgert millibilsástand hjá félaginu núna og því sé enginn að fara á taugum þó svo félagið haldi ekki alveg í við efstu liðin. „Það er samt alltaf pressa í þessu starfi. Ég upplifi ekki neina óánægju með mín störf og finn fyrir fullum stuðningi þeirra sem stýra félaginu. Ég óttast því ekkert um starfið mitt. Alls ekki." Löwen hefur einnig orðið fyrir miklum áföllum. Pólska stórskyttan Karol Bielecki missti annað augað á síðustu leiktíð og svo greindist norski línumaðurinn Bjarte Myrhol með illkynja krabbamein fyrir þetta tímabil. „Áföllin sem hafa dunið yfir okkur eru með ólíkindum. Þetta hefur haft sín áhrif á hópinn. Svo höfum við verið með lykilmenn meidda þannig að við stöndum ekkert of vel í augnablikinu. Við erum með mjög þunnan hóp núna og höfum verið þannig í síðustu leikjum. Ég hef einfaldlega ekki getað skipt inn mönnum þannig að álagið er mikið." Róbert í nógu góðu leikformi til að spila með landsliðinuFyrir utan áföllin innan vallar hefur einnig verið ákveðin óvissa utan vallar. Danska skartgripajöfrinum Jesper Nielsen var meinað að vera bæði aðaleigandi Löwen og danska liðsins AG. Í kjölfar þess úrskurðar hefur Nielsen aðallega verið að einbeita sér að AG. „Það lítur mjög vel út með framhaldið í þeim efnum. Það mun koma í ljós fljótlega en það eru ýmis jákvæð teikn hér á lofti með framtíðina og allt sem bendir til þess að hér verði hægt að halda áfram af fullum krafti. Það er heldur ekki fullljóst hvort Jesper kúpli sig alveg frá Löwen. Það veit enginn sem stendur." Róbert Gunnarsson er eini Íslendingurinn í liði Löwen í vetur en hann hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu eftir að Bjarte Myrhol sneri til baka. „Róbert hefur spilað nokkuð. Spilaði í 30 mínútur gegn Gummersbach og í tveimur Evrópuleikjum. Einnig spilaði hann í kortér gegn Grosswallstadt. Hann hefur reyndar ekki spilað neitt í síðustu tveimur leikjum. Bjarte Myrhol er að spila afspyrnuvel og það er erfitt að taka hann af velli á meðan hann spilar vel," segir Guðmundur, en er Róbert í nægilega góðu leikformi til þess að spila með landsliðinu? „Já, hann er það. Robbi er í fínu standi en það er við ramman reip að draga þegar maðurinn sem hann er að keppa við er að spila mjög vel." Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari stendur í ströngu þessa dagana sem fyrr. Hann er þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Rhein-Neckar Löwen ásamt því að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Löwen situr í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem stendur og virðist vera skrefi á eftir fjórum efstu liðunum. Guðmundur segir að árangurinn sé samt í takti við það sem hann bjóst við. „Við erum á svipuðu róli og ég gerði ráð fyrir. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir tímabilið og svo verða töluvert miklar breytingar aftur fyrir næsta tímabil. Það er því ekki auðveldasta verkefni í heimi að fá alla til þess að gefa sig í verkefnið á fullu. Þetta er hálfgert milliár hjá okkur að mörgu leyti og liðið er ekki eins sterkt og það hefur verið síðustu ár," segir Guðmundur, en hann fær Alexander Petersson og danska markvörðinn Niklas Landin meðal annars til félagsins næsta sumar. „Svo kemur líka góð vinstri skytta sem ég get ekki nafngreint í augnablikinu. Það er óhætt að segja að það séu mjög spennandi tímar fram undan hjá okkur." Höfum orðið fyrir miklum áföllumRóbert Gunnarsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.Nordic Photos / Getty ImagesGuðmundur segir að forsvarsmenn félagsins geri sér fyllilega grein fyrir því að það sé hálfgert millibilsástand hjá félaginu núna og því sé enginn að fara á taugum þó svo félagið haldi ekki alveg í við efstu liðin. „Það er samt alltaf pressa í þessu starfi. Ég upplifi ekki neina óánægju með mín störf og finn fyrir fullum stuðningi þeirra sem stýra félaginu. Ég óttast því ekkert um starfið mitt. Alls ekki." Löwen hefur einnig orðið fyrir miklum áföllum. Pólska stórskyttan Karol Bielecki missti annað augað á síðustu leiktíð og svo greindist norski línumaðurinn Bjarte Myrhol með illkynja krabbamein fyrir þetta tímabil. „Áföllin sem hafa dunið yfir okkur eru með ólíkindum. Þetta hefur haft sín áhrif á hópinn. Svo höfum við verið með lykilmenn meidda þannig að við stöndum ekkert of vel í augnablikinu. Við erum með mjög þunnan hóp núna og höfum verið þannig í síðustu leikjum. Ég hef einfaldlega ekki getað skipt inn mönnum þannig að álagið er mikið." Róbert í nógu góðu leikformi til að spila með landsliðinuFyrir utan áföllin innan vallar hefur einnig verið ákveðin óvissa utan vallar. Danska skartgripajöfrinum Jesper Nielsen var meinað að vera bæði aðaleigandi Löwen og danska liðsins AG. Í kjölfar þess úrskurðar hefur Nielsen aðallega verið að einbeita sér að AG. „Það lítur mjög vel út með framhaldið í þeim efnum. Það mun koma í ljós fljótlega en það eru ýmis jákvæð teikn hér á lofti með framtíðina og allt sem bendir til þess að hér verði hægt að halda áfram af fullum krafti. Það er heldur ekki fullljóst hvort Jesper kúpli sig alveg frá Löwen. Það veit enginn sem stendur." Róbert Gunnarsson er eini Íslendingurinn í liði Löwen í vetur en hann hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu eftir að Bjarte Myrhol sneri til baka. „Róbert hefur spilað nokkuð. Spilaði í 30 mínútur gegn Gummersbach og í tveimur Evrópuleikjum. Einnig spilaði hann í kortér gegn Grosswallstadt. Hann hefur reyndar ekki spilað neitt í síðustu tveimur leikjum. Bjarte Myrhol er að spila afspyrnuvel og það er erfitt að taka hann af velli á meðan hann spilar vel," segir Guðmundur, en er Róbert í nægilega góðu leikformi til þess að spila með landsliðinu? „Já, hann er það. Robbi er í fínu standi en það er við ramman reip að draga þegar maðurinn sem hann er að keppa við er að spila mjög vel."
Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti