Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2011 09:45 Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Nordic Photos / Bongarts Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. Dagur er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin sem er í öðru sæti deildarinnar sem nú er í fríi vegna HM í Svíþjóð. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann sé í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de.Lestu hér - Alexander er að spila þjáður „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið," bætti hann við en Guðmundur er einn þjálfari Rhein-Neckar Löwen, liðinu sem Ólafur spilar með í þýsku úrvalsdeildinni. „Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen." „Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Dagur segir að Alexander hafi þurft á fríi að halda í desember en að þá hafi hann verið kallaður í íslenska landsliðið. „Þá spilaði hann næstum tvo heila leiki með íslenska landsliðinu á meðan að Ólafur spilaði næstum ekkert - þrátt fyrir að hann væri leikfær. Nú er sama staðan komin upp aftur og ég fæ Alexander aftur meiddan heim."Lestu hér - Ólafur: Ég er ekki meiddurSamkvæmt frétt handball-welt.de hefur Alexander spilað í sex klukkustundir og 26 mínútur á HM en Ólafur í þrjár klukkustundir og sautján mínútur.Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.Mynd/ValliDagur segir að hann hafi vel fylgst með HM í Svíþjóð. Sex leikmenn Füchse Berlin séu að spila þar en að hann hafi einnig fylgst sérstaklega vel með íslenska landsliðinu.„Ísland vann í riðlakeppninni alla sína fimm leiki. En það kostaði einnig mikla orku. Íslenska vörnin krefst mikils af leikmönnum og leikur liðsins fór út af sporinu. Það sá maður líka í leiknum gegn Spáni í milliriðlinum. Liðið var þá enn í sjokki," sagði Dagur en Ísland tapaði fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar, heldur óvænt.„Nú er komið að síðustu leikjunum í keppninni sem skipta í raun engu máli. Það er vissulega ekki slæmur árangur að verða í fimmta eða sjötta sæti á HM en nú er tækifæri til að deila álaginu á fleiri leikmenn." Tengdar fréttir Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34 Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. Dagur er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin sem er í öðru sæti deildarinnar sem nú er í fríi vegna HM í Svíþjóð. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann sé í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de.Lestu hér - Alexander er að spila þjáður „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið," bætti hann við en Guðmundur er einn þjálfari Rhein-Neckar Löwen, liðinu sem Ólafur spilar með í þýsku úrvalsdeildinni. „Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen." „Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Dagur segir að Alexander hafi þurft á fríi að halda í desember en að þá hafi hann verið kallaður í íslenska landsliðið. „Þá spilaði hann næstum tvo heila leiki með íslenska landsliðinu á meðan að Ólafur spilaði næstum ekkert - þrátt fyrir að hann væri leikfær. Nú er sama staðan komin upp aftur og ég fæ Alexander aftur meiddan heim."Lestu hér - Ólafur: Ég er ekki meiddurSamkvæmt frétt handball-welt.de hefur Alexander spilað í sex klukkustundir og 26 mínútur á HM en Ólafur í þrjár klukkustundir og sautján mínútur.Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.Mynd/ValliDagur segir að hann hafi vel fylgst með HM í Svíþjóð. Sex leikmenn Füchse Berlin séu að spila þar en að hann hafi einnig fylgst sérstaklega vel með íslenska landsliðinu.„Ísland vann í riðlakeppninni alla sína fimm leiki. En það kostaði einnig mikla orku. Íslenska vörnin krefst mikils af leikmönnum og leikur liðsins fór út af sporinu. Það sá maður líka í leiknum gegn Spáni í milliriðlinum. Liðið var þá enn í sjokki," sagði Dagur en Ísland tapaði fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar, heldur óvænt.„Nú er komið að síðustu leikjunum í keppninni sem skipta í raun engu máli. Það er vissulega ekki slæmur árangur að verða í fimmta eða sjötta sæti á HM en nú er tækifæri til að deila álaginu á fleiri leikmenn."
Tengdar fréttir Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34 Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34
Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15
Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45