KR sló út Snæfell - rafmagnið fór af húsinu í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2011 21:10 KR-ingarnir Chazny Morris, Margrét Kara Sturludóttir og Signý Hermannsdóttir. KR-konur tryggðu sér sér sæti í undanúrslitum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir átta stiga sigur á Snæfelli, 84-76, í Stykkishólmi í kvöld. KR mætir Keflavík í undanúrslitunum en liðin hafa mæst í öllum keppnum á tímabilinu og hefur Keflavík haft betur í öllum leikjunum. Leikurinn í Hólminum í kvöld tafðist nokkuð undir lokin eftir að rafmagnið fór af húsinu en Stykkishólmur var rafmagnslaus um tíma í kvöld. Chazny Morris skoraði 25 stig fyrir KR, Margrét Kara Sturludóttir var með 23 stig og Hildur Sigurðardóttir skoraði 14 stig. Monique Martin var með 20 stig og 10 fráköst hjá Snæfelli, Laura Audere skoraði 19 stig og Berglind Gunnarsdóttir var með 13 stig. KR byrjaði leikinn vel í kvöld og var 23-15 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Snæfell minnkaði muninn í 33-35 fyrir hálfleik og var síðan komið sex stigum stigum yfir, 43-37, eftir að hafa skorað 10 af fyrstu 12 stigum seinni hálfleiksins. KR-liðið var hinsvegar sterkara, vann síðustu sjö mínútur þriðja leikhlutans 27-11 og var með tíu stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 64-54. Snæfell náði aðeins að minnka muninn í fjórða leikhlutanum en náði ekki að brúa bilið. Þegar ein mínúta og þrettán sekúndur voru eftir af leiknum þá fór rafmagnið af öllum bænum og leikurinn tafðist því í um fimmtán mínútur. Snæfellsliðið náði muninum niður í fimm stig eftir að leikurinn hófst á ný eftir þessa töf en KR-liðið hélt út og tryggði sér sæti í undanúrslitunum. Snæfell-KR 76-84 (15-21, 18-14, 21-29, 22-20)Snæfell : Monique Martin 20/10 fráköst, Laura Audere 19/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 13/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 10/6 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 6/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/4 fráköst.KR: Chazny Paige Morris 25/9 fráköst/3 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 23/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 10/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4/5 fráköst, Signý Hermannsdóttir 3/6 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 3, Svandís Anna Sigurðardóttir 2.KR vann einvígið 2-0 og mætir Keflavík í undanúrslitunum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
KR-konur tryggðu sér sér sæti í undanúrslitum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir átta stiga sigur á Snæfelli, 84-76, í Stykkishólmi í kvöld. KR mætir Keflavík í undanúrslitunum en liðin hafa mæst í öllum keppnum á tímabilinu og hefur Keflavík haft betur í öllum leikjunum. Leikurinn í Hólminum í kvöld tafðist nokkuð undir lokin eftir að rafmagnið fór af húsinu en Stykkishólmur var rafmagnslaus um tíma í kvöld. Chazny Morris skoraði 25 stig fyrir KR, Margrét Kara Sturludóttir var með 23 stig og Hildur Sigurðardóttir skoraði 14 stig. Monique Martin var með 20 stig og 10 fráköst hjá Snæfelli, Laura Audere skoraði 19 stig og Berglind Gunnarsdóttir var með 13 stig. KR byrjaði leikinn vel í kvöld og var 23-15 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Snæfell minnkaði muninn í 33-35 fyrir hálfleik og var síðan komið sex stigum stigum yfir, 43-37, eftir að hafa skorað 10 af fyrstu 12 stigum seinni hálfleiksins. KR-liðið var hinsvegar sterkara, vann síðustu sjö mínútur þriðja leikhlutans 27-11 og var með tíu stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 64-54. Snæfell náði aðeins að minnka muninn í fjórða leikhlutanum en náði ekki að brúa bilið. Þegar ein mínúta og þrettán sekúndur voru eftir af leiknum þá fór rafmagnið af öllum bænum og leikurinn tafðist því í um fimmtán mínútur. Snæfellsliðið náði muninum niður í fimm stig eftir að leikurinn hófst á ný eftir þessa töf en KR-liðið hélt út og tryggði sér sæti í undanúrslitunum. Snæfell-KR 76-84 (15-21, 18-14, 21-29, 22-20)Snæfell : Monique Martin 20/10 fráköst, Laura Audere 19/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 13/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 10/6 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 6/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/4 fráköst.KR: Chazny Paige Morris 25/9 fráköst/3 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 23/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 10/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4/5 fráköst, Signý Hermannsdóttir 3/6 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 3, Svandís Anna Sigurðardóttir 2.KR vann einvígið 2-0 og mætir Keflavík í undanúrslitunum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira