Lagaprófessorar ekki einhuga um túlkun 26. janúar 2011 10:30 Eiríkur Tómasson. Ekki er einhugur meðal lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal um ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings. Skiptar skoðanir eru þeirra á milli varðandi hversu nákvæmlega eigi að fylgja lagabókstafnum. Eiríkur segist, í samtali við Fréttablaðið, setja spurningarmerki við ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar og hefði viljað sjá traustari rökstuðning. „Þrátt fyrir ágalla tel ég ekki efni til að ógilda kosninguna. Ég byggi það á því að í lögum um kosningar til Alþingis. Þar er meginreglan sú að kosningar skulu ekki ógildar þrátt fyrir að ágallar hafi verið á þeim, nema ætla megi að þeir ágallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Þannig finnst mér að Hæstiréttur hefði kannski þurft að rökstyðja betur af hverju hann kemst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir tilvist þessa ákvæðis." Með því segist Eiríkur ekki vera að taka efnislega afstöðu til málsins, en hann bætir því við að það góða við þennan úrskurð sé að hann marki þá stefnu að héðan í frá verði aðstandendur kosninga að vanda til verka í hvívetna. Sigurður Líndal. Fara verður að lögum Sigurður Líndal sagðist í gærkvöldi ekki hafa lesið ályktun Hæstaréttar en lagði áherslu á að ætíð verði að fara nákvæmlega eftir lögum. „Í svona tilfellum verður að fara eftir lögunum í þeirra strangasta skilningi. Þarna á það við, því ef það er farið að slaka á þeim þá vitum við ekki hvar við endum. Álitamálin verða endalaus og við endum í ógöngum." Sigurður segir að þótt framhaldið sé óvíst, sé misráðið að líta framhjá þessu áliti Hæstaréttar. „Ef Alþingi ákveður að kjósa þessa 25 einstaklinga [í stjórnarskrárnefnd] er verið að sniðganga lögin, og fara í kringum lögin. Það kann að vera formlega löglegt en þarna sýnist mér verið að sniðganga lög. Það hlýtur að rýra það traust, sem fulltrúar á þinginu verða að njóta. Þetta stjórnlagaþing verður að vera hafið yfir allan vafa og enginn blettur á því." thorgils@frettabladid.is, jonab@frettabladid.is Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ekki er einhugur meðal lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal um ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings. Skiptar skoðanir eru þeirra á milli varðandi hversu nákvæmlega eigi að fylgja lagabókstafnum. Eiríkur segist, í samtali við Fréttablaðið, setja spurningarmerki við ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar og hefði viljað sjá traustari rökstuðning. „Þrátt fyrir ágalla tel ég ekki efni til að ógilda kosninguna. Ég byggi það á því að í lögum um kosningar til Alþingis. Þar er meginreglan sú að kosningar skulu ekki ógildar þrátt fyrir að ágallar hafi verið á þeim, nema ætla megi að þeir ágallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Þannig finnst mér að Hæstiréttur hefði kannski þurft að rökstyðja betur af hverju hann kemst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir tilvist þessa ákvæðis." Með því segist Eiríkur ekki vera að taka efnislega afstöðu til málsins, en hann bætir því við að það góða við þennan úrskurð sé að hann marki þá stefnu að héðan í frá verði aðstandendur kosninga að vanda til verka í hvívetna. Sigurður Líndal. Fara verður að lögum Sigurður Líndal sagðist í gærkvöldi ekki hafa lesið ályktun Hæstaréttar en lagði áherslu á að ætíð verði að fara nákvæmlega eftir lögum. „Í svona tilfellum verður að fara eftir lögunum í þeirra strangasta skilningi. Þarna á það við, því ef það er farið að slaka á þeim þá vitum við ekki hvar við endum. Álitamálin verða endalaus og við endum í ógöngum." Sigurður segir að þótt framhaldið sé óvíst, sé misráðið að líta framhjá þessu áliti Hæstaréttar. „Ef Alþingi ákveður að kjósa þessa 25 einstaklinga [í stjórnarskrárnefnd] er verið að sniðganga lögin, og fara í kringum lögin. Það kann að vera formlega löglegt en þarna sýnist mér verið að sniðganga lög. Það hlýtur að rýra það traust, sem fulltrúar á þinginu verða að njóta. Þetta stjórnlagaþing verður að vera hafið yfir allan vafa og enginn blettur á því." thorgils@frettabladid.is, jonab@frettabladid.is
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira