Utan vallar: Nýr kafli í íslenskri íþróttasögu Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 3. desember 2011 07:00 Frá æfingu íslenska landsliðsins í Santos í gær. Mynd/Pjetur Nýr kafli verður skrifaður í dag í íslenska íþróttasögu þegar kvennalandslið Íslands leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta hér í Santos í Brasilíu. Ísland hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM og er þetta í annað sinn sem kvennalandsliðið kemst í lokakeppni á stórmóti. Evrópumeistaramótið í Danmörku í fyrra var frumraunin en þar tapaði Ísland öllum þremur leikjum sínum. Það er ekki sjálfgefið að Ísland sé í þessari stöðu að vera með lið í úrslitakeppni á stórmóti. Fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir hefur t.d. beðið eftir þessu tækifæri í 14 ár. Það þarf allt að ganga upp til þess að Ísland sé í þessari stöðu. Það er því hið eina rétta að njóta augnabliksins og njóta þess að horfa á Ísland keppa í lokakeppni á stórmóti. Við Íslendingar erum reyndar góðu vanir. Karlalandsliðið hefur varla misst úr stórmót á undanförnum árum og Íslendingar gera miklar kröfur. Íslenska liðið hefur sett sér það markmið að komast í 16-liða úrslit. „Stelpurnar okkar" ætli sér að ná árangri. Þær eru ekki hingað komnar sem ferðamenn. Möguleikarnir eru til staðar en flest þarf að ganga upp til þess að liðið verði í hópi fjögurra efstu í A-riðli. Góð vörn, markvarsla og mörk úr hraðaupphlaupum verða lifibrauð Íslands á þessu móti. Ef það gengur upp er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu. Brasilía er gestgjafi heimsmeistaramótsins og er þetta í 20. sinn sem HM kvenna fer fram. Það er óhætt að segja að Brasilíumenn eru ekkert að æsa sig mikið þegar kemur að ýmsum stórum hlutum sem tengjast þessu móti. Daginn fyrir fyrsta leikinn í Arena Santos var t.d. gríðarlega margt sem átti eftir að ganga frá. Þar á meðal netsamband fyrir fjölmarga blaða- og fréttamenn sem fylgja liðunum. Þegar spurt var um stöðu mála var svarið einfalt. „Þetta verður í lagi á morgun." Það er ekkert stress í gangi hjá mótshöldurum – bara alls ekki. „Við reddum þessu" er frasi sem var örugglega fundinn upp í Brasilíu en ekki hjá Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi. – Áfram Ísland. Pistillinn Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
Nýr kafli verður skrifaður í dag í íslenska íþróttasögu þegar kvennalandslið Íslands leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta hér í Santos í Brasilíu. Ísland hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM og er þetta í annað sinn sem kvennalandsliðið kemst í lokakeppni á stórmóti. Evrópumeistaramótið í Danmörku í fyrra var frumraunin en þar tapaði Ísland öllum þremur leikjum sínum. Það er ekki sjálfgefið að Ísland sé í þessari stöðu að vera með lið í úrslitakeppni á stórmóti. Fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir hefur t.d. beðið eftir þessu tækifæri í 14 ár. Það þarf allt að ganga upp til þess að Ísland sé í þessari stöðu. Það er því hið eina rétta að njóta augnabliksins og njóta þess að horfa á Ísland keppa í lokakeppni á stórmóti. Við Íslendingar erum reyndar góðu vanir. Karlalandsliðið hefur varla misst úr stórmót á undanförnum árum og Íslendingar gera miklar kröfur. Íslenska liðið hefur sett sér það markmið að komast í 16-liða úrslit. „Stelpurnar okkar" ætli sér að ná árangri. Þær eru ekki hingað komnar sem ferðamenn. Möguleikarnir eru til staðar en flest þarf að ganga upp til þess að liðið verði í hópi fjögurra efstu í A-riðli. Góð vörn, markvarsla og mörk úr hraðaupphlaupum verða lifibrauð Íslands á þessu móti. Ef það gengur upp er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu. Brasilía er gestgjafi heimsmeistaramótsins og er þetta í 20. sinn sem HM kvenna fer fram. Það er óhætt að segja að Brasilíumenn eru ekkert að æsa sig mikið þegar kemur að ýmsum stórum hlutum sem tengjast þessu móti. Daginn fyrir fyrsta leikinn í Arena Santos var t.d. gríðarlega margt sem átti eftir að ganga frá. Þar á meðal netsamband fyrir fjölmarga blaða- og fréttamenn sem fylgja liðunum. Þegar spurt var um stöðu mála var svarið einfalt. „Þetta verður í lagi á morgun." Það er ekkert stress í gangi hjá mótshöldurum – bara alls ekki. „Við reddum þessu" er frasi sem var örugglega fundinn upp í Brasilíu en ekki hjá Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi. – Áfram Ísland.
Pistillinn Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira