Utan vallar: Nýr kafli í íslenskri íþróttasögu Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 3. desember 2011 07:00 Frá æfingu íslenska landsliðsins í Santos í gær. Mynd/Pjetur Nýr kafli verður skrifaður í dag í íslenska íþróttasögu þegar kvennalandslið Íslands leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta hér í Santos í Brasilíu. Ísland hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM og er þetta í annað sinn sem kvennalandsliðið kemst í lokakeppni á stórmóti. Evrópumeistaramótið í Danmörku í fyrra var frumraunin en þar tapaði Ísland öllum þremur leikjum sínum. Það er ekki sjálfgefið að Ísland sé í þessari stöðu að vera með lið í úrslitakeppni á stórmóti. Fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir hefur t.d. beðið eftir þessu tækifæri í 14 ár. Það þarf allt að ganga upp til þess að Ísland sé í þessari stöðu. Það er því hið eina rétta að njóta augnabliksins og njóta þess að horfa á Ísland keppa í lokakeppni á stórmóti. Við Íslendingar erum reyndar góðu vanir. Karlalandsliðið hefur varla misst úr stórmót á undanförnum árum og Íslendingar gera miklar kröfur. Íslenska liðið hefur sett sér það markmið að komast í 16-liða úrslit. „Stelpurnar okkar" ætli sér að ná árangri. Þær eru ekki hingað komnar sem ferðamenn. Möguleikarnir eru til staðar en flest þarf að ganga upp til þess að liðið verði í hópi fjögurra efstu í A-riðli. Góð vörn, markvarsla og mörk úr hraðaupphlaupum verða lifibrauð Íslands á þessu móti. Ef það gengur upp er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu. Brasilía er gestgjafi heimsmeistaramótsins og er þetta í 20. sinn sem HM kvenna fer fram. Það er óhætt að segja að Brasilíumenn eru ekkert að æsa sig mikið þegar kemur að ýmsum stórum hlutum sem tengjast þessu móti. Daginn fyrir fyrsta leikinn í Arena Santos var t.d. gríðarlega margt sem átti eftir að ganga frá. Þar á meðal netsamband fyrir fjölmarga blaða- og fréttamenn sem fylgja liðunum. Þegar spurt var um stöðu mála var svarið einfalt. „Þetta verður í lagi á morgun." Það er ekkert stress í gangi hjá mótshöldurum – bara alls ekki. „Við reddum þessu" er frasi sem var örugglega fundinn upp í Brasilíu en ekki hjá Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi. – Áfram Ísland. Pistillinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Nýr kafli verður skrifaður í dag í íslenska íþróttasögu þegar kvennalandslið Íslands leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta hér í Santos í Brasilíu. Ísland hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM og er þetta í annað sinn sem kvennalandsliðið kemst í lokakeppni á stórmóti. Evrópumeistaramótið í Danmörku í fyrra var frumraunin en þar tapaði Ísland öllum þremur leikjum sínum. Það er ekki sjálfgefið að Ísland sé í þessari stöðu að vera með lið í úrslitakeppni á stórmóti. Fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir hefur t.d. beðið eftir þessu tækifæri í 14 ár. Það þarf allt að ganga upp til þess að Ísland sé í þessari stöðu. Það er því hið eina rétta að njóta augnabliksins og njóta þess að horfa á Ísland keppa í lokakeppni á stórmóti. Við Íslendingar erum reyndar góðu vanir. Karlalandsliðið hefur varla misst úr stórmót á undanförnum árum og Íslendingar gera miklar kröfur. Íslenska liðið hefur sett sér það markmið að komast í 16-liða úrslit. „Stelpurnar okkar" ætli sér að ná árangri. Þær eru ekki hingað komnar sem ferðamenn. Möguleikarnir eru til staðar en flest þarf að ganga upp til þess að liðið verði í hópi fjögurra efstu í A-riðli. Góð vörn, markvarsla og mörk úr hraðaupphlaupum verða lifibrauð Íslands á þessu móti. Ef það gengur upp er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu. Brasilía er gestgjafi heimsmeistaramótsins og er þetta í 20. sinn sem HM kvenna fer fram. Það er óhætt að segja að Brasilíumenn eru ekkert að æsa sig mikið þegar kemur að ýmsum stórum hlutum sem tengjast þessu móti. Daginn fyrir fyrsta leikinn í Arena Santos var t.d. gríðarlega margt sem átti eftir að ganga frá. Þar á meðal netsamband fyrir fjölmarga blaða- og fréttamenn sem fylgja liðunum. Þegar spurt var um stöðu mála var svarið einfalt. „Þetta verður í lagi á morgun." Það er ekkert stress í gangi hjá mótshöldurum – bara alls ekki. „Við reddum þessu" er frasi sem var örugglega fundinn upp í Brasilíu en ekki hjá Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi. – Áfram Ísland.
Pistillinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira