Clarkson í klandri: Sjálfselska að kasta sér fyrir lest 3. desember 2011 13:18 Mynd/AFP Jeremy Clarkson stjórnandi Top Gear á BBC er enn á ný kominn í klandur vegna ummæla sinna. Á dögunum varð allt vitlaust þegar hann sagði að réttast væri að taka þá sem tóku þátt í allsherjarverkfallinu í Bretlandi í vikunni af lífi fyrir framan fjölskyldur þeirra. Nú er hann enn á milli tanna fólks í Bretlandi eftir að hafa skrifað í pistli í The Sun að þeir sem fremji sjálfsmorð með því að henda sér fyrir lest séu sjálfselskir. „Ég hef djúpa samúð með þeim eiga svo erfitt að þeir trúa því að kaldur faðmur dauðans sé lausnin,“ skrifar Clarkson. „En, á hverju ári ákveða um 200 einstaklingar að besta leiðin til að kveðja þennan heim sé að kasta sér fyrir lest. Að nokkru leyti hafa þeir rétt fyrir sér. Nítíu prósent líkur eru á því að þetta virki og það tekur fljótt af.“ „Þetta er hinsvegar afar sjálfselsk leið, þar sem tafirnar sem af þessu hljótast eru gríðarlegar,“ bætir hann við og hvetur yfirvöld til þess að eyða sem minnstum tíma í að þrífa upp líkamsleifarnar til þess að hægt sé að koma lestinni af stað eins fljótt og hægt er. Forsvarsmenn samtaka sem berjast gegn sjálfsvígum hafa tekið ummælin afar óstinnt upp eins og gefur að skilja og sumir hafa bent á að þau séu sérstaklega ósmekkleg í ljósi þess að knattspyrnumaðurinn Gary Speed framdi sjálfsmorð í síðustu viku. Tengdar fréttir Clarkson hneykslar - verkfallsmenn ætti að taka af lífi Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á ummælum sem Jeremy Clarkson, þáttastjórnandi bílaþáttarins Top Gear lét falla í beinni útsendingu í spjallþættinum The One Show á BBC. Þar var Clarkson spurður út í verkfall opinberra starfsmanna í Bretlandi sem boðað var til í gær og sagði hann réttast að taka starfsmennina af lífi fyrir framan fjölskyldur þeirra. 1. desember 2011 15:39 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Jeremy Clarkson stjórnandi Top Gear á BBC er enn á ný kominn í klandur vegna ummæla sinna. Á dögunum varð allt vitlaust þegar hann sagði að réttast væri að taka þá sem tóku þátt í allsherjarverkfallinu í Bretlandi í vikunni af lífi fyrir framan fjölskyldur þeirra. Nú er hann enn á milli tanna fólks í Bretlandi eftir að hafa skrifað í pistli í The Sun að þeir sem fremji sjálfsmorð með því að henda sér fyrir lest séu sjálfselskir. „Ég hef djúpa samúð með þeim eiga svo erfitt að þeir trúa því að kaldur faðmur dauðans sé lausnin,“ skrifar Clarkson. „En, á hverju ári ákveða um 200 einstaklingar að besta leiðin til að kveðja þennan heim sé að kasta sér fyrir lest. Að nokkru leyti hafa þeir rétt fyrir sér. Nítíu prósent líkur eru á því að þetta virki og það tekur fljótt af.“ „Þetta er hinsvegar afar sjálfselsk leið, þar sem tafirnar sem af þessu hljótast eru gríðarlegar,“ bætir hann við og hvetur yfirvöld til þess að eyða sem minnstum tíma í að þrífa upp líkamsleifarnar til þess að hægt sé að koma lestinni af stað eins fljótt og hægt er. Forsvarsmenn samtaka sem berjast gegn sjálfsvígum hafa tekið ummælin afar óstinnt upp eins og gefur að skilja og sumir hafa bent á að þau séu sérstaklega ósmekkleg í ljósi þess að knattspyrnumaðurinn Gary Speed framdi sjálfsmorð í síðustu viku.
Tengdar fréttir Clarkson hneykslar - verkfallsmenn ætti að taka af lífi Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á ummælum sem Jeremy Clarkson, þáttastjórnandi bílaþáttarins Top Gear lét falla í beinni útsendingu í spjallþættinum The One Show á BBC. Þar var Clarkson spurður út í verkfall opinberra starfsmanna í Bretlandi sem boðað var til í gær og sagði hann réttast að taka starfsmennina af lífi fyrir framan fjölskyldur þeirra. 1. desember 2011 15:39 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Clarkson hneykslar - verkfallsmenn ætti að taka af lífi Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á ummælum sem Jeremy Clarkson, þáttastjórnandi bílaþáttarins Top Gear lét falla í beinni útsendingu í spjallþættinum The One Show á BBC. Þar var Clarkson spurður út í verkfall opinberra starfsmanna í Bretlandi sem boðað var til í gær og sagði hann réttast að taka starfsmennina af lífi fyrir framan fjölskyldur þeirra. 1. desember 2011 15:39
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“