Anna Úrsúla: Bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. desember 2011 08:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir vill ekki horfa þegar íslenska landsliðið fær víti á HM í Brasilíu. Mynd/Pjetur Það er löngu vitað að afreksfólk í íþróttum notar ótrúlegustu hluti og aðferðir til þess að róa taugarnar. Leikmenn íslenska kvennalandsliðið í handbolta eru þar engin undantekning. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fer fremst í flokki á þessu sviði hjá HM-liði Íslands. Línumaðurinn sterki er ekki með taugar í það að horfa á liðsfélaga sína taka vítaköst. Hún snýr alltaf baki í markið þegar íslenska liðið tekur víti, eins og sjá má á myndinni sem Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók á leiknum gegn Svartfjallalandi í gær. „Þetta er bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér sem ég byrjaði á í fyrstu úrslitakeppninni með Val,“ sagði Anna og hló þegar hún var spurð um þessa hluti á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Anna Úrsúla er mun vanari því að taka vítaköstin sjálf, en hún er ekki fyrsti valkostur hjá íslenska liðinu á þessu móti. Var stressuð yfir vítunum„Ég var bara stressuð yfir þessum vítaköstum á þessum tíma og fór að gera þetta. Fór bara aftur að punktalínu á varnarhelmingnum, krossaði fingur og vonaði það besta. Mér fannst þetta virka svo vel að ég hélt bara áfram að gera þetta,“ sagði Anna en hún hefur einnig reynt að „afsanna“ þessa hjátrú með mjög „óvísindalegum hætti“. „Ég var eitthvað farin að efast um þetta um daginn. Og hætti að gera þetta, sneri að markinu, og þá klúðraði hún sem tók vítið fyrir okkur. Þannig að það er engin spurning um að ég verð að halda þessu rugli áfram.“ Anna tekur það skýrt fram að hún sé ekki að lýsa yfir vantrausti á þá leikmenn sem taki vítin fyrir Ísland. „Ég treysti þeim 100%, Karen (Knútsdóttir) og Stella (Sigurðardóttir) hafa séð um þetta. Jenný markvörður (Guðný Jenný Ásmundsdóttir) lætur mig bara vita hvernig þetta fer hjá þeim í hvert sinn.“ Var verri í fótboltanumLandsliðskonan segir að hún hafi verið mun verri í þessari hjátrú þegar hún var að æfa og keppa í fótbolta. „Þá var ég alveg í ruglinu og með hrikalega marga hluti sem ég varð alltaf að gera eins fyrir hvern leik. Núna læt ég þetta eina skrýtna atriði nægja.“ Eins og gefur að skilja er Anna Úrsúla ekki sú eina í íslenska liðinu sem er með einhverja siði eða hjátrú sem þurfa að vera í lagi fyrir leik. Hún þarf aðeins að hugsa sig um þegar hún er beðin um að nefna eitthvað mjög undarlegt. Þórey þolir ekki úfna fléttu„Það toppar ekkert það sem Þórey (Rósa Stefánsdóttir) gerði fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi. Hún þurfti að gera fléttuna í hárið fjórum sinnum því hún má ekki vera úfin. Þannig er þetta hjá henni, úfin flétta er sama og lélegur leikur. Þetta er mjög mismunandi eftir fólki. Sumir gera þetta til þess að róa sig og ef það virkar er um að gera halda því bara áfram. Ef mér líður vel með þetta held ég þessu áfram – ekki nema ég fari að taka vítinn, en ég á ekki von á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Það er löngu vitað að afreksfólk í íþróttum notar ótrúlegustu hluti og aðferðir til þess að róa taugarnar. Leikmenn íslenska kvennalandsliðið í handbolta eru þar engin undantekning. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fer fremst í flokki á þessu sviði hjá HM-liði Íslands. Línumaðurinn sterki er ekki með taugar í það að horfa á liðsfélaga sína taka vítaköst. Hún snýr alltaf baki í markið þegar íslenska liðið tekur víti, eins og sjá má á myndinni sem Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók á leiknum gegn Svartfjallalandi í gær. „Þetta er bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér sem ég byrjaði á í fyrstu úrslitakeppninni með Val,“ sagði Anna og hló þegar hún var spurð um þessa hluti á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Anna Úrsúla er mun vanari því að taka vítaköstin sjálf, en hún er ekki fyrsti valkostur hjá íslenska liðinu á þessu móti. Var stressuð yfir vítunum„Ég var bara stressuð yfir þessum vítaköstum á þessum tíma og fór að gera þetta. Fór bara aftur að punktalínu á varnarhelmingnum, krossaði fingur og vonaði það besta. Mér fannst þetta virka svo vel að ég hélt bara áfram að gera þetta,“ sagði Anna en hún hefur einnig reynt að „afsanna“ þessa hjátrú með mjög „óvísindalegum hætti“. „Ég var eitthvað farin að efast um þetta um daginn. Og hætti að gera þetta, sneri að markinu, og þá klúðraði hún sem tók vítið fyrir okkur. Þannig að það er engin spurning um að ég verð að halda þessu rugli áfram.“ Anna tekur það skýrt fram að hún sé ekki að lýsa yfir vantrausti á þá leikmenn sem taki vítin fyrir Ísland. „Ég treysti þeim 100%, Karen (Knútsdóttir) og Stella (Sigurðardóttir) hafa séð um þetta. Jenný markvörður (Guðný Jenný Ásmundsdóttir) lætur mig bara vita hvernig þetta fer hjá þeim í hvert sinn.“ Var verri í fótboltanumLandsliðskonan segir að hún hafi verið mun verri í þessari hjátrú þegar hún var að æfa og keppa í fótbolta. „Þá var ég alveg í ruglinu og með hrikalega marga hluti sem ég varð alltaf að gera eins fyrir hvern leik. Núna læt ég þetta eina skrýtna atriði nægja.“ Eins og gefur að skilja er Anna Úrsúla ekki sú eina í íslenska liðinu sem er með einhverja siði eða hjátrú sem þurfa að vera í lagi fyrir leik. Hún þarf aðeins að hugsa sig um þegar hún er beðin um að nefna eitthvað mjög undarlegt. Þórey þolir ekki úfna fléttu„Það toppar ekkert það sem Þórey (Rósa Stefánsdóttir) gerði fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi. Hún þurfti að gera fléttuna í hárið fjórum sinnum því hún má ekki vera úfin. Þannig er þetta hjá henni, úfin flétta er sama og lélegur leikur. Þetta er mjög mismunandi eftir fólki. Sumir gera þetta til þess að róa sig og ef það virkar er um að gera halda því bara áfram. Ef mér líður vel með þetta held ég þessu áfram – ekki nema ég fari að taka vítinn, en ég á ekki von á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira