Hamar deildarmeistari kvenna í körfubolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2011 20:57 Mynd/ÓskarÓ Haukar sáu til þess að Hamar varð í kvöld deildarmeistari í Iceland Express-deild kvenna með sigri á Keflvíkingum, 84-81. Hamar tapaði á sama tíma fyrir KR, 63-57. Sigur Hauka kom nokkuð á óvart enda Keflvíkingar á mikilli siglingu eftir bikarmeistaratitilinn sem liðið vann um þarsíðustu helgi. Keflavík hafði forystu í hálfleik, 47-40, en jafnræði var með liðunum lengst af í síðari hálfleik. Haukar tóku svo af skarið síðustu fimm mínúturnar og skoruðu þá tíu af síðustu fimmtán stigum leiksins. Kathleen Snodgrass skoraði 28 stig fyrir Hauka og Ragna Margrét Brynjarsdóttir nítján auk þess sem hún tók ellefu fráköst. Hjá Keflavík var Jackie Adamshick stigahæst með 27 stig og átta fráköst en Bryndís Guðmundsdótitr kom næst með 22 stig og níu fráköst. Aðrir náðu sér ekki á strik í liði Keflavíkur og munar um minna. Leikur Hamars og KR var kaflaskiptur. KR hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og tíu stiga forystu að honum loknum, 42-32. En KR-ingar skoruðu aðeins fjögur stig í þriðja leikhluta og tóku þá heimamenn frumkvæðið í leiknum. Taflið snerist þó KR-ingum í vil í fjórða leikhluta og fögnuðu þær að lokum sex stiga sigri, 63-57. En sem fyrr segir höfðu úrslitin litla þýðingu vegna tap Keflvíkinga sem voru fyrir leiki kvöldsins eina liðið sem átti möguleika á að ná toppsætinu ef Hamar en ein umferð er eftir af deildakeppninni nú. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 20 stig fyrir KR og tók fimmtán fráköst. Chazny Morris kom næst með átján stig. Hjá Hamri skoraði Jaleesa Butler átján stig auk þess sem hún tók átján fráköst. Íris Ásgeirsdóttir kom næst með tólf stig. Hamar og Keflavík urðu í efstu tveimur sætum A-riðils og fara því beint í undanúrslit úrslitakeppninnar. KR varð í þriðja sæti og Haukar í því fjórða og mæta efstu tveimur liðunum í B-riðli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Í B-riðli eru Njarðvík og Snæfell að keppa um efstu tvö sætin en Njarðvík vann í kvöld sigur á Fjölni, 86-79, en Snæfell tapaði fyrir Grindavík á heimavelli, 67-72. Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
Haukar sáu til þess að Hamar varð í kvöld deildarmeistari í Iceland Express-deild kvenna með sigri á Keflvíkingum, 84-81. Hamar tapaði á sama tíma fyrir KR, 63-57. Sigur Hauka kom nokkuð á óvart enda Keflvíkingar á mikilli siglingu eftir bikarmeistaratitilinn sem liðið vann um þarsíðustu helgi. Keflavík hafði forystu í hálfleik, 47-40, en jafnræði var með liðunum lengst af í síðari hálfleik. Haukar tóku svo af skarið síðustu fimm mínúturnar og skoruðu þá tíu af síðustu fimmtán stigum leiksins. Kathleen Snodgrass skoraði 28 stig fyrir Hauka og Ragna Margrét Brynjarsdóttir nítján auk þess sem hún tók ellefu fráköst. Hjá Keflavík var Jackie Adamshick stigahæst með 27 stig og átta fráköst en Bryndís Guðmundsdótitr kom næst með 22 stig og níu fráköst. Aðrir náðu sér ekki á strik í liði Keflavíkur og munar um minna. Leikur Hamars og KR var kaflaskiptur. KR hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og tíu stiga forystu að honum loknum, 42-32. En KR-ingar skoruðu aðeins fjögur stig í þriðja leikhluta og tóku þá heimamenn frumkvæðið í leiknum. Taflið snerist þó KR-ingum í vil í fjórða leikhluta og fögnuðu þær að lokum sex stiga sigri, 63-57. En sem fyrr segir höfðu úrslitin litla þýðingu vegna tap Keflvíkinga sem voru fyrir leiki kvöldsins eina liðið sem átti möguleika á að ná toppsætinu ef Hamar en ein umferð er eftir af deildakeppninni nú. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 20 stig fyrir KR og tók fimmtán fráköst. Chazny Morris kom næst með átján stig. Hjá Hamri skoraði Jaleesa Butler átján stig auk þess sem hún tók átján fráköst. Íris Ásgeirsdóttir kom næst með tólf stig. Hamar og Keflavík urðu í efstu tveimur sætum A-riðils og fara því beint í undanúrslit úrslitakeppninnar. KR varð í þriðja sæti og Haukar í því fjórða og mæta efstu tveimur liðunum í B-riðli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Í B-riðli eru Njarðvík og Snæfell að keppa um efstu tvö sætin en Njarðvík vann í kvöld sigur á Fjölni, 86-79, en Snæfell tapaði fyrir Grindavík á heimavelli, 67-72.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira