Handbolti

Björgvin hafði betur gegn Kára | Ásgeir með góðan leik

Vítaskyttan Kári Kristján.
Vítaskyttan Kári Kristján.
Þrjú Íslendingalið voru á ferðinni í þýska handboltanum í kvöld þegar fram fóru síðustu leikirnir á þessu ári.

Hannover-Burgdorf vann fínan útisigur gegn tuS N-Lübbecke, 26-30. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti fínan leik fyrir Hannover og skoraði fimm mörk. Vignir Svavarsson skoraði þrjú og Hannes Jón Jónsson tvö.

Kári Kristján Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir Wetzlar sem tapaði gegn Björgvini Páli Gústavssyni og félögum í Magdeburg, 31-25. Athygli vakti að fjögur marka ára komu af vítalínunni en hann er óvænt orðin vítaskytta liðsins.

Sverre Andreas Jakobsson komst síðan ekki á blað er lið hans, Grosswallstadt, vann útisigur á Huttenberg, 29-32.

Magdeburg er í sjötta sæti deildarinnar, Wetzlar því ellefta, Hannover fjórtánda og Grosswallstadt þrettánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×