Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið Kraftvélar gerði við Íslandsbanka vegna kaupa á vinnuvél væri í raun lánssamningur. Ákvæði í samningnum um gengistryggingu lánsins væri ólöglegt og vísaði Hæstiréttur þar í dóma Hæstaréttar frá því 16. júní í fyrra.
Töluverður fjöldi fyrirtækja hafði tekið lán sem voru sambærileg þeim sem Kraftvélar höfðu tekið. Stóra spurningin er því sú hvert fordæmisgildi dómsins er.
Við segjum ítarlegar frá málinu síðar í kvöld.
